Skreytir jólatréð á ólíkan hátt ár hvert

Bjargey ásamt dóttur sinni.
Bjargey ásamt dóttur sinni. Ófeigur Lýðsson

„Ég er svakalega mikið jólabarn og hef alltaf verið,“ segir Bjargey, sem býr í Kópavoginum
ásamt eiginmanni sínum, Haraldi Inga, og börnunum þeirra þremur, Bryndísi Ingu, Hrafnhildi
Elsu og Ingólfi Birgi. Heimili Bjargeyjar og fjölskyldu er prýtt með gervitré. „Já, það kemur ekkert annað til greina þar sem ég er með ofnæmi fyrir greni,“ segir Bjargey sem skreytir tréð alltaf á ólíkan hátt frá ári til árs. „Ég er alltaf að skipta um skraut á trénu en við eigum handmálaðar kúlur eftir krakkana sem fara alltaf á tréð, þær eru mitt allra mesta uppáhaldsjólaskraut.“

Mesta föndrið í innpökkuninni

Spurð út í uppáhaldsjólahefðir sínar segir Bjargey jólamyndina Christmas Vacation vera ómissandi. „Við fjölskyldan horfum alltaf á hana á Þorláksmessukvöld og bíðum eftir jólunum.“ Svo er það föndrið sem er líka dýrmæt hefð á heimilinu. Sjálf föndrar Bjargey alltaf eitthvað fyrir jólin, t.d. myndskreytt kerti og jólakort. Svo dundar hún sér við að pakka inn gjöfum. „Mesta föndrið hjá mér er yfirleitt að pakka inn gjöfunum því ég tek mér góðan tíma í það og skreyti pakkana á ólíkan hátt. Svo föndra ég alltaf eitthvað með krökkunum, eitt árið gerðum við kertastjaka og skraut úr tröllaleir, næsta ár perluðum við jólaskraut og svo handmáluðum við auðvitað jólakúlur.“ Bjargey bakar alltaf fyrir jólin, svo sem smákökur, skinkuhorn og síðast en ekki síst sörur. „Þær eru alltaf klassískar og ómissandi að eiga þegar maður fer að opna jólabækurnar.“ Meðfylgjandi er uppskrift að sörunum sem Bjargey bakar, uppskriftina fékk hún úr Kökubók Hagkaupa.

Sara Bernharðs

Botn

  • 260 g möndlur
  • 230 g flórsykur
  • 4 eggjahvítur
  • Krem
  • 120 g sykur
  • 1 dl vatn
  • 4 eggjarauður
  • 1½ msk. kakó
  • 260 g mjúkt smjör
  • suðusúkkulaði til að hjúpa

Aðferð

1. Möndlurnar eru hakkaðar vel niður í matvinnsluvél og eggjahvíturnar eru þeyttar alveg í topp. Möndlum og flórsykri er blandað saman þar til alveg kekkjalaust. Blöndunni er svo hrært varlega saman við hvíturnar.

2. Blöndunni er svo raðað á plötu með teskeið og bakað við 180 °C í ca. 11-13 mín.

3. Sykur og vatn er sett pott og soðið þar til fer að þykkna (116°C). Eggjarauðurnar
eru stífþeyttar á meðan. Sykurleginum er svo hellt varlega út í eggjarauðurnar og allt þeytt áfram í um það bil 1 mínútu.

4. Smjörinu og kakóinu er blandað saman við með sleikju þar til kekkjalaust. Kreminu er svo smurt á kalda botnana og kælt. Að lokum er kakan hjúpuð með súkkulaði.

Hvítt jólaskraut er áberandi heima hjá Bjargeyju.
Hvítt jólaskraut er áberandi heima hjá Bjargeyju. Ófeigur Lýðsson
Jólatréð er skreytt á ólíkan hátt ár hvert.
Jólatréð er skreytt á ólíkan hátt ár hvert. Ófeigur Lýðsson
Fallegt og naumhyggjulegt.
Fallegt og naumhyggjulegt. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál