Birtist óvænt í vinsælli hönnunarbók

Hönnun Ellu birtist í hönnunarbók vinsælasta húsgagnaframleiðanda Evrópu án hennar …
Hönnun Ellu birtist í hönnunarbók vinsælasta húsgagnaframleiðanda Evrópu án hennar vitneskju. Ljósmynd/Samsett

Innanhúsarkitektinum Elínu Þorsteinsdóttur, eða Ellu eins og hún er alltaf kölluð, brá heldur betur í brún þegar myndir af íbúðahóteli sem hún hannaði í Urðarhvarfi í Kópavogi blöstu við henni á síðum hönnunarbókar eins stærsta húsgagnaframleiðanda í Evrópu. Hótelið heitir Icelandic Apartments og er staðsett í Urðahvarfi 4 í Kópavogi.

Ellu var boðið á hönnunarsýninguna Salone del Mobile í Mílanó fyrr á árinu þar sem hótelið var valið í hönnunarbók framleiðandans Colombini. „Ég sá þessar myndir án þess að hafa hugmynd um að þær yrðu í bókinni svo það var mjög óvænt ánægja,“ segir Ella í samtali við mbl.is.

Hótelið opnaði í febrúar á þessu ári, en Ella var fengin í verkið í maí í fyrra. „Það var búið að panta húsgögnin þegar ég kom að verkinu og þau voru öll í appelsínugulum, grænum, rauðum og gulum litum,“ segir Ella og ákvað þá að hún yrði að búa til einhverja hugmynd í kringum hönnunina til þess að púsla þessu saman.

Eftir miklar pælingar ákvað Ella að skipta íbúðum hótelsins í helming og hanna 20 íbúðir í litum norðurljósanna og hinar 20 í litum hraunkvikunnar en þannig fengu litir húsgagnanna að njóta sín sem best.

Ella bætir við að það hafi verið svo mikið að gera hjá henni í sumar að hún hafi hreinlega verið búin að gleyma þessu verkefni þegar hún sá það í hönnunarbókinni. Nú er hún ný búin að opna skrifstofu að Fornubúðum í Hafnafirði og heldur áfram að vinna að skemmtilegum og spennandi verkefnum.

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál