Eftirsóknarverðustu hús Airbnb

Húsin eiga það flestöll sameiginlegt að vera afskekkt.
Húsin eiga það flestöll sameiginlegt að vera afskekkt. ljósmynd/samsett

Hér áður fyrr var alltaf mesta vesenið að finna ágætt hótel þegar maður fór til útlanda. Nú keppist fólk um að finna skemmtilegasta húsnæðið á Airbnb og margir plana ferðalögin sín út frá gistingunni sem þau finna á vefsíðunni. 

Airbnb birtir lista yfir eftirsóttustu gistirými sín um allan heim sem eiga það öll sameiginlegt að vera einstök og falleg. Af listanum má ráða að fólk sé almennt að leita að afskekktum stöðum þar sem það getur slakað á í ró og næði. 

Hér eru eftirsóknaverðustu hús Airbnb. 

Afskekkt tréhús

Þetta skemmtilega tréhús er staðsett í Atlanta í Georgíu-ríki Bandaríkjanna. Húsið var númer eitt á listanum yfir eftirsóknaverðustu hús í sögu Airbnb en nóttin þarna er á um 40 þúsund krónur

Hús í burtu frá umheiminum

Þetta hús er staðsett í Pioneertown í Kaliforníu og stendur það alveg eitt í miðju fjallshlíðar. Stórir glergluggar um allt húsið sýna glæsilegt útsýnið og lætur gestum líða eins og þeir séu einir í heiminum. Nóttin á þessum afskekkta stað kostar tæplega 40 þúsund krónur. 

Balí-tréhús

Húsið er staðsett í Balí og frá því er ekki nema þriggja mínútna labb á næstu strönd. Með húsinu fylgir aðgangur að stórkostlegum garði og sundlaug. Einnig hefur verönd hússins æðislegt útsýni yfir sólarupprásina á morgnana. Nóttin í þessu húsi kostar aðeins um 10 þúsund krónur. 

Sjóræningjahúsið

Eigendur hússins kalla það Pirates of the Carribean Getaway eftir stórmyndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Húsið er staðsett í Topanga Canyon í Kaliforníu og kostar nóttin þar um 10 þúsund íslenskar krónur.  

Rómantíska tréhúsið

Þessi litli sumarbústaður er með æðislegt útsýni yfir vínekrur Monaferrato á Ítalíu. Húsið er staðsett í Alessandríu á Ítalíu og kostar nóttin á þessum rómantíska stað um 17 þúsund krónur.

Skeljahúsið

Þetta stórfræga hús er staðsett í Mexíkó á eyjunni Isla Mujeres. Húsið er alveg afgirt og er sundlaug í garði þess. Nóttin á þessum einstaka stað kostar rúmlega 30 þúsund krónur.

Sérstaki sumarbústaðurinn

Ef þú vilt hafa það notalegt og slaka á þá er þessi litli bústaður fullkominn fyrir þig. Bústaðurinn er staðsettur uppi í sveit í Kanada og kostar nóttin þar um 13 þúsund krónur.

Koparhöllin

Húsið stendur í miðju Toskana í Ítalíu og er það umvafið vínekrum og fallegu landslagi. Í garði hússins standa tvö ólífutré og sundlaug. Húsið kostar tæplega 30 þúsund krónur nóttin. 

Litla loftið

Þetta er lítið loft í miðju Rómarborgar sem er nýbúið að gera upp samkvæmt eigendum þess. Það er stutt labb í alls kyns skemmtilega áfangastaði frá loftinu og kostar það aðeins um 5 þúsund krónur nóttin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál