Dýrasta hús í heimi

skjáskot/Time.com

Villa Les Cèdres er stórglæsilegt hús í Suður-Frakklandi en nú ætla eigendurnir að selja húsið. Ásett verð er 350 milljónir evra sem samsvarar tæpum 44 milljörðum íslenskra króna og er það dýrasta húsi í heimi samkvæmt Bloomberg

Vínframleiðandinn Davide Campari-Milano á villuna sem var byggð árið 1830. Á 19. öldinni var stunduð ólífuræktun þar og er að finna 300 ára gömul ólífutré á landareigninni. 

Það er villandi að tala um Villa Les Cèdres sem hús þar sem villan líkist frekar höll. Íburðurinn er mikill og hæfir kóngafólki. Raunin er reyndar sú að snemma á 20. öldinni keypti Leópold annar, konungur Belgíu, 14 svefnherbergja höllina og dvaldi þar í fríum. 

skjáskot/Time.com
skjáskot/Time.com
skjáskot/Time.com
skjáskot/Time.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál