Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Rosaleg súkkulaði- og sykurpúðasamloka

07:00 Þessi samloka er bara fyrir mestu sælkerana. Hún er grilluð og inniheldur Nutella-súkkulaði og sykurpúða.  Meira »

Eldsnöggur fiskréttur með beikoni og osti

11.2. Eldsnöggur fiskréttur með beikoni, hvítmygluosti og sætum kartöflum er það sem Óskar Finnsson býður upp á í þessum síðasta þætti af Korter í kvöldmat í bili. Hann segir að þessi réttur sé algert sælgæti. Meira »

Kjötbollurnar sem við elskum öll

10.2. Hjúkrunarfræðingurinn og matarbloggarinn á Gulur, rauður, grænn og salt, Berglind Guðmundsdóttir býður hér upp kjötbollur í brúnni sósu. Meira »

Kínverskt nautakjöt í „spicy“ appelsínusósu

6.2. „Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift að nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld,“ segir Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

Hversdagsmatur eða sunnudagssteik?

4.2. Í þætti dagsins af Korter í kvöldmat töfrar Óskar fram ofnbakað grænmeti með engifersósu og kjúklingi, eða til að smella réttinum í hátíðarlegri búning, önd. Meira »

Sykurlausar vatnsdeigsbollur

3.2. Fólk sem reynir að lifa nokkuð sykurlausu lífi getur alveg upplifað það að langa í bollu á sjálfan Bolludaginn.   Meira »

Ótrúlega einfaldur saltfiskréttur

28.1. Rétturinn sem Óskar Finnsson töfrar fram í þætti dagsins, Korter í kvöldmat, er ótrúlega einfaldur. „Tíminn sem tekur að búa þetta til er í raun tíminn sem tekur að sjóða kartöflurnar, það tekur 20 mínútur og á 20 mínútum gerum við réttinn og hann er tilbúinn á borðið,“ segir Óskar. Meira »

Framúrskarandi Bernaise sósa frá lækninum

2.2. Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, elskar Bernaise sósu og „sous vide“ eldað nautakjöt.   Meira »

Borðaðu eins og Marc Jacobs

26.1. Marc Jacobs er að sjálfsögðu með einkakokk, eins og sannri stórstjörnu sæmir. Svo heppilega vill til fyrir okkur hin að einkakokkurinn, Lauren Gerrie, var svo elskuleg að deila nokkrum girnilegum uppskriftum með almúganum. Meira »

10 hlutir sem allar konur ættu að vita um vín

21.1. Þegar þú arkar alltaf beinustu leið að sömu hillunni missir þú af svo mörgum öðrum góðum kostum. Biddu starfsmann að sýna þér áhugaverða flösku á því verðbili sem þú ert að hugsa um. Meira »

Bearnaise með öllu, nema kannski eftirréttum

21.1. „Bearnaise sósa er góð með öllum mat. Kannski ekki eftirréttum, en öllu öðru,“ segir Óskar Finnsson kokkur, sem sýnir í þætti dagsins hvernig á að gera guðdómlega bearnaise sósu frá grunni í þættinum Korter í kvöldmat. Meira »

Ljúffeng ommiletta með karmelliseruðum lauk

18.1. „Þó að eiginkonan og táningurinn hafi verið á Íslandi um helgina hefur húsið okkar í Brighton ekki verið tómlegt. Óperinn okkar, Þórhildur, var með vinkonur sínar í heimsókn og við gerðum okkar besta við að bjóða þær velkomnar.“ Meira »

13 leiðir til að spara við matarinnkaupin

16.1. Eyðir þú allt of miklu í mat og ertu þessi týpa sem hendir helmingnum af því sem þú kaupir inn? Ef þú vilt ekki eyða öllum peningunum þínum í mat skaltu halda áfram að lesa. Meira »

Ferskt ravioli í ljúfri parmesanostasósu

14.1. Óskar Finnsson eldar pasta af hjartans list í sínum nýjasta þætti.   Meira »

Læknirinn mælir með kjúklingasalati

16.1. Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, þurfti aðeins að skera niður í mataræði sínu eftir jólin. Hér kemur kjúklingasalat sem fitar minna. Meira »

Margarita í hollari kantinum

9.1. Höfum við ekki flest gaman að því að fá okkur eins og einn kokteil, eða tvo. Til þess að friða samviskuna er tilvalið að hollustuvæða kokteilinn örlítið. Meira »