Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

Sarah Lineberger er blómaskreytingakona Beyoncé.
Sarah Lineberger er blómaskreytingakona Beyoncé. samsett

Mikið umtal hefur verið í kringum myndir sem Beyoncé birti á Instagram bæði þegar hún tilkynnti óléttu sína og þegar hún birti fyrstu mynd af tvíburum sínum. Á báðum myndum er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. 

Blómaskreytingin fyrir aftan Beyoncé er stórfengleg.
Blómaskreytingin fyrir aftan Beyoncé er stórfengleg. skjáskot/Instagram

Blómaskreytingin skartar meðal annars rósum og fagurfíflum í alls kyns litum og er hún gjörsamlega stórkostleg.

Konan á bak við skreytinguna, Lineberger, er aðeins 28 ára gömul og hefur verið að vinna við blómaskreytingar síðan hún var 15 ára. Lineberger var fljót að koma sér á toppinn í bransanum og hefur aldrei verið farsælli en fyrir nokkrum dögum gerði hún stórfenglega blómaskreytingu fyrir Miley Cyrus.

skjáskot/Instagram

Í viðtali við tímaritið Curbed sagðist Lineberger fyrst ætla að gerast innanhússhönnuður, en svo hafi hún séð hvað blóm geta umbreytt rými og ákvað að einbeita sér aðeins að blómaskreytingum.  

Lineberger segist reyna að skapa blómaskreytingar sem eru allt öðruvísi en fólk er vant og leikur sér að því að koma fólki á óvart. 

Blómaskreyting eftir Lineberger á forsíðu tímaritsins Bazaar.
Blómaskreyting eftir Lineberger á forsíðu tímaritsins Bazaar. skjáskot/Instagram
Blómaskreyting eftir Lineberger.
Blómaskreyting eftir Lineberger. skjáskot/Instagram
Lineberger er hörkudugleg og vinnur mikið fyrir farsæld sinni.
Lineberger er hörkudugleg og vinnur mikið fyrir farsæld sinni. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál