Galdurinn að stækka lítil rými

Litlar íbúðir þurfa ekki að líta út fyrir að vera …
Litlar íbúðir þurfa ekki að líta út fyrir að vera of litlar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur verið vandasamt að innrétta lítil rými en þegar vel tekst til tekur enginn eftir því hvort rýmið er 60 fermetrar eða 110. Bobby Berk úr þáttunum Queer Eye á Netflix greindi frá nokkrum góðum ráðum þegar kemur að minni rýmum á vef Elle Decor

Mistök

Berk segir algengt að fólk vilji brjóta lítil rými upp í nokkur minni rými til þess að láta þau virka stærri, þetta séu hins vegar mikil mistök. Betra er að láta sama stílinn ráða í öllu rýminu. Í löngu og mjóu rými sé til dæmis gott að notast við sömu litina og munstrin. 

Í stað þess að nota þung og dökk húsgögn til þess að gera rýmið notalegra mælir hann með ljósum húsgögnum með hreinum línum. 

Litir

Það skiptir ekki bara máli að nota sama litinn heldur skiptir litavalið ekki síður máli. Mælir Berk með með ljósum og hlutlausum litum. 

Ef ekki á að rífa niður veggi

Íbúðir virðast oft minni þegar þær eru hólfaðar niður með veggjum. Ef fólk vill komast hjá því að rífa niður þessa veggi er til dæmis hægt að skipta út einhverjum hurðum fyrir hurðir með gleri. 

Geymslupláss

Þegar skortir geymslupláss er gott að eiga húsgögn sem nýtast einnig með hirslur eins og stofuborð með skúffum. Í svefnherberginu er hægt að geyma dót eða föt sem ekki eru notuð það oft undir rúminu auk þess sem náttborð með skúffum eru góð. Berk mælir þó með að fólk hendi hlutum sem þjóni ekki lengur tilgangi, jafnvel þó svo að hlutirnir hafi tilfinningalegt gildi.

Sniðugt er að vinna með sama litinn í öllu rýminu.
Sniðugt er að vinna með sama litinn í öllu rýminu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál