„Elska þetta allt saman“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Linnea Ahle, Gunnar Þór Gunnarsson og börnin þeirra þrjú hafa komið sér vel fyrir í notalegu og björtu raðhúsi í Fossvoginum. Fjölskyldan flutti inn í apríl og hefur gert ýmislegt til að lappa upp á heimkynnin síðan þá. Skötuhjúin eru bæði afar hrifin af byggingarstílnum sem einkennir hverfið og segja að skipulagið á húsinu henti fjölskyldunni vel. 

„Við fluttum innan hverfisins og það var einmitt það sem við vildum. Okkur hefur liðið mjög vel í þessu hverfi undanfarin fjögur ár, en það var útlit fyrir að það yrði ansi þröngt um okkur eftir að við eignuðumst tvíbura í byrjun árs. Það besta í stöðunni var því að stækka við okkur innan sama hverfis, og sem betur fer gekk það upp. Það sem heillar okkur hvað mest við hverfið eru stóru grænu svæðin innan þess, auk þess hversu lítil umferðin er. Börnin okkar munu til að mynda geta gengið í skólann án þess að fara yfir umferðargötu þegar þar að kemur,“ segir Linnea.

Húsið er málað með Nordsjö-málningu, sem fæst í Sérefni.
Húsið er málað með Nordsjö-málningu, sem fæst í Sérefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við reyndum að gera sem mest af skítverkunum áður en við fluttum inn. Þannig skiptum við um gler í stóru gluggunum sem áttu ekki mikið eftir, stækkuðum hurðarop til að hleypa inn aukinni birtu, pússuðum og lökkuðum parket og sprautuðum loftið. Þar að auki lögðum við vínilparket frá Múrbúðinni í þrjú svefnherbergi, flotuðum rýmið fyrir innan garðhurðina, teppalögðum herbergi dóttur okkar og fleira,“ segir Linnea, aðspurð hvað þau hafi gert fyrir húsið síðan þau festu kaup á því.

„Það sem er heillandi við þessi hús er að þau bjóða upp á mikla möguleika. Það er hægt að taka niður veggi og breyta ansi miklu á nokkuð einfaldan hátt.“

Linnea segist vera hæstánægð með afraksturinn, þótt þau gætu líklega haldið áfram að dytta að húsinu út í það óendanlega.

„Við gætum sennilega haldið framkvæmdunum áfram endalaust. Við njótum þess bæði og erum líka orðin betri með aukinni reynslu. Næst á dagskrá er síðan að klára eldhúsið. Við fjarlægðum efri skápana til að létta á rýminu og settum hillur í staðinn. Það gerði mjög mikið, en núna ætlum við að sprauta innréttinguna. Lokaákvörðun um lit hefur ekki enn verið tekin, en fundarhöld um efnið eru sífellt í gangi,“ segir Linnea og kímir. „Á næsta ári vonumst við síðan til þess að geta tekið baðherbergið ærlega í gegn.“

Linnea segir að líklega sé best að lýsa stílnum á heimilinu sem skandinavískum og nútímalegum í bland, auk þess sem áhersla sé lögð á hvíta, drapplitaða og gráa tóna. „En ég er líka hrifin af Art Deco, sem brýst stundum fram,“ segir Linnea sem viðurkennir að hún sé meira drífandi þegar kemur að hönnun heimilisins.

„Gunnar hefur sinn smekk og er sem betur fer óhræddur að viðra sínar skoðanir, en hann treystir mínum ákvörðunum. Í það minnsta hingað til. Sem betur fer höfum við ekki rekist á óyfirstíganlega innréttingardeilu enn, og ég á satt að segja ekki von á því,“ bætir Linnea við.

Húsgögn og skrautmunir heimilisins eru úr ýmsum áttum og finnst skötuhjúunum gaman að blanda saman ódýrum og dýrum munum úr öllum áttum.

„Mörg af húsgögnunum okkar eru úr IKEA, en þetta er síðan kryddað með hönnunarvörum eða sérstökum munum úr öðrum verslunum. Það er mjög breytilegt hvaðan munirnir koma. Nýjustu húsgögnin okkar, svo dæmi sé tekið, eru annars vegar stóll sem ég fann í Góða hirðinum og hins vegar glerskápur sem við fengum frá Þýskalandi,“ segir Linnea, sem á erfitt með að gera upp við sig hvert eftirlætis herbergið í húsinu sé.

„Ég elska þetta allt saman, en akkúrat núna er það sennilega efri stofan. Hún er kósý, en samt rúmgóð, og við eyðum mörgum stundum þar. Eldhúsið mun samt koma sterkt inn þegar við ljúkum því alveg.“

Linnea er að lokum spurð hvernig fjölskyldunni líði á nýja heimilinu, og það stendur svo sannarlega ekki á svörum.

„Bara eins og heima. Sem er besta tilfinningin.“

Áhugasamir geta fylgst með Linneu á bloggsíðunni Trendnet, þar sem hún er dugleg að deila . 

Grái liturinn á stofunni er í grábrúnum tón, en hann ...
Grái liturinn á stofunni er í grábrúnum tón, en hann nefnist Linnea Sand. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Græni liturinn nefnist Dusky Le Havre.
Græni liturinn nefnist Dusky Le Havre. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

Í gær, 23:59 Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

Í gær, 21:00 Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

Í gær, 18:00 „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

Í gær, 15:00 „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

Í gær, 12:00 Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

Í gær, 09:00 Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

í fyrradag „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

Í gær, 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

í fyrradag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

í fyrradag Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

í fyrradag Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

í fyrradag Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

í fyrradag Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

í fyrradag Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

15.10. Hormónar, sápur, stress og lélegur bólfélagi geta allt átt sinn þátt í því að konur blotna ekki í kynlífi.   Meira »

Vandað og fallegt heimili

15.10. Litapallettan er heillandi á þessu fallega heimili sem staðsett er í Suður-Afríku. Fyrirtækið ARRCC sá um innanhússhönnun heimilisins og er djarft litaval og fjölbreyttur efniviður áberandi á heimilinu. Húsið sjálft var hannað af Zuckerman Sachs-arkitektastofunni. Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

í fyrradag Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

15.10. Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

15.10. Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »

„Bara ég og strákarnir“

15.10. Melania Trump hefði getað sungið þessi orð Emmsjé Gauta er hún klæddist jakkafötum rétt eins og eiginmaður sinn og forsætisráðherra Kanada gerðu þegar Trudeau-hjónin heimsóttu Hvíta húsið. Meira »