Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

„Heimsins besta kaka“ kemur frá Noregi

í gær „Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún lætur kannski ekki mikið yfir sér en látið ekki blekkjast, hún bragðast ómótstæðilega. Kakan á rætur að rekja til Noregs þar sem hún hefur verið bökuð í fjöldamörg ár og við hin ýmsu tilefni eins og brúðkaup, skírnarveislur, afmæli og já í raun flest þau tilefni sem kalla á köku.“ Meira »

Barbie kjúklingur

í gær Krakkar geta verið afskaplega matvandir og vilja oftar en ekki borða neitt annað en það sem duttlungar þeirra segja til um hverju sinni. Þannig hefur það verið með yngstu dótturina á þessu heimili sem á tímabili virtist ætla að taka Meira »

Þessar fyrirsætur eru meistarakokkar

í fyrradag Æskan varir ekki endalaust og það vita flestar fyrirsætur. Þegar að þær ljúka störfum í tískuiðnaðinum er afar algengt að þær færi sig yfir í leiklistina. Það eru þó nokkrar fyrirsætur sem að hafa fært sig yfir í eldhúsið og stunda matseldina nú af kappi. Meira »

Fljótlegur teriyaki-kjúklingur að hætti Svövu

2.8. „Í gær voru átta manns hér í mat og ég gerði mér auðvelt fyrir og grillaði teriyaki-kjúkling sem ég bar fram með steiktum hrísgrjónum. Svo brjálæðislega gott! Þetta er fullkominn réttur til að bjóða upp á, hvort sem tíminn er knappur eða ekki. Kjúklingurinn er settur í marineringu kvöldið áður og þar sem ég notaði kjúklingalundir þurftu þær bara örskamma stund á grillinu,“ skrifar Svava á matarbloggið sitt Ljúfmeti og lekkerheit Meira »

Mexíkóskt maíssalat

2.8. Þetta maíssalat er í anda mexíkóskrar matargerðar og er frábært með til dæmis grilluðum kjúkling. Maískornin er ristuðu á pönnu áður en þeim er blandað saman við dressinguna sem gefur þeim meira bragð. Það er um að gera að Meira »

Ekta ítalskt lasagna með bechamél sósu

1.8. „Lasagna er ákaflega vinsæll réttur á þessu heimili. Lengi vel var það Snædís kona mín sem sá um að elda þennan rétt. Og það gerði hún sannarlega vel. Eftir að ég gerðist fyrirferðarmeiri í eldhúsinu hef ég séð um að elda lasagnað. Okkur hjónin greinir reyndar svolítið á um hvernig best er að standa að því að gera lasagna. Ég vil alltaf hafa fleiri lög af lasagnaplötum en Snædís og svo erum við ekki alveg sammála um hvernig raða skal sósunum í lasagnað. Við höfum þó náð málamiðlun í þessu eins og svo mörgu,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson á blogginu sínu, Læknirinn í eldhúsinu, áður en hann deilir uppskrift af gómsætu lasagna. Meira »

Gómsætur hindberja- og chiagrautur

30.7. Hérna kemur uppskrift að meinhollum og gómsætum morgungraut. Hann tekur lítinn tíma að undirbúa. Svo má leika sér með uppskriftina og bragðbæta hann með hnetum, rúsínum eða jafnvel dökkum súkkulaðispónum fyrir helgarnar. Meira »

Chablis-kjúklingur og 40 hvítlauksrif

30.7. Fjórði þáttur af Lækninum í eldhúsinu frá Ragnari Ingvarssyni er kominn í loftið. Í þessum þætti sýnir hann okkur hvernig má matreiða kjúkling á tvo vegu. Dásamlega girnilegt. Meira »

Er algjör sælkeri og elskar að baka

28.7. Anna Jia hefur mikinn áhuga á bakstri og matargerð. Hún er dugleg við að prufa nýjungar og þróar uppskriftirnar áfram sjálf. „Þegar maður er búin að baka eitthvað oft er gaman að breyta aðeins til og prufa að bæta nýjum hráefnum við.“ Meira »

Maíssalat með feta

28.7. Maís er frábært meðlæti með margs konar mat, ekki síst grilluðu kjöti. Þetta salat á t.d. sérstaklega vel við grillaðan kjúkling. Það er best að nota ferska maísstöngla sem yfirleitt má fá í búðum en það er einnig hægt að Meira »

Svona sérðu hvort avókadóið er tilbúið

27.7. Það getur verið erfitt að finna hið fullkomna avókadó úti í búð. Stundum er það óþroskað og ekki tilbúið til átu og oft er það of þroskað og nánast ónýtt. En hérna kemur snilldarráð sem þýðir að núna munt þú velja hið fullkomna avókadó í hvert einasta skipti sem þú kaupir þennan gómsæta ávöxt. Meira »

Svakalegur detox-safi eftir stórar máltíðir

26.7. Þessi svakalegi detox-safi getur bjargað þér þegar þér líður illa eftir stórar og óhollar máltíðir. Hann er ekkert endilega sá bragðbesti en meinhollur er hann því hann sogar í sig eiturefnin úr líkamanum. Meira »

Búa til pestó úr hundasúrum

26.7. „Eitt af því skemmtilegasta sem við gerum á sumrin er að leita uppi villtar jurtir sem hægt er að nýta til matar, eða brugga úr te og seyði. Um daginn útbjuggum við kaffi úr fíflarótum og nú er komið að því að nýta hundasúrurnar,“ skrifa mæðgurnar Solla og Hildur á bloggið sitt, Mæðgurnar. Meira »

Dásamlegt Risotto með nýjum aspas

23.7. „Þá er kominn fimmtudagur á nýjan leik og komið að þriðja þættinum. Þessi þáttur er tileinkaður risotto og pastaréttum. Vilhjálmur Bjarki, sonur minn, er mér innan handar,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, en hér fyr­ir neðan er þátt­ur 3 í serí­unni Lækn­ir­inn í eld­hús­inu sem sýnd­ir voru á Skjá­Ein­um. Í þessum þætti eldar hann meðal annars gómsætt Risotto með aspas. Meira »

Svona heldur þú jarðarberjunum ferskum

24.7. Það er alltaf jafnsvekkjandi þegar dýrir ávextir eins og jarðarber skemmast inni í ísskáp. En hérna kemur skothelt húsráð sem þýðir að jarðarber þurfa aldrei aftur að fara til spillis í þínum ísskáp. Meira »

Lambafile harissa með möndlu og rúsínu-tabbouleh

21.7. Harissa sem er í lykilhlutverki í þessari uppskrift er chili-mauk sem er mjög mikið notað í matargerð Maghreb-svæðisins í Norður-Afríkur, það er Túnis, Alsír og Marokkó. Það er hægt að fá harissa í dósum í nær öllum Meira »