Eftirsóknarverðustu hús Airbnb

Húsin eiga það flestöll sameiginlegt að vera afskekkt.
Húsin eiga það flestöll sameiginlegt að vera afskekkt. ljósmynd/samsett

Hér áður fyrr var alltaf mesta vesenið að finna ágætt hótel þegar maður fór til útlanda. Nú keppist fólk um að finna skemmtilegasta húsnæðið á Airbnb og margir plana ferðalögin sín út frá gistingunni sem þau finna á vefsíðunni. 

Airbnb birtir lista yfir eftirsóttustu gistirými sín um allan heim sem eiga það öll sameiginlegt að vera einstök og falleg. Af listanum má ráða að fólk sé almennt að leita að afskekktum stöðum þar sem það getur slakað á í ró og næði. 

Hér eru eftirsóknaverðustu hús Airbnb. 

Afskekkt tréhús

Þetta skemmtilega tréhús er staðsett í Atlanta í Georgíu-ríki Bandaríkjanna. Húsið var númer eitt á listanum yfir eftirsóknaverðustu hús í sögu Airbnb en nóttin þarna er á um 40 þúsund krónur

Hús í burtu frá umheiminum

Þetta hús er staðsett í Pioneertown í Kaliforníu og stendur það alveg eitt í miðju fjallshlíðar. Stórir glergluggar um allt húsið sýna glæsilegt útsýnið og lætur gestum líða eins og þeir séu einir í heiminum. Nóttin á þessum afskekkta stað kostar tæplega 40 þúsund krónur. 

Balí-tréhús

Húsið er staðsett í Balí og frá því er ekki nema þriggja mínútna labb á næstu strönd. Með húsinu fylgir aðgangur að stórkostlegum garði og sundlaug. Einnig hefur verönd hússins æðislegt útsýni yfir sólarupprásina á morgnana. Nóttin í þessu húsi kostar aðeins um 10 þúsund krónur. 

Sjóræningjahúsið

Eigendur hússins kalla það Pirates of the Carribean Getaway eftir stórmyndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Húsið er staðsett í Topanga Canyon í Kaliforníu og kostar nóttin þar um 10 þúsund íslenskar krónur.  

Rómantíska tréhúsið

Þessi litli sumarbústaður er með æðislegt útsýni yfir vínekrur Monaferrato á Ítalíu. Húsið er staðsett í Alessandríu á Ítalíu og kostar nóttin á þessum rómantíska stað um 17 þúsund krónur.

Skeljahúsið

Þetta stórfræga hús er staðsett í Mexíkó á eyjunni Isla Mujeres. Húsið er alveg afgirt og er sundlaug í garði þess. Nóttin á þessum einstaka stað kostar rúmlega 30 þúsund krónur.

Sérstaki sumarbústaðurinn

Ef þú vilt hafa það notalegt og slaka á þá er þessi litli bústaður fullkominn fyrir þig. Bústaðurinn er staðsettur uppi í sveit í Kanada og kostar nóttin þar um 13 þúsund krónur.

Koparhöllin

Húsið stendur í miðju Toskana í Ítalíu og er það umvafið vínekrum og fallegu landslagi. Í garði hússins standa tvö ólífutré og sundlaug. Húsið kostar tæplega 30 þúsund krónur nóttin. 

Litla loftið

Þetta er lítið loft í miðju Rómarborgar sem er nýbúið að gera upp samkvæmt eigendum þess. Það er stutt labb í alls kyns skemmtilega áfangastaði frá loftinu og kostar það aðeins um 5 þúsund krónur nóttin. 

mbl.is

Lofar að hætta að reykja 2018

06:00 Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íisti og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

Í gær, 23:00 „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

Í gær, 20:00 Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

Í gær, 16:00 Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

Í gær, 13:00 Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

Í gær, 10:00 Brynhildur Guðjónsdóttir er gestur í þættinum Heimilislífi. Hún býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og hugsað er út í hvert smáatriði. Meira »

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

í fyrradag Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »

Frá Tiffany og Co. yfir á Skólavörðustíginn

í gær Orri Finnbogason byrjaði feril sinn í New York sem demantahlaupari og fékk síðar starf við demantaísetningar hjá Rolex og Tiffany & Co. Nú hafa hann og eiginkona hans hannað viðhafnarlínu sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. Meira »

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

í fyrradag Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

í fyrradag Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

í fyrradag Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

í fyrradag Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

í fyrradag Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

64 ára með tískublogg ársins

12.12. Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

12.12. Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

12.12. „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

12.12. „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

12.12. Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

12.12. Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

11.12. Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »
Meira píla