Gróf sveitastemming hjá HAF studio

Innréttingarnar passa vel við vörur Rammagerðarinnar.
Innréttingarnar passa vel við vörur Rammagerðarinnar. ljósmynd/Gunnar Sverrisson

HAF studio fékk það verkefni að hanna innréttingar í nýja búð Rammagerðarinnar í nýju eldfjallasetri á Hvolsvelli. Hafsteinn Júlíusson hönnuður hjá HAF studio segir að þau hafi viljað upphefja grófa íslenska sveitastemmingu á nútímalegan og fágaðan hátt. 

„Basalt Arkitektar teiknuðu húsið og féll þeirra hönnun mjög vel að okkar pælingum þar sem notuð eru náttúrlega gæðaefni sem eiga það öll sameiginlegt að veðrast vel með tímanum,“ segir Hafsteinn. 

Nóg hefur verið að gera hjá HAF studio og er ekkert lát á en ásamt því að vera vinna að veitingastað og verslun eru þau að setja upp nýja verslun og flytja vinnustofuna á Geirsgötu í gamla verbúð. 

Hér má sjá myndir af nýju búðinni. 

ljósmynd/Gunnar Sverrisson
ljósmynd/Gunnar Sverrisson
ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál