Fullkomin sjálfshátíð (einhleypu konunnar)

Ef það er einhvern tímann eftirsóknarvert að vera á föstu þá er það um jólin. Desember er óneitanlega rómantískasti mánuður ársins þar sem kærustupör geta notið lífsins saman; labbað Laugaveginn í snjókomu, legið nakin saman á feldi fyrir framan arineld, makað marengstoppadeigi hvort á annað yfir jólabakstrinum og planað glassúrhúðaða framtíð. 

Í desember ná nefnilega allt enda kemur vísareikningurinn ekki fyrr en í febrúar! Því miður er lífið ekki alltaf eins og í rómantískum Hollywood-myndum og þá þurfa konur að taka málin í sínar hendur. Riddarinn á hvíta hestinum skýtur örvum sínum í allt aðrar áttir og til þess að breiða yfir vonbrigði allra vonlausu vonbiðlanna á Tinder þarf að verðlauna sig og það almennilega. Einhleypar konur með þokkaleg fjárráð munu ekki fara í jólaköttinn ef þær fara eftir þessum dúndurlista. Í desember má nefnilega allt, nema vera fáviti.
Taska frá Gucci. Hún fæst á Net-a-porter.com.
Taska frá Gucci. Hún fæst á Net-a-porter.com.
Kælandi fótakrem frá Guinot er himnasending. Það fæst á öllum …
Kælandi fótakrem frá Guinot er himnasending. Það fæst á öllum Guinot snyrtistofum.
Einhleypar konur geta ekki verið slæmar í húðinni. Þetta krem …
Einhleypar konur geta ekki verið slæmar í húðinni. Þetta krem frá Chanel gefur mikinn raka og einstakan ljóma. Það fæst í Sigurboganum og Hagkaupum svo dæmi sé nefnt.
Einhleypar konur mega alls ekki lykta illa. Þessi guðdómlegi ilmur …
Einhleypar konur mega alls ekki lykta illa. Þessi guðdómlegi ilmur fæst í Madison Ilmhúsi og kostar í kringum 27.000 kr.
Hreinræktaðir gelluskór frá Valentino. Þeir fást á Net-a-porter.com. Þeir kosta …
Hreinræktaðir gelluskór frá Valentino. Þeir fást á Net-a-porter.com. Þeir kosta í kringum 80.000 krónur.
Púðar úr Snúrunni. Stykkið kostar 10.900 kr.
Púðar úr Snúrunni. Stykkið kostar 10.900 kr.
Úlpa frá Feldi. Hún kostar 158.000 kr.
Úlpa frá Feldi. Hún kostar 158.000 kr.
Ilmvatn frá Chloé. Það fæst í næstu snyrtivöruverslun.
Ilmvatn frá Chloé. Það fæst í næstu snyrtivöruverslun.
Slæða frá Saga Kakala. Katrín Ólína Pétursdóttir hannaði þessa slæðu …
Slæða frá Saga Kakala. Katrín Ólína Pétursdóttir hannaði þessa slæðu og kostar hún í kringum 21.900 kr.
Vasi frá Iittala fegrar hvert heimili og gera heimili einhleypu …
Vasi frá Iittala fegrar hvert heimili og gera heimili einhleypu konunnar ennþá fallegra.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál