Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Steikt hrísgrjón að hætti Szechuan

22.3. Héraðið Szechuan í suðvesturhluta Kina er þekkt fyrir matargerð sína. Hún er bragðmikil, sterkkrydduð og hrikalega góð og eitt helsta einkenni hennar er mikið af hvítlauk, mikið af chili og síðan szechuan pipar. Þessi uppskrift af Meira »

Er þetta girnilegasta kaka í heimi?

21.3. Þessi fáránlega girnilega kaka er aðeins fyrir allra mestu sælkerana þarna úti. Hérna eru hlutirnir teknir á næsta stig enda inniheldur kakan smákökudeig, oreo-kex og brownie-köku. Uppskriftin af þessari þriggja hæða snilld kemur af heimasíðunni KevinAndAmanda.com. Meira »

Sætkartöflufranskar í hnetusmjöri

19.3. Það hefur verið ansi vinsælt að skipta venjulegum kartöflum út fyrir sætar kartöflur til að gera “franskar kartöflur”. Þær eru þá bakaðar en ekki djúpsteiktar sem að gerir þær extra hollar. Það má síðan taka þessar Meira »

Möndlubotn, súkkulaðikrem og hindber

17.3. „Hér er á ferðinni dásamlegur hráfæðiseftirréttur sem vekur lukku og kátínu þeirra sem hann bragða enda er hann ekki einungis ótrúlega bragðgóður heldur líka svo fallegur og ekki skemmir það fyrir ... Meira »

Dásamleg „vegan“ sætkartöflu-pítsa

16.3. Hérna kemur uppskrift af einstaklega bragðgóðri og spennandi pítsu sem hentar þeim sem eru „vegan“. Botninn er gerður úr meðal annars sætum kartöflum og chia-fræum og er því einstaklega staðgóður. Meira »

Í veislu hjá mæðgum

16.3. Sólveig Eiríksdóttir, heilsumatarhönnuður og veitingakona, og dóttirin Hildur Ársælsdóttir, með BS-gráðu í næringarfræði, halda úti vinsælu matarbloggi þar sem áhersla er lögð á hollan, ferskan og fallegan mat. Meira »

Spaghetti-pizza með pepperoni

15.3. Það eru stundum ótrúlegustu hlutir sem að maður rekst á þegar að bandarískur matreiðslusíður eru skoðaðar. Sumir hlutir eru eiginlega svo ótrúlegir að maður verður að prófa þá. Það á við um þennan rétt. Hverjum hefur Meira »

Ljúffeng súkkulaði- og avókadóterta

15.3. „Stærsti kosturinn við þessa dásemdar súkkulaði avókadó tertu er líklega að hún inniheldur bara 4 hráefni. Það er ekki hægt að klúðra henni því hún er svo einföld,“ skrifa þær Solla Eiríksdóttir og Hildur. Meira »

Heimagert hnetusmjör gerir lífið betra

10.3. Það jafnast ekkert á við alvöru heimagert hnetusmjör sem gert er frá grunni. Í þessum þætti sýni ég ykkur trixin.   Meira »

Þorskur með fetaosti og kóríander

10.3. Það er grískur andi í þessum ofnbakaða fiskrétti. Þorskurinn er fullkominn með en það má líka nota ýsu. 800 g þorskhnakkar 1 lítill rauðlaukur 1 lúka niðursneiddur púrrulaukur Dalafeta með kóríander og hvítlauk estragon Meira »

Nutella-snúðar með glasúr

8.3. Það er rúm hálf öld liðin frá því að ítalska fyrirtækið Ferrero kynnti Nutella til sögunnar og þetta unaðslega heslihnetu- og súkkulaðikrem hefur notið ótrúlegra vinsælda síðan. Það sést kannski best á því að um Meira »

Kjúklingur í sítrónu- og rósmarínsósu með Orecchiette-pasta

7.3. Orecchiette mætti þýða sem litlu eyrun en þessi pastategund er dæmigerð fyrir héraðið Púglía allra syðst á Ítalíuskaganum. Það hentar mjög vel með margs konar pastasósum þar sem “litli eyrun” eru einstaklega lúnkin Meira »

Afbragðhollur gúllas-réttur í hnetusósu

3.3. Synir mínir tveir kunna að meta heita og holla rétti. Hér er boðið upp á nautagúllas í hnetusósu.   Meira »

„Djúsí“ rjómalagað tómatpasta

28.2. Þessi „djúsí“ pastaréttur er gómsætur einn og sér en það er einnig hægt að bæta smá kjúkling eða rækjum út í réttinn og gera hann þannig ennþá saðsamari. Meira »

Majónesið verður ekki gult ef það er blandað

3.3. Marentza Poulsen veit allt um brauðtertur og segir að þær séu svo vinsælar í veislum því hægt sé að ...  Meira »

Súkkulaðigrautur fyrir upptekna

26.2. Hefur þú sjaldnast tíma til að borða morgunmat heima hjá þér og ertu mikið á ferð og flugi? Ef þú ert í ofanálag sælkeri þá er þetta morgunmaturinn fyrir þig. Meira »