Heillandi piparsveinaíbúð í 101

Magnús Júlíusson býr ákaflega vel í huggulegri íbúð í miðbænum.
Magnús Júlíusson býr ákaflega vel í huggulegri íbúð í miðbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur.

Magnús festi kaup á íbúðinni í sumar og hans fyrsta verk eftir að hann fékk afhent var að láta mála íbúðina. Liturinn sem varð fyrir valinu heitir Glowing Paris og kemur frá Sérefni. Liturinn er hlýr og fallegur og setur mikinn svip á íbúðina. Öll íbúðin er máluð í þessum lit nema svefnherbergið, það er málað í tveimur tónum dekkri lit. Þessi blái litur er vel við hæfi því Magnús er alveg blár í gegn eins og sagt er en um tíma var hann formaður SUS.

Blái sófinn og barinn koma úr Snúrunni. Rókókó-stólarnir koma úr ...
Blái sófinn og barinn koma úr Snúrunni. Rókókó-stólarnir koma úr fjölskyldu Magnúsar en hann lét yfirdekkja þá með skinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúðin sjálf er einföld og smekkleg í grunninn með hvítri sprautulakkaðri innréttingu í eldhúsinu og rúmgóðri eyju. Eldhúsið er opið inn í stofu og því lagði Magnús mikið upp úr því að fá gott borðstofuborð því honum finnst gaman að elda og fá vini í heimsókn.

„Ég keypti íbúðina út af staðsetningunni og svo heillaðist ég af lofthæðinni og gluggunum,“ segir Magnús en lofhæðin í íbúðinni er tæpir þrír metrar. Íbúðin var í þokkalegu standi og þurfti ekki að fara út í neinar stórar framkvæmdir heldur var nóg að mála. Þegar ég spyr Magnús hvað honum finnist skipta mestu máli þegar kemur að heimilinu segist hann hafa lagt upp úr því að fá sér þægilegan, djúpan og góðan sófa. Svo er hann mjög hrifinn af marmara.

„Sófinn sem er úr flaueli kemur frá Bolia sem fæst í Snúrunni. Þar sem ég hef aldrei gengið í flauelsfötum fannst mér upplagt að fá mér flauelssófa. Þessi sófi varð strax í miklu uppáhaldi. Svo langaði mig í marmaraborðstofuborð og kemur frá Design By Us,“ segir hann. Við borðið er Magnús með samansafn af stólum sem passa vel saman.

Skáparnir eru úr Snúrunni og líka borðstofuborðið sem er úr ...
Skáparnir eru úr Snúrunni og líka borðstofuborðið sem er úr marmara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Upp við vegginn við hliðina á borðstofuborðinu er Magnús með nokkrar hillueiningar sem mynda fallega heild. Þær eru bæði sprautulakkaðar gráar og úr hnotu. Lagið á þeim er fallegt og þannig hannaðar að það er gaman að raða bókum og skrautmunum upp á heillandi hátt. Á veggnum fyrir ofan hillurnar hanga tvær myndir eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 

Heimilið er glansandi fínt þegar ég og Kristinn Magnússon ljósmyndari heimsækjum Magnús. Hann er spurður að því hvort hann sé snyrtipinni. Eftir smá þref játar hann að hann vilji hafa heimilið fínt.

„Mér finnst samt hræðilega leiðinlegt að þrífa og kýs að kaupa þá þjónustu. Annað get ég séð um sjálfur. Amma mín yrði nú ekki ánægð með mig núna því hún lagði mikinn metnað í að kenna mér að þrífa,“ segir hann og hlær.

Liturinn Glowing París frá Sérefni prýðir íbúðina.
Liturinn Glowing París frá Sérefni prýðir íbúðina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Í stofunni er flottur heimabar. Þegar ég spyr Magnús hvort hann taki JR Ewing á þetta og fái sér sjúss eftir erfiða daga á skrifstofunni játar hann að hann fái sér nú alveg einn og einn.

„Mér finnst gott að fá mér einn dreitil þegar ég kem heim,“ segir hann. Spurður að því hvað hann geri þegar hann kemur heim úr vinnunni (annað en að drekka af heimabarnum) játar hann að honum finnst gaman að spila einn og einn tölvuleik.

„Ég les líka mikið af fræðibókum þegar ég er heima og það geri ég í bláa flauelssófanum. Ég geri líka töluvert af því að vinna heima og ef ég er að vinna í tölvunni finnst mér best að sitja við borðstofuborðið.“

Það er ekki mjög langt síðan Magnús varð einhleypur eftir langt samband. Hann segir að það taki tíma að venjast piparsveinalífinu.

„Maður þarf að læra að umbera sjálfan sig og kunna að vera með sjálfum sér. Það er gott að fara í gegnum það þótt það sé erfitt á köflum.“  

Magnús spilar ekki bara tölvuleiki og les fræðibækur. Honum finnst gaman að fá vini sína í mat. Hann segir að það sé reyndar ekki komin nein svakaleg reynsla því hann er það nýfluttur inn.

„Ég hef gaman að vera með vinum mínum og miðað við mætingu þeirra til mín þá hlýtur þeim að finnst ég skemmtilegur. Vinirnir hafa þó komið nokkrum sinnum í mat til mín,“ segir hann.

Sérblað um Heimili og hönnun fylgir Morgunblaðinu í dag. Blaðið er 64 síður og afar veglegt. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Apinn frá Kaj Bojensen er á sínum stað.
Apinn frá Kaj Bojensen er á sínum stað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Demanturinn frá Reflections Copenhagen er arfasmart inni í svefnherbergi.
Demanturinn frá Reflections Copenhagen er arfasmart inni í svefnherbergi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þegar Magnús flutti inn var þessi hvíta sprautulakkaða eldhúsinnrétting.
Þegar Magnús flutti inn var þessi hvíta sprautulakkaða eldhúsinnrétting. mbl.is/Kristinn Magnússon
Spegillinn á veggnum er frá Reflections Copenhagen. Hann fæst í ...
Spegillinn á veggnum er frá Reflections Copenhagen. Hann fæst í Snúrunni og líka borðið sem er undir speglinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Magnús notar marmaraborðið sem vinnuborð þegar hann vinnur heima hjá ...
Magnús notar marmaraborðið sem vinnuborð þegar hann vinnur heima hjá sér. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Emblurnar fögnuðu 10 ára afmæli

Í gær, 23:59 Emblurnar voru í miklu stuði á Hilton - Vox Club þegar hópurinn fagnaði 10 ára afmæli sínu.   Meira »

Fékk nýtt eldhús fyrir 37.000 kr.

Í gær, 21:00 Sandra Gunnarsdóttir fékk nýtt eldhús með því að filma innréttinguna og mála eldhúsið bleikt. Útkoman er stórkostleg.   Meira »

Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

Í gær, 18:00 Tommy Hilfiger segir línu sem er hönnuð með fólk með sérþarfir í huga vera þátt í því að gera tísku lýðræðislegri.   Meira »

Kauphegðunin er stundum aðeins of ýkt

Í gær, 15:00 Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri snyrtivöru og fatnaðar hjá Ölgerðinni og förðunarfræðingur, hefur heillandi fatastíl. Hún elskar hönnun Christopher Bailey fyrir Burberry en hún kaupir líka notuð föt ef hún er í þannig stuði. Meira »

Tóku út loðfeldi og tónuðu litina niður

Í gær, 12:00 Hulda Karlotta Kristjánsdóttir, hönnuður og gæðastjóri hjá ZO•ON, hóf störf hjá fyrirtækinu 2014 en hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hóf feril sinn hjá Lazytown við gerð búninga og svo færði hún sig yfir til Nikita þar sem hún starfaði í níu ár. Hjá Nikita var hún meira að vinna í götutískunni en tók líka þátt í hönnun á brettafatnaði fyrirtækisins. Meira »

Byrjar daginn á útihlaupum

Í gær, 09:00 Lilja Alfreðsdóttir tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin fara í skólann á morgnana.   Meira »

„Mér að kenna að ég var feit“

í fyrradag „Ég er mjög meðvituð um líkama minn. Svona mikið þyngdartap hefur tekið sinn toll og nú er ég með sex kíló af lausri húð á maganum sem ég gyrði ofan í nærbuxurnar,“ segir Gemma Glover sem gerði nokkrar tilraunir til þess að grennast. Meira »

Of stórir skapabarmar – hvað er til ráða?

Í gær, 06:00 Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað sé til ráða vegna of stórra skapabarma og hvað hún sé lengi að jafna sig. Meira »

Myndaði fullnægingar til að opna umræðuna

í fyrradag Brasilískur ljósmyndari myndaði 20 konur áður, á meðan og eftir fullnægingu. Kynferðislegur unaður kvenna á ekki að vera tabú. Meira »

Stjörnurnar fengu að kaupa úr línunni

í fyrradag Kirsten Dunst, Kate Bosworth og Zendaya Coleman voru á meðal gesta í gærkvöld þegar ERDEM x H&M línan var kynnt í Los Angeles. Boðið var upp á tískusýningu í Ebell-salnum sem er heimfrægur. Þessi lína verður fáanleg í Smáralind 2. nóvember hérlendis. Meira »

Jakkinn sem Katrín elskar

í fyrradag Katrín á ekki bara einn tvíhnepptan jakka frá Philosophy di Lorenzo Serafini, hún á tvo. Einn rauðan og einn bláan. Af hverju eða kaupa bara eitt stykki ef maður finnur eitthvað sem maður fílar? Meira »

Frelsaðist frá vigtinni

í fyrradag Sylvía Ósk Rodriguez er tæplega þrítug gift tveggja barna móðir í Borgarnesi. Í fjórtán ár rokkaði hún upp og niður á vigtinni og var ekki glöð og kát nema vera í kringum 70 kíló. Hún segir að það sé rangt að einblína bara á vigtina og horfa þurfi á hreyfingu og mataræði í heild sinni, ekki bara út frá tölu á vigtinni. Meira »

Svali er byrjaður að undirbúa flutning

í fyrradag „Ekki hefði ég getað ímyndað mér hvað við eigum mikið af óþarfa dóti. Þetta kemur í ljós þegar maður fer í gegnum skápana. Úlpurnar, peysurnar, útivistarfötin, íþróttafötin, fínu fötin og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara það, hvað með bollastellið, glösin, diskana, eldföstu mótin og allt það dót. Þetta þarf allt að fara, þar sem við höfum ekki stað til að geyma allt þetta dót á,“ segir Sigvaldi Kaldalóns. Meira »

Limstærðin ekki vandamál

18.10. „Það kom ekki upp neitt vandamál þegar við loksins stunduðum kynlíf. Ég var meira en vel fullnægð. Hann trúir mér ekki og það er að gera hann þunglyndan.“ Meira »

Raunhæft að léttast um hálft kíló á viku

18.10. Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Iceland Fitness, er með puttann á púlsinum þegar kemur að líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

18.10. Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Grænmetisætur eru ekki veikari

í fyrradag Þórdís Ása Dungal er 25 ára einkaþjálfari og hóptímakennari með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hún hætti að borða kjöt og segir að grænmetisætur geti alveg verið sterkar og stæltar. Það þurfi ekki kjötát til þess. Hún er líka á móti fæðubótarefnum og segir að fæst þeirra virki fyrir hana. Meira »

Beckham póstar mynd af Daníel Darra

18.10. Viktoría Beckham birti mynd af syni Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur á Instagram þar sem hann og sonur hennar drekka eplasafa úr vínglösum við sundlaugarbakka. Meira »

Kótelettur í raspi bestar

18.10. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Salka Sól talar um eineltið

18.10. Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »