„Ég elska þennan eftirrétt“

Tíramisú er klassískur og ljúffengur eftirréttur sem smellpassar á eftirréttahlaðborð áramótanna. Sætindadrottningin Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var að gefa út bókina Kökugleði Evu og í bókinni er uppskrift að svolítið öðruvísi tíramisú. 

„Flest þekkjum við ítalska eftirréttinn tíramisú og er hann einn af vinsælustu eftirréttum heims. Ég ákvað að skipta út rjómaostinum fyrir vanilluskyr og útkoman var stórkostleg. Ég elska, elska þennan eftirrétt og hvet ykkur til þess að prófa hann. Mjög einfaldur og inniheldur rjóma, súkkulaði, skyr og kaffi, sem sagt veisla fyrir bragðlaukana,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.

Kökugleði Evu kom út á dögunum.
Kökugleði Evu kom út á dögunum.
Skyrfylling

2 egg

50 g sykur

500 g vanilluskyr

250 ml rjómi, þeyttur

1 tsk. vanillu-extrakt eða vanillusykur

200 g kökufingur (Lady fingers-kex)

6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi

gott kakó, magn eftir smekk

súkkulaði, smátt saxað

Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast.

Blandið skyrinu við eggjablönduna og hrærið vel.

Bætið vanillunni og þeyttum rjómanum varlega saman við með sleif. Leggið blönduna til hliðar í stutta stund á meðan þið hugið að kökunum.

Hellið upp á sterkt kaffi og setjið í skál.

Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og skiptið þeim niður í eftirréttarskálar eða fallega skál.

Setjið helminginn af skyrblöndunni ofan á kökufingurna, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið.

Í lokin er stráð vel af kakói og smátt söxuðu súkkulaði yfir réttinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál