Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

Veggurinn kemur vel út í þessum græna lit. Hillurnar eru …
Veggurinn kemur vel út í þessum græna lit. Hillurnar eru úr IKEA en þær eru klæddar með bronsspeglum úr Glerborg. Það er hægt að leika sér látlaust og breyta um stemningu með því að breyta í hillunum. Stundum er þær ósköp praktískar og stundum eru þær bara sem skraut - fer eftir stuði og stemningu hverju sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli.

Undirrituð hefur alltaf verið svolítið litaglöð og fundist gaman að mála heimilið í fjörugum litum en eftir því sem aldurinn færist yfir hefur dregið úr kjarki í litavali. Litir heimilisins síðustu ár hafa verið í ljósari tónum og örlítið fullorðinslegri. Þegar undirrituð flutti síðast var heimilið nánast heilmálað í gráfjólubláum lit en svo fór húsmóðirin að ókyrrast (eins og gerist á heimilum hvatvísra og óþolinmóðra).

Stundum lenda svona hvatvísar húsmæður í lukkupottinum. Vegna gluggaskipta þurfti að múra vegginn að hluta og því varð að mála upp á nýtt.

Svona leit diskurinn út sem undirrituð fór með í Slippfélagið …
Svona leit diskurinn út sem undirrituð fór með í Slippfélagið og lét skanna inn. Það tókst svona líka vel. Ljósmynd/IKEA

Á dögunum fór undirrituð í málningarvöruverslun með matardisk úr IKEA og kerti úr Söstrene Grene meðferðis og lét skanna inn litinn á þessu tvennu til að fá hinn fullkomna litatón. Ferlið tók innan við mínútu og þegar liturinn var skoðaður á litakorti ákvað húsmóðirin að prófa.

Fólk kemst nefnilega ekki að því hvort eitthvað sé fallegt eða ljótt nema gefa hlutunum séns. Þeir sem eru vanir að mála einn og einn vegg vita að það er svo sem ekki mikið mál að mála vegginn aftur ef liturinn er ekki réttur.

Undirrituð játar alveg að það tók nokkur augnablik að meta litinn á veggnum og átta sig á því hvort hann væri málið eða ekki. Eftir að hafa horft á hann í nokkra daga er niðurstaðan að þessi litur sé ansi skemmtilegur og frísklegur og svo passar hann vel við hillurnar og innréttinguna.

Liturinn heitir NCS S 2020-G10Y og fæst í Slippfélaginu. Málningin á vegginn kostaði rúmlega 6.000 þúsund krónur.

Hér fyrir neðan eru tvær myndir af Instagram-reikningi Smartlandi Mörtu Maríu. Endilega fylgið okkur á Instagram ef þið viljið sjá hvað gerist á bak við tjöldin.  

My kitchen! #lovetocook #bestplaceever #niceland

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Sep 22, 2017 at 2:50pm PDT

Kertin í kertastjakanum frá HAF Studio eru í nákvæmlega sama …
Kertin í kertastjakanum frá HAF Studio eru í nákvæmlega sama græna tón og liturinn á veggnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er einfalt og skemmtilegt að speglaklæða hillur. Hægt er …
Það er einfalt og skemmtilegt að speglaklæða hillur. Hægt er að velja mismunandi gerðir af speglum eins og reyklitaða eða bleika. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál