Áslaug Arna setur Stakkholtið á sölu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Thors

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður hefur sett sína huggulegu tveggja herbergja íbúð á sölu. Hún stendur við Stakkholt í Reykjavík og er 72 fm að stærð en húsið var byggt 2014. Íbúðin er á fjórðu hæð með fínu útsýni.

Á heimili Áslaugar Örnu er fallegt um að litast. Dökkbláir veggir setja svip sinn á heimilið, bæði í stofu og í svefnherbergi. Eldhúsið er opið inn í stofuna en þetta rými er með nýjum innréttingum og með ljósu parketi á gólfum. Innréttingar í eldhúsi og á baðherbergi koma frá GKS og státa þær af góðu skápaplássi. 

Hlýlegur bókaveggur prýðir stofuna en þar er að finna vönduð og falleg húsgögn. Hringborð tengir eldhús og stofu og þar mætast annars vegar nýmóðins flauelsstólar og hins vegar klassísk hönnun. 

Af fasteignavef mbl.is: Stakkholt 4B

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál