Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

„Djúsí“ rjómalagað tómatpasta

í gær Þessi „djúsí“ pastaréttur er gómsætur einn og sér en það er einnig hægt að bæta smá kjúkling eða rækjum út í réttinn og gera hann þannig ennþá saðsamari. Meira »

Súkkulaðigrautur fyrir upptekna

26.2. Hefur þú sjaldnast tíma til að borða morgunmat heima hjá þér og ertu mikið á ferð og flugi? Ef þú ert í ofanálag sælkeri þá er þetta morgunmaturinn fyrir þig. Meira »

Blómkálssúpa með Cheddarosti

26.2. Þetta er ekta vetrarsúpa, matarmikil og bragðgóð. Blómkál hentar afskaplega vel til súpugerðar og þroskaður og fínn Cheddar-ostur fullkomnar súpuna  ásamt sítrónuberkinum. 1 blómkálshaus 1 púrrulaukur 3-4 hvítlauksgeirar 1 Meira »

Morgunverður kraftlyftingaþjálfarans

25.2. Egg með banana og kanil er einn af þeim réttum sem er að gera allt vitlaust í kraftlyftingaklúbbnum í 170 Seltjarnarnesi.   Meira »

Kínóa skonsur

22.2. Kínóa er eitt af þeim hráefnum sem við ættum að borða miklu meira af. Þess vegna er afar sniðugt að setja þær út í þjóðlegan mat eins og skonsur. Meira »

Gómsætur súkkulaðibúðingur með chia

21.2. Súkkulaði og næringarrík chia-fræ sem fara vel í magann. Hljómar vel, ekki satt? Hérna kemur uppskrift af gómsætum chia-búðingi sem hentar vel sem morgunverður. Meira »

Bollur með jarðarberjafyllingu að hætti Evu Laufeyjar

16.2. „Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og frá því að ég var lítil þá hefur þessi dagur verið í algjöru uppáhaldi,“ skrifar matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran sem bakar að sjálfsögðu sínar eigin bollur fyrir bolludag. Meira »

Appelsínukjúklingur

18.2. Appelsínuönd er auðvitað sígildur réttur úr franska eldhúsinu en þessi appelsínuönd sækir meira til þess asíska eða kannski öllu bandarísk-kínverska eldhússins. Fyrsta skrefið er að gera appelsínumarineringu en í hana þarf: safa Meira »

Oreo-bollakökur með súkkulaðikremi

14.2. Þessar gómsætu bollakökur eru fyrir þá sem kunna vel að meta oreo-kex, ostakökur og súkkulaði því þær sameina það þrennt einmitt. Meira »

Kóreskt BBQ-hakk

12.2. Kóreska grillmenningin hefur sína sérstöðu og einhver þekktasti rétturinn er bulgogi, sem er kjöt, yfirleitt nautakjöt, sem hefur verið marinerað í sojasósu, sykri, hvítlauk og sesamolíu áður en það er grillað. Kóreskir Meira »

Ofnbakaðar og marineraðar lærissneiðar

10.2. „Ég lenti inni á spjallþræði í dag þar sem spurt var um uppskrifir að lambalærissneiðum. Margar ljúffengar uppástungur lentu inn á þræðinum en ég tefldi fram þessari uppskrift sem ég birti í Veislunni endalausu sem kom út núna fyrir jólin!“ Meira »

Fljótlegt suður-franskt Cassoulet

10.2. Cassoulet – sem er borið fram “kassúle” er einn af þekktustu réttum hins forna Occitane-svæðis í Suður-Frakklandi sem eitt sinn teygði sig frá Atlantshafströndinni og yfir til Ítalíu. Fyrir þá sem eru forvitnir um Meira »

Guðdómlega góðar súkkulaðipönnukökur

7.2. Angie Dudley, höfundur metsölubókarinnar Cake Pops, er snillingur í eldhúsinu. Hún deildi nýverið pönnukökuuppskrift sem slegið hefur í gegn. Uppskriftin er af dásamlegum súkkulaði-pönnukökum sem erfitt að er standast. Meira »

Morgunmaturinn sem fullkomnar daginn

6.2. Ef morgunmaturinn er næringarríkur og veitir fyllingu þá þurfum við ekki að borða fyrr en í hádeginu. Þessi fullkomni morgungrautur er eins og desert. Meira »

Fljótlegar hnetusmjörsprótein-kúlur

7.2. Þessar gómsætu hnetusmjörsprótein-kúlur er auðvelt að búa til og þær er tilvalið að fá sér sem millimál. Þær eru seðjandi og sætar enda innihalda þær chiafræ og döðlur. Meira »

Kominn á kaf í kjötið aftur

5.2. Ragnar Freyr Ingvarsson borðaði bara grænmeti í janúar en nú er kjöthátíðin byrjuð fyrir alvöru og með svona líka miklum stæl. Meira »