100 ára bleikum kofa breytt í nútímahöll

Ljósmynd/Rory Gardiner

Í litlu hverfi í Los Angeles stendur lítill bleikur kofi sem var byggður fyrir nærri 100 árum. Mexí­kanska arkitektúrsstofan Productora fékk það verkefni í hendurnar að gera kofann upp fyrir núverandi íbúa þess. Eftir að hafa búið í kofanum gamla í 15 ár langaði íbúana að gera hann upp og gefa honum smá nútímalegan blæ. Þeim þótti samt ótrúlega vænt um kofann og vildu alls ekki rífa hann.

Útkoman var algjört meistaraverk og hefur sópað að sér hönnunarverðlaunum úti um allan heim.

Arkitektarnir ákváðu að halda í upprunalegt form kofans en byggðu stórfenglega viðbyggingu fyrir aftan hann úr blárri burðargrind sem veitir skemmtilega mótstöðu við upprunalega bleika litinn.

Inn í húsinu eru grænir og bleikir tónar notaðir saman sem gefur heimilinu mikla orku og hlýju. Arkitektarnir unnu einnig mikið með opin rými og stóra glugga svo að heimilið er bjart og fallegt.

Hér er ítarlegri umfjöllun um heimilið frá tímaritinu Dwell.

Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner
Ljósmynd/Rory Gardiner

Ert þú að fylgjast með Smartland á Instagram? Smelltu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál