Upplifir jólasveinana sem „zombies“

Signý Kolbeinsdóttir.
Signý Kolbeinsdóttir.

Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður og annar stofnenda hönnunarfyrirtækisins Tulipop, sá um að hanna ellefta óróann í Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Úkoman er túlkun Signýjar á Pottaskefli í sandblásið stál. 

„Snemma í aðdraganda jólanna finnst mér gaman. Kósí stemning, kertaljós, mandarínur, kitsch og glingur,“ segir Signý aðspurð hvort hún sé mikið jólabarn. Hún bætir við: „Hins vegar er fullkomnunarárátta og athyglisbrestur ekki frábær samsetning og því eru jólin dálítið snúinn tími hjá mér. Mér finnst frekar stressandi að koma öllu heim og saman fyrir aðfangadag þó að það takist nú yfirleitt allt að lokum.“

jólaórói eftir signýju í tulipop
jólaórói eftir signýju í tulipop

„Jólasveinarnir eru skítugir, hrekkjóttir og bara frekar ógeðslegir í það heila en svo eru þeir líka eldgamlir og ættu að vera löngu dauðir. Að mínu mati eru þeir hálfgerðir „zombi-ar“. Ég ímynda mér þá allavega þannig og Pottasleikir er því hrikalegur „zombie“-sveinki en samt alveg pínu sætur líka,“ segir Signý um hönnun sína og sína eigin upplifun á jólasveinunum. En hvaða jólasveinn er í uppáhaldi? „Stúfur og Kertasníkir voru mínir uppáhalds í æsku. Stúfur, hann er náttúrlega uppáhald allra barna, af því hann er lítill og ekki jafn hræðilegur og hinir. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um af hverju Kertasníkir var líka í uppáhaldi, kannski af því að hann kom á aðfangadag og er ekki alveg jafn „krípí“ og hinir?“

Hönnun Signýjar er yfirleitt litrík og skondnar teikningar en hún segir burstaða stálið hafa höfðað vel til sín. „Það var bara mjög gaman að vinna með stálið, mér finnst alltaf gaman að vinna með ný efni. Það er öðruvísi að teikna andlit en að skera það út,“ útskýrir Signý og tekur fram að það hafi verið henni mikill heiður að fá að taka þátt í verkefninu í ár.

Á meðan Signý sá um hönnun óróans sá Snæbjörn Ragnarsson, sem er gjarnan kenndur við Skálmöld, um að túlka Pottaskefil með (ljóði) fyrir verkefnið. Signý segir samstarfið hafa gengið afar vel fyrir sig. „Við Snæbjörn þekkjumst ekki neitt en við vorum algjörlega sammála um hvernig ljóðið og útlitið á jólasveininum okkar ætti að vera. Snæbjörn er náttúrlega fenómen þegar kemur að textaskrifum og samstarfið gekk snurðulaust fyrir sig.“ Meðfylgjandi er ljóð Snæbjörns um Pottaskefil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál