Baðkarið var í eldhúsinu

Susan Sarandon hefur ekki alltaf búið við fimm stjörnu lúxus.
Susan Sarandon hefur ekki alltaf búið við fimm stjörnu lúxus. mbl.is/AFP

Það er stórt skref að flytja að heiman en það er óraunsætt að ætla sér að fyrsta íbúðin sé eins og klippt úr úr Bo Bedre. Hollywood-stjörnur búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Architectural Digest spurði nokkrar stjörnur út í fyrstu og mögulega verstu íbúðina sem þau bjuggu í. 

Leikkonan Susan Sarandon

Sarandon bjó í East Village í New York með kærastanum sínum. „Þetta var ein af þeim íbúðum þar sem klósettið var á ganginum og baðkarið var í eldhúsinu, svo þegar þú þurftir á klósettið mættirðu einhverjum sem þú þekktir ekki,“ segir Sarandon og bætir því við að það hafi verið erfitt.

Transparant-leikkonan Judith Light

Light bjó eitt sinn í hrörlegri íbúð í New York þar sem ekki var hægt að loka gluggunum. „Þegar það var vetur snjóaði á sófann af því hann var við gluggann,“ sagði Light en þegar umboðsmaður hennar kom inn í íbúðina bað hann hana um að endurskoða húsnæðisaðstöðu sína.

Viðskiptamaðurinn Mark Cuban

Cuban, sem hefur það ansi gott í dag og á meðal annars NBA-liðið Dallas Mavericks, bjó eitt sinn í íbúð í Dallas með sex strákum, svefnherbergin voru aðeins tvö. „Ég svaf á gólfinu. Ég var ekki með skáp. Ég var ekki með skúffu, allt dótið mitt var í hrúgu,“ segir Cuban sem átti aðeins eitt handklæði sem hann fékk lánað á móteli.

Judith Light.
Judith Light. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál