Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix svarar spurningum lesenda Smartlands varðandi innanhússhönnun. Hér er hún spurð út í eldhúsbekk. 

Sæl Sesselja

Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.

Getur þú mælt með einhverju – Ég er ekkert endilega að skoða með geymslu en þó væri það kostur.

Mig langar bara aðeins að skoða „út fyrir boxið“.

 

Kveðja

Guðrún Sólveig.

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg

Heil og sæl Guðrún.

Það eru til ýmsar lausnir fyrir svona bekki.

En ég myndi fyrst og fremst ráðleggja þér val eftir fjölskyldumynstri. Útlitið fylgir svo fast á eftir.

  1. Ef þú ert með ung börn á heimilinu myndi ég velja bekk sem auðvelt er að þrífa – því einfaldara því betra. Slepptu krúsídúllum, púðum og slíku ef það er raunin. Fáðu þér þá frekar eitthvað með mynstri í ef þú vilt meiri fyllingu.
  2. Ef þú vilt geymslu þá myndi ég huga að því að byggja inn lágar einingar, annaðhvort með skúffum eða hlera og láta svo bólstra setur ofan á það.
  3. Ef þú vilt fá eitthvað létt ásýndar myndi ég velja bekk í sama/svipuðum lit og innréttingin. Láta þá jafnvel teikna bekk sem er festur beint á veggina svo að einfaldara sé að þrifa undir honum.
  4. Veldu vínil-/eco-leður frekar en tau ef þú ert með ung börn. Ef þú aftur á móti vilt algjörlega tauið þá hafðu í huga að bómullarblöndur taka mest í sig, hugaðu frekar að ullar-/gerviefnablöndu.

Einnig fást vökvafráhrindandi blöndur sem þú getur spreyjað yfir – til dæmis hjá Zenus svo eitthvað sé nefnt.

  1. Annað sem hefur verið að koma sterkt inn eru litlir nettir sófar inn í eldhús – dásamleg hugmynd ef að aðstæðurnar eru réttar. Eina sem þú þarft að passa er að hann sé frekar hár ef þú ætlar að setja hann við borðstofuborðið.

Gangi þér vel – ég vona að þessar ábendingar hjálpi þér á leiðarenda.

Kveðja

Fröken Fix

Þessi bekkur fæst í Húsgagnahöllinni.
Þessi bekkur fæst í Húsgagnahöllinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál