Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

Herbergi eins og þetta, með litlu drasli, heillar.
Herbergi eins og þetta, með litlu drasli, heillar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Mydomaine fékk nokkra sérfræðinga til að fara yfir hvað gerir gæfumuninn þegar markmiðið er að heilla gesti upp úr skónum. 

Forstofan

Það skiptir máli að forstofan eða inngangurinn sé smart. Mælt er með skipulögðu, hlutlausu og björtu rými.

Það er hægt að bæta við skrauti á vegginn til þess að betrumbæta forstofuna með lítilli fyrirhöfn. Í stað þess að setja margar myndir í mismunandi ramma er mælt með fáum hlutum sem passa vel saman. Flottur spegill gæti til dæmis verið málið. 

Ilmur

Það er ekki nóg að hugsa bara um hvernig heimilið lítur út, það er einnig mikilvægt að huga að því hvernig heimilið lyktar. Góður ilmur hefur áhrif á skoðun fólks á heimilinu og margir fasteignasalar taka undir það.

Sniðugt er að kveikja á góðu ilmkerti í stofunni eða nálægt forstofunni ef fólk nennir ekki að baka köku í hvert skipti sem gesti ber að garði. 

Draslið burt

Drasl gerir ekkert fyrir neitt rými. Það gæti verið kominn tími til að henda blöðum og setja skó inn í skáp. Of mikið af dóti lætur herbergi líta út fyrir að vera minni. 

Mælt er með fallegum körfum undir hluti sem láta herbergi líta út fyrir að vera draslaralegt. Hægt er að setja þær við hlið hurðarinnar, undir stofuborð eða við hliðina á sófa. 

Hvítur litur

Þó svo að hvíti liturinn sé ekki heitasti litur ársins dettur hann aldrei úr tísku. Mælt er til dæmis með hvítum lit í gestaherbergi til að skapa aðlaðandi rými. 

Smáatriði

Að huga vel að smáatriðum eins og velumbúnu rúmi getur gert gæfumuninn fyrir gest sem ætlar að gista. Þá er gott að hafa tvo mismunandi kodda fyrir næturgesti. 

Vel um búið rúm getur gert gæfumuninn.
Vel um búið rúm getur gert gæfumuninn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál