Innlit í loft-íbúð í Kópavogi

Hjónin Bjarni og Ragnheiður búa í íbúð sem áður fyrr …
Hjónin Bjarni og Ragnheiður búa í íbúð sem áður fyrr var vélsmiðja. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Í sjarmerandi íbúð í Kópavoginum, sem áður var vélsmiðja, búa listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Húsið var byggt af föður Bjarna frá 1978 til 1983 og var upphaflega hugsað sem verkstæðishúsnæði. Árið 2007 byrjaði Bjarni að innrétta efri hæð verkstæðisins sem íbúð og flutti þar inn ári seinna en neðri hæðina notar faðir Bjarna enn sem verkstæði.

Borðstofuborðið var smíðað af Bjarna og er það fjórir metrar …
Borðstofuborðið var smíðað af Bjarna og er það fjórir metrar á lengd. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég sá alltaf fyrir mér að búa í svona hálfgerðu lofti eins og í New York eða San Fransisco,“ sagði Bjarni en hann bjó í San Fransisco í mörg ár þar sem hann kláraði meistaranám í myndlist. Loft-íbúðir eru vinsælar í stórborgum Bandaríkjanna og einkennast af opnum og björtum rýmum sem áður voru notuð fyrir einhvers konar iðnað. „Lofthæð íbúðarinnar er mjög mikil og ekkert nema flot á gólfunum en við viljum ekkert annað,“ segir Bjarni um íbúð þeirra hjóna.

Bjarni segir íbúðina vera með „bóhemískt vintage lúkk“ en þeim hjónum finnst gaman að blanda saman fjölbreyttum hönnunarstefnum. Bjarni smíðaði matarborðið og sófaborðið á heimilinu sjálfur en svo eru þau með stóla frá alls kyns hönnuðum eins og Chesterfield, Bauhaus og Le Corbusier.

 „Þetta er ekkert mjög fínt eða pússað,“ segir Bjarni þegar hann ber íbúð þeirra hjóna saman við týpísk íslensk heimili. „Þetta er meira svona kaótískt, en samt alveg stílfært. Við erum með mikið af dóti og alls konar hlutum og hér er mikið af listaverkum og bókum, sem er kannski svolítið óvanalegt í dag.“

Í íbúð þeirra er mikið af listaverkum og bókum.
Í íbúð þeirra er mikið af listaverkum og bókum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ragnheiður bætir því við að þegar kemur að því að velja inn á heimilið séu þau ekkert að fara eftir einhverjum tískusveiflum. „Ég vel bara það sem mér finnst fallegt og vekur upp einhverjar tilfinningar,“ segir hún. „Ég er voða mikið fyrir að hafa skinn og gærur í kringum mig og bara hafa notalega stemmningu og líða vel.“

Vinnustofa þeirra hjóna er stór og björt og er staðsett við hliðina á íbúðinni. Í vinnustofunni gengur mikið á en þar vinna þau bæði að verkefnum sínum en síðan hefur Bjarni haldið nokkur námskeð þar inni. Í sumar hefur Bjarni eytt miklum tíma í vinnustofunni þar sem hann er á fullu að mála nýjar myndir.   

Hjónin eyða miklum tíma saman við matarborðið sem Bjarni smíðaði en það er fjórir metrar á lengd og hægt að nota það í ýmis verkefni. „Svo erum við með gamalt teborð í ganginum þar sem allar bækurnar og listaverkin eru, bætir Bjarni við. „Við sitjum oft þar ef við erum bara tvö.“

Gangur sem er umlukinn bókum og listaverkum er uppáhaldsstaður þeirra …
Gangur sem er umlukinn bókum og listaverkum er uppáhaldsstaður þeirra hjóna í húsinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Á þeim gangi er verk eftir Ragnheiði frá sýningu hennar sem fjallaði um það hvernig óuppgerðar tilfinningar verða að líkamlegum sárum og heilunarferli í kringum það. Listaverkin skapaði hún með því að nota blandaða tækni þar sem hún blandar saman málverki og textíl.   

Málverk þeirra hjóna prýða marga veggi heimilisins en tvö fjögurra metra há og tveggja metra breið plexíglerlistaverk eftir Bjarna skipta upp rýminu á milli stofunnar og eldhúss heimilisins og má segja að þau séu hluti af arkitektúr íbúðarinnar.

Plexíglerverk Bjarna eru notuð til þess að skipta uppi rýmum …
Plexíglerverk Bjarna eru notuð til þess að skipta uppi rýmum heimilisins. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Bjarni vinnur mikið með plexígler þegar hann skapar listaverk sín sem margir hafa tengt við abstrakt expressionisma. „Hugmyndin að plexíglerinu kom til þess að losna við flötinn og leyfa málverkinu að flæða í rýminu,“ segir Bjarni. „Eða að rýmistengja málverkið.“

Í lokin bætir Bjarni við að heimilið sé hannað af þeim sjálfum og þau séu ekkert að eltast eftir neinum sérstökum stíl, þau velji bara það sem lætur þeim líða vel.

Hægt er að sjá listaverk Ragnheiðar og Bjarna á heimasíðum þeirra ragnheidurart.is og bjarnisig.com.

Listaverk Bjarna mynda sturtu heimilisins.
Listaverk Bjarna mynda sturtu heimilisins. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Eldhúsið er bjart og fallegt.
Eldhúsið er bjart og fallegt. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Mikið af fjölbreyttum stílum má sjá í íbúðinni.
Mikið af fjölbreyttum stílum má sjá í íbúðinni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Vinnustofa þeirra hjóna er björt og falleg og er við …
Vinnustofa þeirra hjóna er björt og falleg og er við hliðina á heimili þeirra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál