Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Læknirinn í eldhúsinu útbýr fiskveislu feðganna

í gær Hér kemur síðasti þátturinn í þáttaröð Læknisins í eldhúsinu sem sýndir voru á SkjáEinum. Hér er fiskur í forgrunni.   Meira »

Marengsbomba með Daim kremi

í fyrradag Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var búin að henda í eina marengsbombu eldsnemma í morgun.   Meira »

Óreganó kryddað lambafile með Pilaf

30.8. Við Miðjarðarhafið hafa menn löngu uppgötvað að fátt á betur við lambakjöt en óreganó, sítróna og hvítlaukur. Við mælum með lambafile en það má líka nota aðra bita, s.s. kótilettur. Með þessu höfum við pilaf úr örlitlum Meira »

Heimsins besti hafragrautur

27.8. „Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Þessi grautur er eins og besti eftirréttur og svei mér þá ef hann væri ekki bara góður sem slíkur með vanilluís eða rjóma,“ segir Berg­lind Guðmunds­dótt­ir hjúkrunarfræðingur og mat­ar­blogg­ari á Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

Kjúklingapasta í hvítlauksrjómasósu

24.8. „Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu,“ segir Berg­lind Guðmunds­dótt­ir hjúkrunarfræðingur og mat­ar­blogg­ari á Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

Læknirinn eldar Entrecôte og béarnaise-sósu

24.8. Reyktur og pæklaður lax með chili, bláberjum og einfaldri vinaigrettu verður í boði í þættinum ásamt Entrecôte og béarnaise-sósa. Meira »

Grísahnakki BBQ með kínversku lagi

21.8. Grísahnakki er kjöt sem fer mjög vel á að grilla og tekur vel við margvíslegu kryddi og marineringu. Hér er uppskrift að BBQ-marineringu og sósu með kínversku yfirbragði sem slær alltaf í gegn. Það er síðan frábært að hafa steikt Meira »

Æðislegt kóreskt bibimbap

22.8. Bibimbap er frægur kóreskur réttur sem að búinn er til úr hrísgrjónum, krydduðu grænmeti, kjöti, eggi og Gochujang sem er sterk kóresk kryddblanda. Rétturinn er afar fallegur og litríkur og það tekur stuttan tíma að undirbúa hann. Meira »

Unaðslegt karamellusúkkulaði

18.8. Þegar döðlur hitta súkkulaði, hlynsíróp, kókósolíu og möndlusmjör gerast töfrarnir. Allir sælkerar eiga eftir að tapa sér yfir þessari uppskrift. Meira »

Meinholl og fögur morgunverðarskál

14.8. „Það er fátt betra en að byrja daginn á næringarríkum morgunverði og þessi uppskrift er í svo miklu uppáhaldi,“ skrifar Berglind á Gulur Rauður Grænn og Salt. Þessi morgunverðarskál er bæði holl og falleg. Meira »

„Besta heimatilbúna“ ostakakan

13.8. Hér kemur uppskrift af gómsætri ostaköku sem klikkar ekki. Kakan er kölluð „besta heimatilbúna“ ostakakan á matarblogginu PlainChicken.com. Meira »

Heimagert súrdeigsbrauð að hætti Ragnars

12.8. „Nú baka ég nær einvörðungu súrdeigsbrauð. Einhvern veginn hef ég bitið það í mig að það hljóti að vera hollara - þó ég hafi ekki rannsakað það neitt sérstaklega,“ skrifar Ragnar Freyr Ingvarsson í sinn nýjasta pistil. Meira »

Bounty-terta með súkkulaðikremi

11.8. „Hrátertur eins og þessi eru oft betri daginn eftir, gott að hafa í huga ef þið eruð í tímahraki. Og smá leyni í lokin, það er mjög gott að setja smá chili saman við botninn (framan á hnífsoddi eins og sagt var í gamla daga),“ skrifar Albert Eiríksson Meira »

Kryddjurtahúðað lambalæri á grillið

9.8. Lamb er vinsælt í Suður-Frakklandi og þar eru gjarnan notaðar ferskar kryddjurtir til að hjúpa lambið. Ef við ætlum að grilla lamb með þeim hætti er best að úrbeina lambið, forgrilla og elda síðan áfram á óbeinum hita til að Meira »

Fylltar paprikur

11.8. Fylltar paprikur eru réttur sem er vinsæll hjá öllum kynslóðum. Þetta er sígild fylling með hakki og hrísgrjónum sem að við gerum bragðmeiri með tómatasósu, kryddjurtum og parmesanosti. Byrjið á því að gera tómatasósuna: 1 dós Meira »

Amarula Spice fyrir ágústkvöld

8.8. Amarula Spice er suðrænn kokteill þar sem suðurafríski rjómalíkjörinn Amarula er í aðalhlutverki. Þessi kokteill er fullkominn fyrir ágústkvöld. Meira »