Baðherbergið klárað korter í jól

Stofan er rúmgóð og björt, enda snúa gluggarnir í suður.
Stofan er rúmgóð og björt, enda snúa gluggarnir í suður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í björtu raðhúsi í Fossvoginum hefur fjögurra manna fjölskylda komið sér vel fyrir. Húsið var komið til ára sinna þegar skötuhjúin fluttu inn fyrir tveimur árum og hafa þau staðið í miklum framkvæmdum síðan þá. Nú sér loks fyrir endann á streðinu, þótt ýmislegt sé enn á dagskrá. Enda eilífðarverkefni að eiga fasteign. 

„Við fluttum inn fyrir tveimur árum, en lítið hafði verið gert fyrir húsið fram að því. Það reyndist því nauðsynlegt að ráðast í endurbætur, en meðan á þeim stóð sváfum við öll á dýnum á gólfinu í einu herbergi. Það fyrsta sem við gerðum var að brjóta niður vegg og stækka eldhúsið. Lengi vel vorum við því ekki með eldhúsaðstöðu heldur notuðumst við lítinn ferðakæli og samlokugrill. Það voru því pantaðar ófáar pítsur á þessum tíma,“ segir húsfreyjan og bætir við að ástandið hafi ekki skánað þegar í ljós kom að ráðast þurfti í endurbætur á baðherberginu.

„Upphaflega ætluðum við ekki að taka baðherbergið í gegn. Það reyndist þó nauðsynlegt og vorum við því lengi vel hvorki með nothæft eldhús né baðherbergi. Sem betur fer er gestasnyrting í íbúðinni, auk þess sem Laugardalslaugin er í nágrenninu.“

Fjölskyldan flutti inn að hausti til, en eldhúsið var komið í gagnið skömmu fyrir jól. Baðherbergið var svo formlega tekið í gagnið á Þorláksmessu.

„Það var mikil gleði þegar þessum helstu framkvæmdum var lokið og við náðum jafnvel að halda matarboð hér á aðfangadag. Síðan höfum við hægt og rólega dundað okkur við að breyta og bæta. Íbúðin er að mestu leyti klár, þótt okkur langi að taka þvottahúsið og forstofuna í gegn seinna meir. Það verður þó að bíða betri tíma. Garðurinn er einnig úr sér vaxinn. Það verður eflaust verkefni næstu ára að koma honum í gagnið, enda erum við ekki með neitt sérlega græna fingur,“ segir húsfreyjan. En hvernig skyldi fjölskyldunni líða á nýja heimilinu?

„Það fer voðalega vel um okkur. Það er engu logið um að besta veðrið sé í Fossvoginum, garðurinn okkar snýr í hásuður og er sólríkur og notalegur. Við sjáum allavega ekki fram á að flytja okkur um set næstu árin.“

Íbúðin er á pöllum, eins og algengt er í Fossvoginum.
Íbúðin er á pöllum, eins og algengt er í Fossvoginum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Húsfreyjan hefur gaman af skrýtnum skrautmunum.
Húsfreyjan hefur gaman af skrýtnum skrautmunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krúttlegir smámunir eru á víð og dreif um húsið.
Krúttlegir smámunir eru á víð og dreif um húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Húsin í Fossvoginum eru þekkt fyrir stóra glugga.
Húsin í Fossvoginum eru þekkt fyrir stóra glugga. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nokkrar pottaplöntur lifa góðu lífi á heimilinu.
Nokkrar pottaplöntur lifa góðu lífi á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fyrsta verk húsráðenda var að brjóta niður vegg til að …
Fyrsta verk húsráðenda var að brjóta niður vegg til að stækka eldhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Í eldhúsinu má finna platta eftir Línu Rut, sem og …
Í eldhúsinu má finna platta eftir Línu Rut, sem og kleinuhringi eftir listakonuna Tinnu Roayl. mbl.is/Kristinn Magnússon
Forláta espressovél er í uppáhaldi hjá heimilisföðurnum.
Forláta espressovél er í uppáhaldi hjá heimilisföðurnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Páfuglastóllinn var keyptur fyrir spottprís á netinu.
Páfuglastóllinn var keyptur fyrir spottprís á netinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Herbergi heimasætunnar er málað í notalegum blágráum lit.
Herbergi heimasætunnar er málað í notalegum blágráum lit. mbl.is/Kristinn Magnússon
Húsbóndinn fékk lítið að leggja til málanna þegar hjónaherbergið var …
Húsbóndinn fékk lítið að leggja til málanna þegar hjónaherbergið var málað, en bleikur tónn varð fyrir valinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál