Kakan sem kryddar tilveruna

Kryddkaka er ein af mínum uppáhalds og þarf ég að gæta vel að því að bjóða með mér þegar ég baka eina slíka því ég gæti hæglega torgað heilli köku ein og óstudd. Að baka kryddköku um jólin og maula á milli hátíðarétta gerir einhvern veginn allt svolítið safaríkara og betra. Má ekki örugglega allt á jólunum? 

1 dl ólífuolía

150 g púðursykur eða hrásykur

1 egg

1 tsk. kanill

1 tsk. negull

½ tsk. matarsódi

250 g grófmalað spelt eða hveiti

½ dl mjólk eða AB-mjólk

Þeytið ólífuolíuna og púðursykurinn saman. Síðan er eggjunum bætt út í og hrært vel. Þegar blandan er orðin létt, ljós og lekker er þurrefnunum blandað varlega saman við ásamt mjólk eða AB-mjólk.

Setjið kökuna í formkökuform og bakið við 180 gráður í 50 mínútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál