Heillandi hönnun Bryant Alsop

Arkitektastofan Bryant Alsop á heiðurinn af þessu smekklega einbýlishúsi sem stendur í Mount Martha í Ástralíu. Húsráðendur höfðu ákveðnar hugmyndir um hvernig húsið ætti að líta út og sá Alsop um að láta drauma þeirra rætast. 

Húsið er kassalaga með stórum gluggum sem hægt er að opna upp á gátt. Samspil útisvæðis og innisvæðis er býsna fallegt og eru skilin óljós þegar allt er opnað upp á gátt. 

Eldhúsið er nokkuð stórt og vel skipulagt. Svartir og hvítir litir eru ríkjandi í eldhúsinu og má sjá svört blöndunartæki og svartan vask sem fellur vel inn í innréttinguna þar sem borðplatan er einnig svört. 

Svarti liturinn er notaður á skemmtilegan hátt. Við eyjuna í eldhúsinu eru til dæmis svartir barstólar og svo eru svartir rimlar á nokkrum stöðum sem stúka niður svæði í húsinu. Flestir veggir eru hvítmálaðir og þótt svart og hvítt mætist í húsinu þá er það samt hlýlegt því á gólfunum er fallegur viður sem skapar notalega stemningu. 

Þegar búið var að hanna húsið var fallegum húsgögnum raðað upp í hvert herbergi þannig að hvergi er óspennandi um að litast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál