Eftirsóknarverðustu hús Airbnb

Húsin eiga það flestöll sameiginlegt að vera afskekkt.
Húsin eiga það flestöll sameiginlegt að vera afskekkt. ljósmynd/samsett

Hér áður fyrr var alltaf mesta vesenið að finna ágætt hótel þegar maður fór til útlanda. Nú keppist fólk um að finna skemmtilegasta húsnæðið á Airbnb og margir plana ferðalögin sín út frá gistingunni sem þau finna á vefsíðunni. 

Airbnb birtir lista yfir eftirsóttustu gistirými sín um allan heim sem eiga það öll sameiginlegt að vera einstök og falleg. Af listanum má ráða að fólk sé almennt að leita að afskekktum stöðum þar sem það getur slakað á í ró og næði. 

Hér eru eftirsóknaverðustu hús Airbnb. 

Afskekkt tréhús

Þetta skemmtilega tréhús er staðsett í Atlanta í Georgíu-ríki Bandaríkjanna. Húsið var númer eitt á listanum yfir eftirsóknaverðustu hús í sögu Airbnb en nóttin þarna er á um 40 þúsund krónur

Hús í burtu frá umheiminum

Þetta hús er staðsett í Pioneertown í Kaliforníu og stendur það alveg eitt í miðju fjallshlíðar. Stórir glergluggar um allt húsið sýna glæsilegt útsýnið og lætur gestum líða eins og þeir séu einir í heiminum. Nóttin á þessum afskekkta stað kostar tæplega 40 þúsund krónur. 

Balí-tréhús

Húsið er staðsett í Balí og frá því er ekki nema þriggja mínútna labb á næstu strönd. Með húsinu fylgir aðgangur að stórkostlegum garði og sundlaug. Einnig hefur verönd hússins æðislegt útsýni yfir sólarupprásina á morgnana. Nóttin í þessu húsi kostar aðeins um 10 þúsund krónur. 

Sjóræningjahúsið

Eigendur hússins kalla það Pirates of the Carribean Getaway eftir stórmyndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Húsið er staðsett í Topanga Canyon í Kaliforníu og kostar nóttin þar um 10 þúsund íslenskar krónur.  

Rómantíska tréhúsið

Þessi litli sumarbústaður er með æðislegt útsýni yfir vínekrur Monaferrato á Ítalíu. Húsið er staðsett í Alessandríu á Ítalíu og kostar nóttin á þessum rómantíska stað um 17 þúsund krónur.

Skeljahúsið

Þetta stórfræga hús er staðsett í Mexíkó á eyjunni Isla Mujeres. Húsið er alveg afgirt og er sundlaug í garði þess. Nóttin á þessum einstaka stað kostar rúmlega 30 þúsund krónur.

Sérstaki sumarbústaðurinn

Ef þú vilt hafa það notalegt og slaka á þá er þessi litli bústaður fullkominn fyrir þig. Bústaðurinn er staðsettur uppi í sveit í Kanada og kostar nóttin þar um 13 þúsund krónur.

Koparhöllin

Húsið stendur í miðju Toskana í Ítalíu og er það umvafið vínekrum og fallegu landslagi. Í garði hússins standa tvö ólífutré og sundlaug. Húsið kostar tæplega 30 þúsund krónur nóttin. 

Litla loftið

Þetta er lítið loft í miðju Rómarborgar sem er nýbúið að gera upp samkvæmt eigendum þess. Það er stutt labb í alls kyns skemmtilega áfangastaði frá loftinu og kostar það aðeins um 5 þúsund krónur nóttin. 

mbl.is

Kótelettur í raspi bestar

15:06 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

12:00 Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Salka Sól talar um eineltið

09:29 Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

07:00 Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

Í gær, 23:59 Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

Í gær, 21:00 Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

í gær „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

Í gær, 18:00 „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

í gær Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

í gær Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

í gær Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

í fyrradag „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

í fyrradag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

í fyrradag Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

16.10. Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

16.10. Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

í fyrradag Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

16.10. Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

16.10. Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

15.10. Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »