Stílabókin sem býr alltaf til góða stemningu

Aðalheiður Ingadóttir.
Aðalheiður Ingadóttir.

Aðalheiður Ingadóttir kom óvart upp ómissandi áramótasið þegar hún keypti stílabók árið 2006. Óskir eiga það nefnilega til að rætast þegar þær eru skrifaðar niður. 

„Það var þannig að ég var oft með fjölskylduna í mat á gamlárskvöld og stundum vorum við að tala um hvað við ætluðum að gera á næsta ári. Árið 2006 keypti ég stílabók og bað alla fjölskylduna að skrifa eitthvað sem þau langaði að gera á næsta ári, alveg sama hversu ómerkilegt það væri. Allir skrifuðu og ég lét bókina inn í skáp og leit aldrei á hana,“ segir Aðalheiður.

Allt árið 2007 var stílabókin geymd inni í skáp þangað til hún var tekin fram í næsta gamlársboði.

„Næsta ár tók ég bókina upp og las upphátt hvað hver hefði skrifað og það var rætt fram og til baka hvað fólk hafði gert og ekki gert. Eftir þetta varð það að hefð að skrifa í bókina og allir bíða spenntir eftir þessu,“ segir hún og bætir við:

„Það sem kom á óvart var að allir urðu duglegri við að gera sem þeir höfðu skrifað.“

mbl.is

Hér eru nokkur dæmi sem skrifuð hafa verið í bókina góðu: 

* Ætla að vera duglegri að hringja í fólk

*Hætta að borða majónes

*Eyða meiri pening og vera skemmtilegri

*Skjóta 9 tófur

*Nota ekki setninguna „ég er að hugsa um“

*Fara í detox til Jónínu Ben

*Vinna í lottó

*Sleppa að sofa í rúmi í mánuð

*Labba sem oftast úr og í vinnu

Þegar Aðalheiður er spurð út í áramótaheitin fyrir 2017 stendur ekki á svarinu.

„Taka allverulega til í fataskápnum, fara til Raufarhafnar í þrjá daga, kaupa mér nýjan síma því ég er með eldgamlan Nokia, bjóða oftar fólki í mat og fara á námskeið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál