Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Tvö egg á dag samkvæmt læknisráði

Í gær, 17:20 Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, segir að það sé ekki of mikið að borða tvö egg á dag. Hér eru þrjár mismunandi ommilettur. Meira »

Safaríkar vegan-vefjur með avókadó

22.11. Tófú, kínóa, avókadó og sólþurrkaðir tómatar. Hljómar vel, ekki satt? Þessar safaríku vegan-vefjur innihalda allt þetta og meira til. Meira »

Ávanabaindandi hnetusmjörskonfekt

18.11. Elskar þú súkkulaði og hnetusmjör? Þá er þetta góðgæti eitthvað fyrir þig. Varúð, þetta gómsæta konfekt getur verið ávanabindandi. Meira »

Ilmandi og kryddað graskerskaffi

17.11. Ljósmyndarinn og matarbloggarinn Katrín Björk heldur úti blogginu Modern Wifestyle en þar deilir hún uppskriftum aðf girnilegum mat og drykk og birtir glæsilegar ljósmyndir sem hún tekur. Meira »

Heitt rauðrófusalat með valhnetum

17.11. Þetta heita salat er einfalt og fljótlegt að gera en það er einstaklega bragðgott og seðjandi. Salatið bragðast vel með til dæmis kjúklingi og ofnbökuðum fiski. Meira »

Franskur kjúklingapottréttur “að hætti ömmu”

16.11. Frakkar elda gjarnan pottrétti og það eru til margar útgáfur af kjúklingapottréttum “að hætti ömmu” eða Poulet en Cocotte “grand-mére”. Hér er ein klassísk útgáfa með hrísgrjónum. 1 kjúklingur, bútaður Meira »

Dásamlega mjúk Penuche-kaka

14.11. Það er tilvalið að skella í þessa dásamlegu Penuchi-köku á sunnudögum. Kakan er mjúk, sæt og smjörkennd og mun því eflaust slá í gegn hjá öllum sælkerum. Kakan bragðast vel með kaffinu og auðvitað ísnum. Meira »

Hægelduð nautalund með piparsósu

14.11. Ragnar Freyr Ingvarsson bauð nokkrum vel völdum í mat heim til foreldra sinna og sýndi meistaratakta í eldhúsinu.   Meira »

Gerði tvískipta brúðartertu fyrir frænda sinn

10.11. Eva Rún Michelsen gerði tvískipta köku handa frænda sínum þegar hann gekk í hjónaband. Kakan var mikið meistarastykki og rann ljúflega niður í gestina. Meira »

Gómsæt súkkulaði-stykki frá Ásdísi grasalækni

9.11. Grasa­lækn­ir­inn Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir er snillingur í eldhúsinu og kann sko að reiða fram gómsæta rétti. Hérna kemur uppskrift frá Ásdísi af „Bounty-stykkjum“ sem eru í hollari kantinum. Meira »

Sænskar kjötbollur

9.11. Ætli kjötbollur séu ekki það sem flestum detti í hug þegar sænsk matargerð er nefnd. Kjötbollurnar eru taldar hafa borist til Svíþjóðar við upphaf nítjándu aldar er Karl tólfti Svíakonungur sneri aftur frá ríki Ottómana. Þangað Meira »

Lokkandi sítrónukaka

8.11. „Þessi litla kaka er alveg dásamleg en það er búið að taka nokkrar tilraunir í að mastera hana. Fyrst varð hún rosalega stökk að utan en það var vegna þess að eitthvað tókst ekki nógu vel með eggjahvíturnar hjá mér,“ segir Valdís Sigurgeirsdóttir. Meira »

Kjúklingabringur með rjómaosti, pestó og parmaskinku

7.11. Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt, matreiddi dýrindskjúkling á dögunum. Meira »

Áfengir drykkir mun óhollari en flestir halda

2.11. Mörgum þykir notalegt að koma heim eftir langan dag og fá sér ískaldan bjór eða glas af víni. En myndi fólk fá sér annað og þriðja glasið ef það vissi hversu margar hitaeiningar þau innihéldu? Þetta eru spurningar sem höfundar nýrrar rannsóknar hafa reynt að svara. Meira »

Jólabjórinn degi fyrr í Vínbúðir

3.11. Þrátt fyrir að í reglugerð um sölu á jólavörum sé kveðið á um að jólabjór megi aðeins selja í Vínbúðum ÁTVR frá 15. nóvember ár hvert munu óþreyjufullir fá sinn jólabjór degi áður þetta árið. Helgast það af því að stjórnendur ÁTVR fengu heimild til undanþágu. Meira »

Pasta með beikoni, vínberjum og döðlum

1.11. Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt útbjó girnilegan pastarétt með döðlum og vínberjum og svo kemur beikon einnig við sögu. Meira »