Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Súkkulaðibaka með búrbon-viskíi

25.1. Á blogginu Modern Wi­festyle má finna uppskrift að guðdómlegri súkkulaðiböku en það er ljós­mynd­ar­inn og mat­ar­blogg­ar­inn Katrín Björk sem held­ur úti blogg­inu. Bakan er afar girnileg! Meira »

Marokkóskur kjúklingur með sveskjum og apríkósum

25.1. Réttir frá Marokkó byggja mikið á kryddum og oft eru þurrkaðir ávextir notaðir líka, t.d. sveskjur og apríkósur eins og hér. Réttinn má elda í svokallaðri “tagine” sem er eins konar panna með sívölu loki sem má setja inn Meira »

Fylltar crepes með sveppum og púrru

20.1. Ragnar Freyr Ingvarsson heldur áfram með grænmetisþema í eldhúsinu. Nú býður hann upp á súpergirnilegar crepes.   Meira »

Stökkar aspas-franskar með parmesan

18.1. Þeir sem eru hrifnir af frönskum kartöflum verða örugglega hrifnir af þessum stökku aspas-frönskum sem bragðast vel með öllum mat. Meira »

Guðdómlegur morgunverðarþeytingur

18.1. Þessi djúsí og saðsami þeytingur bragðast eins og súkkulaðiís. Þessi er tilvalinn í morgunmat þegar maður vill dekra við sjálfan sig. Meira »

Súrsætur kjúklingur

18.1. Súrsætur kjúklingur er sígildur austurlenskur réttur í vestræna eldhúsinu. Þessi aðferð er kínversk að uppruna og þar má finna margar útgáfur af súrsætri sósu. Á Vesturlöndum hefur súrsæta sósan notið mikilla vinsælda og þá Meira »

„Eðlan“ tekin á næsta stig

16.1. Ostadýfurétturinn sem unga kynslóðin kýs að kalla „eðlu“ hefur náð auknum vinsældum á undanförnum misserum eftir tilkomu facebookhópanna Beautytips og Sjomlatips. Þeir sem kunna vel að meta þennan rétt ættu kannski að prófa að taka hann á næsta stig. Meira »

Fljótlegir súkkulaði-hafraklattar

17.1. Þessa gómsætu súkkulaði-hafraklatta er einfalt og fljótlegt að gera. Klattarnir eru sannkallað hnossgæti sem hentar vel sem eftirréttur í nestisboxið. Meira »

Grænn drykkur frá Las Vegas

16.1. Þegar möndlusmjör hittir kókósvatn, spínat, döðlu og banana þá verður aldeilis gaman.   Meira »

Búinn að borða grænmeti í viku

13.1. Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, ætlar að lifa á grænmetisréttum í janúar. Hann útbjó taco-veislu á dögunum.   Meira »

Taílenskur kjúklingur með kókos og jarðhnetusmjöri

11.1. Yndislegur kjúklngur með taílensku yfirbragði þar sem kókósmjólk og hnetusmjör gefa mikið og gott bragð. Ómissandi líka að hafa fínt saxaðan kóríander með. 600 g beinlaust kjúklingakjöt 1 laukur, saxaður 1 rauð paprika, söxuð 1 Meira »

Klassísk tveggja hæða súkkulaðikaka

10.1. Klassísk súkkulaðikaka klikkar ekki, það vitum við. Þessi uppskrift að klassískri súkkulaðiköku steinliggur. Hún hentar t.d. vel í saumaklúbbinn, barnaafmælið eða sunnudagsboðið. Meira »

Hildigunnur bloggar – Rósmarín- og hvítlaukspasta

7.1. Eftir jólin er kominn tími á að slaka á í steikunum (klisjur hvað?) og þetta pasta er ekki sérlega dýrt, einfalt og hreint ágætt. Samt svolítið smjör sem mætti væntanlega skipta út fyrir góða olíu. 6 msk smjör 2 meðalstórir Meira »

Sykurlaus eplakaka sem keyrir upp hamingjuna

5.1. Í janúar er ekki úr vegi að keyra upp hollustuna í tilverunni og ekki úr vegi að baka sykurlausa eplaköku sem hægt er að borða í morgunmat. Meira »

„Pönnukaka“ með karamellukremi og valhnetum

5.1. Sælkerinn og matarbloggarinn Kristín Gróa heldur úti blogginu Lúxusgrísirnir. Þar er að finna girnilega uppskriftir, m.a. af þessari ljúffengu köku sem Kristín kýs að baka í steypujárnspönnu. Meira »

Hnetusmjörsklám í sinni svæsnustu mynd

4.1. „Þetta er hnossgæti sem ég gæti hugsað mér að liggja í fullu baðkari af. Alla daga. Alltaf. Hnetusmjörsklám í sinni svæsnustu mynd. Sem er jú besta tegundin af klámi,“ skrifar Guðrún Veiga Guðmundsóttir í matreiðslubókina sína. Meira »