Nauðsynlegt að vera með teppi á gólfum

Mottur eru að verða nauðsynlegar í stofuna.
Mottur eru að verða nauðsynlegar í stofuna. skjáskot/Pinterest

Mikið hefur farið fyrir fallegum mottum í innanhússhönnun síðustu misserin. En það eru ekki bara mínímalískar einlitar mottur sem eru vinsælar heldur líka þessar gömlu góðu með mynstrinu sem og skræpóttar mottur. 

Mottur eru ekki bara settar á eldhúsgólf til þess að gera gólfið þægilegra og notalegra heldur eru þær líka á eldhúsgólfum vegna þess að það þykir smart. Jafnvel má sjá dæmi um venjulegar mottur inni á baðherbergjum. Mottur í stofum eru þó vinsælastar. 

Það er mikilvægt að motturnar séu ekki of litlar en ef motta er á stofugólfinu er mikilvægt að þeir sófar og stólar sem eru í kringum mottuna nái vel inn á mottuna. Þannig má stækka rýmið. 

Hér má sjá fallegar mottur og hvernig hægt er að koma þeim fyrir í mismunandi herbergjum. 

Það er ekki bara þægilega að hafa mottur í eldhúsum …
Það er ekki bara þægilega að hafa mottur í eldhúsum heldur er það líka smart. skjáskot/Pinterest
Þessi klassíska motta kemur flott út inni á baðherbergi.
Þessi klassíska motta kemur flott út inni á baðherbergi. skjáskot/Pinterest
Klassískar mottur eins og þessi eru vinsælar.
Klassískar mottur eins og þessi eru vinsælar. skjáskot/Pinterest
Passað er að mottan fari undir bæði rúmið og stólinn.
Passað er að mottan fari undir bæði rúmið og stólinn. skjáskot/Pinterest
Algengt er að fremri stólfæturnir nái inn á mottuna.
Algengt er að fremri stólfæturnir nái inn á mottuna. skjáskot/Pinterest

Fylgstu með heimilistrendunum á Smartlands Instagraminu. 

Blái liturinn hækkar fasteignaverð www.smartland.is

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Jul 3, 2017 at 2:41am PDT






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál