Íslenskur ljósmyndari vann til Gourmand-verðlaunanna

Mynd úr verðlaunabókinni Our Daily Bread - A History of …
Mynd úr verðlaunabókinni Our Daily Bread - A History of Barron's Bakery sem varð í 2. sæti á Gourmand-verðlaununum í París. mbl.is/Arna Rúnarsdóttir

Ljósmyndarinn Arna Rúnarsdóttir tók myndirnar í bókinni Our Daily Bread - A History of Barron's Bakery sem varð í 2. sæti á Gourmand-verðlaununum í París í brauðflokknum. Arna er nýkomin heim frá París þar sem hún var viðstödd verðlaunaafhendinguna. Hún er í skýjunum með verðlaunin.

„Bókin Our Daily Bread - A History of Barron's Bakery er í raun og veru ævisaga fjölskyldurekins bakarís á Suður-Írlandi sem hélt nýverið upp á 125 ára afmæli sitt. Barnabarn stofnanda þess sér nú um reksturinn ásamt eiginmanni sínum og fannst þeim tímabært að setja saman bók sem nokkurs konar þakklætisvott fyrir tryggðina sem þeim hefur verið sýnd í gegnum tíðina. Ásamt því að vera ævisaga er bókin með alls konar uppskriftum þar sem brauð kemur að sjálfsögðu við sögu. Það er óhætt að segja að við séum alsæl með árangurinn, sérstaklega þegar við höfum áherslur bókarinnar í huga,“ segir Arna. 

Eftir að hafa lokið ljósmyndanámi í Edinborg flutti Arna til Englands til að takast á við frekara nám. „Það eru nánast fjögur ár síðan en ég útskrifaðist með BA-gráðu í grafískum listum við Winchester School of Art síðastliðið sumar. Ég var á lokaárinu þegar ég var beðin að taka að mér þetta verkefni en það samanstóð af því að taka myndir yfir nótt af framleiðsluferlinu sjálfu og svo af uppskriftunum. Ég hafði ekki mikla reynslu af matarljósmyndun sem slíkri þannig að þetta var verulega góð reynsla fyrir mig. Ég fékk fullt frelsi til að stílisera ásamt því að mynda og kom það mér dálítið á óvart hvað ég virkilega naut þessarar áskorunar. Þetta voru heilmikil viðbrigði frá fyrri verkefnum sem fólust einna helst í portrettljósmyndun. Síðan þá hef ég tekið myndir fyrir írska matreiðslubók sem heitir My Goodness, en hún er að fara í verslanir þessa dagana. Ég er afar sátt við útkomu þeirra beggja og þykir ekki leiðinlegt að setja nafn mitt við þær enda báðar mjög metnaðarfullar og mikil vinna að baki þeim,“ segir Arna. 

Mynd úr verðlaunabókinni Our Daily Bread - A History of …
Mynd úr verðlaunabókinni Our Daily Bread - A History of Barron's Bakery sem varð í 2. sæti á Gourmand-verðlaununum í París. mbl.is/Arna Rúnarsdóttir
Mynd úr verðlaunabókinni Our Daily Bread - A History of …
Mynd úr verðlaunabókinni Our Daily Bread - A History of Barron's Bakery sem varð í 2. sæti á Gourmand-verðlaununum í París. mbl.is/Arna Rúnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert