Hvað segir heimilið um þig?

Nýjustu rannsóknir í sál- og félagsfræðum gefa vísbendingar um að það verður sífellt erfiðara að þykjast vera eitthvað annað en maður er. Þar sem heimilið gefur vísbendingar um hvernig þér líður, hversu oft þú stundar kynlíf og jafnvel aldur þinn og þyngd. Útlit þitt getur jafnvel gefið til kynna hvernig þér líður. 

Íhaldssamur í stjórnmálum, íhaldssamur heima?

Það virðist vera hægt að lesa ýmislegt um fólk út frá heimilum þeirra. En samkvæmt rannsóknum Political psychology þykja íhaldssamir í stjórnmálum halda heimilum sínum hreinlegri og skipulagðari en þeir sem eru frjálslyndir í stjórnmálaskoðunum sínum. Frjálslynd heimili á hinn bóginn þykja hafa meira dót, bækur, tónlist og liti. Sálfræðingar segja íhaldssama í stjórnmálaskoðunum vera einnig íhaldssama í skreytingum á meðan frjálslyndir leika sér meira með liti og form og eru með meira opinn huga þegar kemur að heimilinu.

Blá hurð, rauð hurð?

Litasérfræðingar segja að útidyrahurðin segi til um eðli fólks, þar sem rauð útidyrahurð þýði að þú sért óhræddur við að segja hvað þér býr í brjósti, en blá hurð gefur vísbendingu um að þér líði vel í hvaða umhverfi sem er. Græn hurð gefur til kynna að þú búir yfir íhaldssömum gildum og svört útihurð gefur vísbendingar um að þú sért líklegast mjög fylginn þér og viljir vera prívat. Inni í húsinu virðast extrovertar vilja hafa opin rými, en ef þú ert introvert hefur þú tilhneigingu til að prýða heimilið með mjúkum húsgögnum og einföldum litum, með lítið af munstrum til að trufla einbeitinguna.

Þyngd þeirra sem búa á heimilinu?

Rannsókn framkvæmd í Háskólanum í Cornell gaf til kynna að konur sem voru með einungis einn morgunkornapakka á eldhúsborðinu voru að meðaltali 20 pundum þyngri en þær sem voru ekki með neitt morgunkorn sjáanlegt í eldhúsinu. Og konur sem skildu eftir gos á borðum vógu 24 – 26 pundum meira en þær sem voru ekki með neitt gos. Einnig gefur skál með ávöxtum í eldhúsi til kynna að fólk sem býr í húsinu sé 13 pundum léttara en þeir sem eru með enga ávaxtaskál á borðum.

Er samlíf á heimilinu?

Þegar kemur að kynlífi er sagt að eftir því sem allt er fullkomnara á heimilinu, því minna eru hjón náin. En hjónaráðgjafar voru sammála um að þau hjón sem koma vegna örðugleika í svefnherberginu væru oftar en ekki „hin fullkomnu hjón“ út á við. Einnig geta litir sagt til um hversu náin hjón eru í svefnherberginu. Fjólublár á að gefa til kynna mikið samlíf á meðan grár rúmfatnaður, veggir eða húsgögn gefa til kynna lítið kynlíf samkvæmt breskri rannsókn. Rauður og bleikur gefur einnig til kynna að það sé krydd í tilverunni á meðan hvítur og sandlitur gefa til kynna bælingu og lítið samlíf.

Samband þitt við sokkaskúffuna

Hvernig þú raðar sokkunum gefur vísbendingu um hversu hreinleg/ur þú ert. Og hér er niðurstaðan áhugaverð. Því samkvæmt rannsóknum þá eru þeir sem eru hvað nákvæmastir og skipulagðastir oftar en ekki með mestu óreiðuna á sokkunum sínum. Tilgátan er sú að fókusinn fer á aðra hluti en sokkana.

Eru sjálfur af þér út um alla íbúð?

Íbúðin þín getur jafnframt gefið vísbendingu um aldurinn þinn því ef þú ert með mikið af myndum af þér sjálfum á heimilinu ertu væntanlega undir 35 ára að aldri.

Ertu einmana í baði?

Rannsókn framkvæmd af Yale-háskólanum fann út að fólk sem tekur langar sturtur og/eða böð í lengri tíma er líklegra til að vera einmana en þeir sem hraða sér í gegnum böðin. En rannsóknaniðurstöður gefa vísbendingu um að fólk sem er lengi í baði sé að nota heitt vatnið til að auka tilfinningahita sinn og verma sig utan frá.

Býrðu um rúmið?

Ef þú telur að það að búa um rúmið sé tímaeyðsla á morgnana ertu líklega ekki ánægður í vinnunni og æfir ekki reglulega líkamsrækt. En þetta er niðurstaða rannsóknar sem var gerð á úrtaki yfir 68.000 manna. Rannsakendur segja ánægða einstaklinga líklegri til að vilja skipulagt líf en þá sem eru minna ánægðir og vilja hafa óreiðu í kringum sig.

Kvíðafullur í fataskápnum?

Það hvernig fataskápurinn þinn lítur út getur gefið vísbendingu um hvort þú ert með kvíða eða ekki. En þeir sem eru með kvíða ná síður að halda fataskápnum sínum í lagi.

Tengsl læsis og fjölda bóka

Að lokum gefur fjöldi bóka á heimilinu vísbendingu um hvernig barnið þitt stendur sig í heimalestri og hefur magn bóka meira forspárgildi en menntunarstig og tekjur foreldra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál