Sparaðu þér ómældan tíma næstu jól

1.1. Ekki vakna upp við þann vonda draum næstu aðventu að jólaskrautið er allt í klessu því þú nenntir ekki að pakka því.   Meira »

Stílabókin sem býr alltaf til góða stemningu

31.12. Aðalheiður Ingadóttir kom óvart upp ómissandi áramótasið þegar hún keypti stílabók árið 2006. Óskir eiga það nefnilega til að rætast þegar þær eru skrifaðar niður. Meira »

„Ég elska þennan eftirrétt“

30.12. Tíramisú er klassískur og ljúffengur eftirréttur sem smellpassar á eftirréttahlaðborð áramótanna. Sætindadrottningin Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var að gefa út bókina Kökugleði Evu og í bókinni er uppskrift að svolítið öðruvísi tíramisú. Meira »

Nýtir það sem er til á fataslánni

29.12. Skartgripahönnuðurinn Þórhildur Þrándardóttir, konan á bak við Viðja Jewelry, er ekki búin að ákveða í hverju hún verður þessi jólin og hún er ekkert að stressa sig á að finna nýtt dress. Meira »

Lækna Tómas fékk hund í jólagjöf

27.12. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir var ekki sérlega ánægður þegar honum var færður hundur í jólagjöf. Hann skilaði jólagjöfinni. Meira »

Góss upp á hundruð milljóna

26.12. Fyrrverandi fótboltakappinn David Beckham fór alla leið í jólagjafainnkaupunum árið 2005 þegar hann gaf eiginkonu sinni, tískuhönnuðinum Victoriu Beckham, nokkrar rándýrar gjafir sem erfitt er að toppa. Meira »

Kakan sem kryddar tilveruna

26.12. Kryddkaka er ein af mínum uppáhalds og þarf ég að gæta vel að því að bjóða með mér þegar ég baka eina slíka því ég gæti hæglega torgað heilli köku ein og óstudd. Meira »

Fékk bestu jólagjöfina árið 1960

25.12. Sigurður Már Helgason, maðurinn á bak við Fuzzy-kollinn sem flestir fagurkerar ættu að kannast við, er jólabarn og skreytir mikið í kringum sig fyrir jólin. Meira »

Keyrir ekki um á neinum druslum

25.12. Sumir hafa vanið sig á að gefa sjálfum sér jólagjöf á hverju ári og Paris Hilton er ein þeirra. Hún er greinilega bílaáhugamanneskja því hún mun tvisvar sinnum hafa gefið sjálfri sér bíla í dýrari kantinum í jólagjöf. Meira »

Fimm ára vildi demanta og smáhest

25.12. Suri Cruise, dóttir Tom Cruise og Katie Holmes, setti ansi veglegar gjafir á óskalistann sinn fyrir jólin 2011, þá fimm ára gömul. Hún óskaði sér ekki dúkku eða Lego, nei, hreint ekki. Suri vildi nefnilega fá smáhest, demantseyrnalokka og síðkjóla. Meira »

Vinnur í Jólahúsinu allan ársins hring

24.12. Erika Martins Carneiro er fædd og uppalin í Brasilíu en býr nú á Íslandi og starfar í Jólahúsinu í Hafnarstræti. Erika er sannkallað jólabarn eins og við er að búast. Meira »

Gleymir seint leikfangatraktornum

24.12. Þegar söngvarinn Herbert Guðmundsson rifjar upp eftirminnilegustu jólin koma þau upp í hugann þegar hann var þriggja ára og bjó í Laugarnesi. Það árið fékk hann leikfangatraktor í jólagjöf og lék sér með hann öll þau jól. Meira »

Hægt að njóta jólanna án þess að sukka

24.12. „Það skiptir ekki máli hvað við borðum milli jóla og nýárs, heldur milli nýárs og jóla,“ þ.e.a.s. allar hinar vikurnar 51. En þegar verslunarmenn eru farnir að hefja jólaundirbúninginn mörgum mánuðum fyrir jól þá skiptir mjög miklu máli að vera meðvitaður um heilsu sína á þessum tíma,“ útskýrir Geir Gunnar, Meira »

Jólagjöf græjufíkilsins

23.12. Áttu græjuóðan maka sem hreyfir sig of lítið og mætir aldrei á réttum tíma? Ef svo er þá er Apple-úrið hin fullkomna jólagjöf. Meira »

Aðventustjakinn frá Kähler klikkar ekki

23.12. Hafdís Hilmarsdóttir notaðist við Illumina-stjakann frá Kähler þegar hún setti saman aðventukransinn sinn.  Meira »

Sorg fylgir þegar jólasúkkulaðið klárast

24.12. Súkkulaðiframleiðandinn Omnom sendi í október frá sér nýtt vetrarsúkkulaði sem er kryddað með ristuðu malti, rifnum appelsínuberki og saltaðri karamellu. Meira »

Bérnaise-sósa fyrir letihauga

24.12. Þú veist að þú ert komin/n í fullorðinna manna tölu þegar þú ert búin/n að læra að gera bérnaise-sósu frá grunni. Allir alvöru letihaugar nota hrærivél til að þeyta sósuna saman. Meira »

Jólaskeiðin 2016

23.12. Hér á árum áður var engin húsmóðir með húsmæðrum nema safna jólaskeiðum frá Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Í dag er slegist um þessar skeiðar og það er heldur alls ekki of seint að byrja að safna þeim því jólaskeiðin 2016 er ansi falleg. Meira »

Svona leggur fagurkerinn á borð

23.12. Þórleif Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og útstillingahönnuður hjá Lífi & list í Smáralind, er sannkallaður fagurkeri og hefur gaman af því að gera fínt í kringum sig. Meira »

Stílhrein og smart lína

23.12. Hríma II / White Frost II er nýjasta skartgripalínan frá asa™. Kraftur íslenskra jökla er innblástur hönnunarinnar; sprungið yfirborð þeirra þegar þeir skríða fram birtist í silfrinu. Meira »

Áskorun að koma sér snemma í jólagírinn

23.12. Þær Ólöf Birna Garðarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir, grafískir hönnuðir og eigendur Reykjavík Letterpress, hanna og búa reglulega til jólalínur sem innihalda meðal annars jólakort og jólapappír. Meira »

Sniðugar jólagjafir fyrir unglinginn

22.12. Það getur verið vandasamt að velja gjafir fyrir unglingana okkar en einstaklega ánægjulegt ef vel tekst til.  Meira »

„Þegar við fjölskyldan áttum ekki neitt“

22.12. Ein eftirminnilegustu jólin mín eru einmitt jólin þegar við fjölskyldan áttum ekki neitt. Mamma var nýskilin og hræðilegt ár að baki þar sem ýmsir erfiðleikar höfðu leikið okkur fjölskylduna grátt. Meira »

Dreymir um hrærivél í jólagjöf

22.12. Hin þrettán ára gamla Anna Marín Bentsdóttir hefur verið hugfangin af jólahátíðinni allt frá því að hún man eftir sér. Hún segist einfaldlega elska allt við jólin Meira »

Upplifir jólasveinana sem „zombies“

21.12. Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður og annar stofnenda hönnunarfyrirtækisins Tulipop, sá um að hanna ellefta óróann í Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Úkoman er túlkun Signýjar á Pottaskefli í sandblásið stál. Meira »

Mikilvægt að geta heilsað upp á fólk

21.12. Steinunn Vala í Hring eftir Hring er mikil rólyndiskona sem hún segir að komi sér einstaklega vel þegar njóta skal jólanna. Hún leggur mikið upp úr gæðastundum með fjölskyldunni, hvort sem er við jólagjafakaup í miðbænum eða yfir púsli og spilum á jóladag. Meira »

Langar í gúmmístígvél og regngalla

21.12. Greta Mjöll Samúelsdóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir afburða söngrödd og almenn elskulegheit. Greta er mikil matkona og nýtur þess í botn að eyða tíma með fólkinu sínu. Hún hefur aldrei unnið möndlugjöfina nema í eitt skiptið en þá var það hreinræktað svindl. Meira »

„Ég er algjört klisju „eighties“-barn“

20.12. Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er jólabarn og hlakkar til að njóta hátíðarinnar með vinum og fjölskyldu.  Meira »

Gerum uppreisn - gefum okkur sjálfum ró

20.12. Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti veit hvernig við eigum að komast í gegnum jólin án þess að líða illa líkamlega. Í þessum pistli gefur hún þeim góð ráð sem vilja setja heilsuna í fyrsta sæti. Meira »

Eldað og bakað upp úr jólabjórnum

18.12. Bjóráhugamenn og -konur gleðjast þegar jólabjórinn kemur í hús. Ölvisholt brugghús er með tvo jólabjóra fyrir þessi jól, Heims um bjór og Tuttugasta og fjórða, og er bruggmeistari þeirra Elvar Þrastarson. Meira »

Fullkomin sjálfshátíð (einhleypu konunnar)

18.12. Ef það er einhvern tímann eftirsóknarvert að vera á föstu þá er það um jólin. Desember er óneitanlega rómantískasti mánuður ársins þar sem kærustupör geta notið lífsins saman; labbað Laugaveginn í snjókomu, legið nakin saman á feldi fyrir framan arineld, makað marengstoppadeigi hvort á annað yfir jólabakstrinum og planað glassúrhúðaða framtíð. Meira »

Jólagjafir fyrir heimilisfagurkerann

17.12. Fagurkerar fagna ekki bara jólunum fyrir þær sakir að fá að skreyta og gera heimilin sín falleg heldur gæti einnig eitthvað ánægjulegt leynst í jólapakkanum sem gleður auga þeirra og fegrar heimilið í senn. Meira »

Laufabrauðið í hávegum haft

17.12. Íslenska laufabrauðið er ekki bara gómsætt heldur er það einstaklega fallegt og á sér skemmtilega sögu. Laufabrauð þróaðist á íslenskum heimilum þegar takmarkað mjöl var til og þjóðin nýtti hugvit og handverk til að skapa list úr litlu. Meira »

Ís með lakkrísbragði sem slær í gegn

16.12. Sælgæti og ís með pipardufti hefur tröllriðið öllu að undanförnu og er þá ekki tilvalið að setja slíkt duft út í jólaísinn? Þetta svokallaða piparduft gefur ísnum skemmtilegt lakkrísbragð. Meira »
Meira píla