Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Íbúðin er 94 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1958. 

Gólfefnin í íbúðinni setja svip sinn á hana en linóleumdúkar eru á nær allri íbúðinni. Þessir dúkar eru ekki bara fallegir og retró heldur er ákaflega gott að þrífa þá. 

Í íbúðinni eru tekk innihurðir og steint gler sem setur svip sinn á heimilið. Stofa og borðstofa eru í sama rými og setja hansa-hillurnar svip sinn á stofuna. 

Af fasteignavef mbl.is: Selvogsgrunn 11

Sigríður Halldórsdóttir sjónvarpskona gerði þættina Ævi sem sýndir voru á …
Sigríður Halldórsdóttir sjónvarpskona gerði þættina Ævi sem sýndir voru á dögunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál