Hjónin á Horninu selja 135 milljóna hús

Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Hornsins.
Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Hornsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Einbýlishúsin gerast ekki mikið glæsilegri en hús hjónanna Jakobs H. Magnússonar og Valgerðar Jóhannsdóttur. Nú er húsið komið á sölu. 

Um er að ræða húsið við Skildinganes 3 í Skerjafirði. Það er 230 fm að stærð en það var byggt 1990. 

Í húsinu er stórt og myndarlegt eldhús sem er opið inn í borðstofu. Hvítar innréttingar prýða eldhúsið og svartar granítborðplötur. Úr eldhúsinu og borðstofunni er gengið niður nokkrar tröppur til að komast í stofuna. 

Húsið er afar smekklega innréttað með fallegum munum. Þar er að finna til dæmis Maralunga-sófann sem fæst í Casa, risaljósakrónu frá Flos og fleiri fallega og eftirsótta hönnunarmuni.

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 3 og Skildinganes 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál