Heillandi piparsveinaíbúð í 101

Magnús Júlíusson býr ákaflega vel í huggulegri íbúð í miðbænum.
Magnús Júlíusson býr ákaflega vel í huggulegri íbúð í miðbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur.

Magnús festi kaup á íbúðinni í sumar og hans fyrsta verk eftir að hann fékk afhent var að láta mála íbúðina. Liturinn sem varð fyrir valinu heitir Glowing Paris og kemur frá Sérefni. Liturinn er hlýr og fallegur og setur mikinn svip á íbúðina. Öll íbúðin er máluð í þessum lit nema svefnherbergið, það er málað í tveimur tónum dekkri lit. Þessi blái litur er vel við hæfi því Magnús er alveg blár í gegn eins og sagt er en um tíma var hann formaður SUS.

Blái sófinn og barinn koma úr Snúrunni. Rókókó-stólarnir koma úr ...
Blái sófinn og barinn koma úr Snúrunni. Rókókó-stólarnir koma úr fjölskyldu Magnúsar en hann lét yfirdekkja þá með skinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúðin sjálf er einföld og smekkleg í grunninn með hvítri sprautulakkaðri innréttingu í eldhúsinu og rúmgóðri eyju. Eldhúsið er opið inn í stofu og því lagði Magnús mikið upp úr því að fá gott borðstofuborð því honum finnst gaman að elda og fá vini í heimsókn.

„Ég keypti íbúðina út af staðsetningunni og svo heillaðist ég af lofthæðinni og gluggunum,“ segir Magnús en lofhæðin í íbúðinni er tæpir þrír metrar. Íbúðin var í þokkalegu standi og þurfti ekki að fara út í neinar stórar framkvæmdir heldur var nóg að mála. Þegar ég spyr Magnús hvað honum finnist skipta mestu máli þegar kemur að heimilinu segist hann hafa lagt upp úr því að fá sér þægilegan, djúpan og góðan sófa. Svo er hann mjög hrifinn af marmara.

„Sófinn sem er úr flaueli kemur frá Bolia sem fæst í Snúrunni. Þar sem ég hef aldrei gengið í flauelsfötum fannst mér upplagt að fá mér flauelssófa. Þessi sófi varð strax í miklu uppáhaldi. Svo langaði mig í marmaraborðstofuborð og kemur frá Design By Us,“ segir hann. Við borðið er Magnús með samansafn af stólum sem passa vel saman.

Skáparnir eru úr Snúrunni og líka borðstofuborðið sem er úr ...
Skáparnir eru úr Snúrunni og líka borðstofuborðið sem er úr marmara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Upp við vegginn við hliðina á borðstofuborðinu er Magnús með nokkrar hillueiningar sem mynda fallega heild. Þær eru bæði sprautulakkaðar gráar og úr hnotu. Lagið á þeim er fallegt og þannig hannaðar að það er gaman að raða bókum og skrautmunum upp á heillandi hátt. Á veggnum fyrir ofan hillurnar hanga tvær myndir eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 

Heimilið er glansandi fínt þegar ég og Kristinn Magnússon ljósmyndari heimsækjum Magnús. Hann er spurður að því hvort hann sé snyrtipinni. Eftir smá þref játar hann að hann vilji hafa heimilið fínt.

„Mér finnst samt hræðilega leiðinlegt að þrífa og kýs að kaupa þá þjónustu. Annað get ég séð um sjálfur. Amma mín yrði nú ekki ánægð með mig núna því hún lagði mikinn metnað í að kenna mér að þrífa,“ segir hann og hlær.

Liturinn Glowing París frá Sérefni prýðir íbúðina.
Liturinn Glowing París frá Sérefni prýðir íbúðina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Í stofunni er flottur heimabar. Þegar ég spyr Magnús hvort hann taki JR Ewing á þetta og fái sér sjúss eftir erfiða daga á skrifstofunni játar hann að hann fái sér nú alveg einn og einn.

„Mér finnst gott að fá mér einn dreitil þegar ég kem heim,“ segir hann. Spurður að því hvað hann geri þegar hann kemur heim úr vinnunni (annað en að drekka af heimabarnum) játar hann að honum finnst gaman að spila einn og einn tölvuleik.

„Ég les líka mikið af fræðibókum þegar ég er heima og það geri ég í bláa flauelssófanum. Ég geri líka töluvert af því að vinna heima og ef ég er að vinna í tölvunni finnst mér best að sitja við borðstofuborðið.“

Það er ekki mjög langt síðan Magnús varð einhleypur eftir langt samband. Hann segir að það taki tíma að venjast piparsveinalífinu.

„Maður þarf að læra að umbera sjálfan sig og kunna að vera með sjálfum sér. Það er gott að fara í gegnum það þótt það sé erfitt á köflum.“  

Magnús spilar ekki bara tölvuleiki og les fræðibækur. Honum finnst gaman að fá vini sína í mat. Hann segir að það sé reyndar ekki komin nein svakaleg reynsla því hann er það nýfluttur inn.

„Ég hef gaman að vera með vinum mínum og miðað við mætingu þeirra til mín þá hlýtur þeim að finnst ég skemmtilegur. Vinirnir hafa þó komið nokkrum sinnum í mat til mín,“ segir hann.

Sérblað um Heimili og hönnun fylgir Morgunblaðinu í dag. Blaðið er 64 síður og afar veglegt. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Apinn frá Kaj Bojensen er á sínum stað.
Apinn frá Kaj Bojensen er á sínum stað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Demanturinn frá Reflections Copenhagen er arfasmart inni í svefnherbergi.
Demanturinn frá Reflections Copenhagen er arfasmart inni í svefnherbergi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þegar Magnús flutti inn var þessi hvíta sprautulakkaða eldhúsinnrétting.
Þegar Magnús flutti inn var þessi hvíta sprautulakkaða eldhúsinnrétting. mbl.is/Kristinn Magnússon
Spegillinn á veggnum er frá Reflections Copenhagen. Hann fæst í ...
Spegillinn á veggnum er frá Reflections Copenhagen. Hann fæst í Snúrunni og líka borðið sem er undir speglinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Magnús notar marmaraborðið sem vinnuborð þegar hann vinnur heima hjá ...
Magnús notar marmaraborðið sem vinnuborð þegar hann vinnur heima hjá sér. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Var eitt ár að kynna sér innihaldsefni

06:00 Dark Force of Pure Nature er rakasprey fyrir andlit hannað af þeim Ásgeiri Hjartarsyni og Bergþóru Þórsdóttur, eigendum förðunarskólans Mask Academy. Rakaspreyið, sem er meðal annars unnið úr þara, gefur húðinni aukinn raka, vörn og ljóma. Meira »

Tískuamman settist í hönnunarstólinn

Í gær, 23:59 Iris Apfel er 96 ára með eftirtektaverðan fatastíl. Apfel kann ekki bara að meta fallega fatahönnun heldur líka húsgagnahönnun og hefur hannað sína eigin húsgagnalínu. Meira »

Fólk með vefjagigt ætti að forðast þetta

Í gær, 21:00 Auðvitað erum við öll mismunandi og hinar ýmsu fæðutegundir fara misvel í fólk. Þó hafa ýmsar rannsóknir sýnt að ákveðnar fæðutegundir geta virkað ertandi og ýtt undir enn meiri bólgur í líkamanum, ásamt því að hafa áhrif á taugakerfið. Meira »

Ertu búin að fá þér myrru fyrir jólin?

Í gær, 18:00 Þar sem þakkargjörðarhátíðin er nýafstaðin er kominn tími til að spá í ilmvatnið fyrir jólin. Jólamánuðurinn er tími spennu og tilhlökkunar og þá skiptir miklu að ilmkjarninn styðji við það ástand sem mann langar að vera í fyrir jólin. Meira »

Smart og klassísk jólaförðun

Í gær, 15:00 Jólin eru á næsta leiti og margar farnar að huga að því hverju þær ætla að klæðast um jólin. Jólakjóllinn er eitt en förðunin er ekki síður mikilvæg. Snyrtivörumerkið Max Factor veit hvernig við eigum að nota vörurnar sem það framleiðir og er hægt að læra fantaflott og heillandi trix hér. Meira »

Bjuggu til jólatré úr klósettburstum

Í gær, 12:00 Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís bjuggu til jólatré úr klósettpappír í ár. Áður hafa þær meðal annars búið til jólatré úr 85 klósettburstum. Vinnan við öðruvísi og frumleg jólatré styttir biðina eftir jólunum. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

í gær Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

Jóladressið enn þá í vinnslu

Í gær, 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur. Meira »

78 ára og saknar sjálfsfróunar

í fyrradag „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

í fyrradag Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

í fyrradag Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

í fyrradag Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

í fyrradag G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

14.12. „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

14.12. Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

í fyrradag Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

15.12. Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

14.12. Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

14.12. Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »