Gleymir seint leikfangatraktornum

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson.

Þegar söngvarinn Herbert Guðmundsson rifjar upp eftirminnilegustu jólin koma þau upp í hugann þegar hann var þriggja ára og bjó í Laugarnesi. Það árið fékk hann leikfangatraktor í jólagjöf og lék sér með hann öll þau jól.

Áttu þér uppáhaldsjólalag?

„Uppáhaldsjólalagið mitt var alltaf „Litli trommuleikarinn“ með Ragga Bjarna en hin síðari ár er það jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal, „Jólanótt“.“

Ferð þú á jólatónleika?

„Já, hef farið á hina árlegu jólatónleika Fíladelfíu.“

Eftirminnilegustu jólin? „Ég var þriggja ára í Laugarnesi, húsinu á hólnum neðst á Kleppsveginum þar sem Sigurður Ólafsson söngvari bjó ásamt fjölskyldu. Mín fjölskylda leigði þar á efri hæðinni á meðan foreldrar mínir voru að byggja inni á Bugðulæk 11, framtíðarheimili okkar, en ég fékk í jólagjöf forláta Massey Ferguson-leikfangatraktor sem ég lék mér að öll jólin og það er greypt djúpt hið innra í sálu mína.“

Ferð þú í kirkju á jólunum?

„Hef farið í kirkju öll undanfarin ár í hátíðarmessu ljóssins á aðfangadag, þá gefur manni kyrrð og ró í hjartað og minnir mann á þá miklu fórn sem Kristur Jesús gerði fyrir okkur mennina.“

Hvað borðar þú á aðfangadag?

„Peking-önd að hætti popparans og H.C. Andersen. Litla stúlkan með eldspýturnar horfði í logann á síðustu eldspýtunni og þá birtist henni mynd af jólaborði yfirstéttarinnar sem bar fram jólaöndina. Það var eitthvað sem snerti svo við mér þegar ég sá kvikmyndina sem byggð er á þessari merku sögu H.C. Andersen. Og góð áminning fyrir mann að vera þakklátur fyrir það sem við eigum og höfum á Íslandi. Við eigum að horfa fram á við með jákvæðni og þakklæti fyrir þetta gósenland sem við eigum.“

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Að koma lagi í fyrsta sæti á jólunum árið 1985.“

Hver er uppáhaldsjólahefð þín?

„Jólabrúnsúpan hennar mömmu, soðið upp á nautabeinum í þrjá daga til að fá kraftinn í súpuna sem er borin fram með harðsoðnu eggi og nýbökuðum rúnstykkjum, nammi namm!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál