Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Smálúða með „tandorri“ sniði

Í gær, 16:48 Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, matreiddi svona líka girnilega lúðu á dögunum þar sem „tandorri“ krydd kom við sögu. Meira »

Búðu til veislurétti úr Bolognese

Í gær, 13:00 Annar þáttur Óskars Finnssonar, Korter í Kvöldmat, er kominn á mbl.is. Hér má sjá tvær nýjar uppskriftir úr Bolognese rétti sem hann eldaði á skjánum fyrir landsmenn. Meira »

Jólakonfektið sem allir eru trylltir í

Í gær, 10:01 Desember og jólaundirbúningur á að veita gleði og ánægju. Hann á ekki að skapa togstreitu og vanlíðan, stress og glundroða. Þess vegna skiptir máli að það sem er gert í eldhúsinu til þess að komast í jólaskap sé einfalt og fljótlegt og sé á þeim skala að allir fjölskyldumeðlimir geti tekið þátt. Meira »

Marsipanrúlla með núggat og súkkulaði

í fyrradag Elín Traustadóttir matarbloggari og kennari elskar allt danskt. Hér kemur uppskrift að marsipanrúllu sem er svona líka girnileg. Meira »

Jólasteik grænmetisætunnar

23.11. Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Móður Náttúru, sem framleiðir grænmetisrétti, er mikil gourmet-kona og sættir sig aldrei við neitt nema það allra besta. Meira »

Hafragrautur í hátíðaútgáfu

20.11. Ef einhver fæða flokkast undir þjóðarrétt Íslendinga þá er það líklega hafragrautur. Hér kemur spariuppskrift af hafragraut sem gerir hversdaginn að veislu. Meira »

Sjúklega góðar Snickers-ostakökur

17.11. „Rjómaostur – we meet again. Ég hef eitthvað verið að spara rjómaostinn uppá síðkastið og biðst ég formlega afsökunar á því. Ég bara skil ekkert í mér því í mínum huga er rjómaostur eitt af undrum veraldar. Sérstaklega þegar maður blandar honum saman við flórsykur. Alveg sjúk blanda,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem heldur úti kökublogginu Blaka. Meira »

Kraftmikið Spagetti sem gælir við bragðlaukana

19.11. Óskar Finnsson kokkar upp hinn klassíska ítalska rétt spagettí bolognese að sínum hætti með fullt af hvítlauk og chilli, í þætti dagsins. Meira »

Geggjaðir réttir úr afgöngum

17.11. Á mbl.is er fyrsti matreiðsluþátturinn Korter í kvöldmat farinn í loftið. Þar var eldaður dýrindis kjúklingur í parmaskinku með kartöflum. Við sýnum hér hvað má gera við afgangana. Meira »

Drykkurinn sem minnkar sykurlöngun

13.11. Eftir nokkurra ára tilraunir með hinn eina sanna græna drykk er töfrauppskriftin fundin. Hér er hún.   Meira »

Parmaskinku-kjúklingabringur

12.11. Ástríðukokkurinn Óskar Finnsson eldar girnilegar kjúklingabringur í þættinum Korter í kvöldmat.   Meira »

Kálfasneiðar Cordon Bleue

12.11. Cordon Bleue er sígildur réttur sem stundum verður voðalega mikið í tísku (rétt eins og aðrir klassíkerar á borð við Béarnaise-sósu og hana í víni) en heldur sig þess á milli til hlés þótt hann eigi ávallt dyggan hóp aðdáenda. Meira »

Pastaréttur Tinnu Alavis

11.11. Fyrirsætan og lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis er hér með uppskrift að girnilegu pasta með kjúklingi.  Meira »

Heimagerðar tortillakökur

9.11. Flestir elska mat með mexíkósku ívafi. Hér eru tortilla-kökurnar gerðar frá grunni og eru auðvitað án allra aukefna.   Meira »

Súperholl mexíkósk veisla

10.11. Mæðgurnar Solla Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir útbjuggu hollan, fallegan og girnilegan kvöldverð.   Meira »

Korter í kvöldmat

8.11. Ástríðukokkurinn Óskar Finnsson er mörgum Íslendingum kunnur. Hann lýsir hér ástríðu sinni fyrir mat sem hefur fylgt honum alla ævina og segir frá nýjum þætti. Meira »