Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Ferskt sumarsalat með rabarbara

13:00 „Rabarbari vex víða í íslenskum görðum og sprettur hratt um þessar mundir. Í hvert sinn sem við mæðgur sjáum rabarbara dreymir okkur um rabarbarapæjuna hennar ömmu Hildar ... hvílík dásemd,“ skrifa mæðgurnar Solla og Hildur áður en þær deila með lesendum uppskrift að sumarsalati þar sem rabarbarinn skipar stórt hlutverk. Meira »

Indverskt lambafile á grillið

í gær Það breytist matargerðin hjá mörgum yfir sumarið og færist meira út á pallinn, svalirnar, garðinn eða hvar sem grillið kann nú að vera staðsett. Það er hins vegar engin ástæða til að takmarka grillmatargerðina við hefðbundnar Meira »

Grillsumarið mikla - 2. þáttur

2.7. Grillþáttur Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Grillsumarið mikla, hóf göngu sína í síðustu viku. Hér er komið að liðinu Hey þú að sýna flotta grilltakta. Meira »

Hverjir eru þessir Grillhausar?

30.6. Í fyrsta þætti af Grillsumrinu mikla brilleruðu Grillhausarnir. En hverjir eru þessir grillhausar sem virðast geta grillað hvað sem er? Meira »

Fjölbreytilegt eggja-„soufflé“ í morgunsárið

29.6. „Ég er afar hrifinn af eggjum. Egg eru næstum því hinn fullkomni matur - ótrúlega fjölbreytt og með eindæmum holl. Ég byrja næstum því hvern einasta morgun með því að snæða egg, stundum bara steikt upp úr smjöri - „sunny side up“ ... Meira »

Ofureinfalt bananasnakk

28.6. Hérna kemur uppskrift að ofureinföldu og hollu bananasnakki sem bragðast til dæmis vel með rúsínum og hnetum.  Meira »

Silkimjúkur kókos- og mangóþeytingur

28.6. Hérna kemur uppskrift af gómsætum og meinhollum þeyting með mangó, kókos og chifræum. Þeytinginn tekur örskammastund að undirbúa og hann hentar vel sem morgunmatur. Meira »

Dásamlegir kaldhefaðir kanilsnúðar

28.6. „Þetta er algjör lúxusuppskrift því það þarf ekkert annað að gera um morguninn en að setja ofnskúffuna inn í heitan bakaraofninn og bíða eftir að bökunarlyktin fylli húsið. Hálftíma síðar eru nýbakaðir kanilsnúðar komnir á borðið sem þú getur annað hvort smurt með Nutella, gert glassúr eða einfaldlega sigtað flórsykur yfir áður en þeir eru bornir fram.“ Meira »

Grillað lambalæri með basil og lime-jógúrtsósu

28.6. Þetta er sumarleg uppskrift að grilluðu og úrbeinuðu lambalæri sem er marinerað í appelsínusafa, kryddjurtum og hvítlauk áður en það er grillað. Með kjötinu höfum við  bragðmikla jógúrtsósu með basil og lime. En fyrst er það Meira »

Heilsusamlegt hvítlauksbrauð

27.6. „Um daginn langaði mig alveg óstjórnlega í hvítlauksbrauð með einhverju sem ég var að elda. Ég átti frosið, týpískt hvítlauksbrauð inni í frysti en mig langaði ekki alveg í svoleiðis þó svo að ég borði og alls konar brauð svo ég ákvað að reyna að finna hollari kost.“ Meira »

Silkimjúkt avókadó-hummus

26.6. Hér kemur uppskrift að gómsætu og silkimjúku avókadó-hummus. Það bragðast einstaklega vel með mexíkóskum mat.   Meira »

Jói Fel grillar með farsímanum

26.6. Jói Fel er duglegur að kynna sér helstu tækninýjungar. Nú er hann búinn að fá sér kjöthitamæli sem talar við símann. Þetta tækniundur gerir hverja grillmáltíð að veislu. Meira »

5 leiðir til að gera eldhúsið franskara

23.6. Það er auðvelt að fá vatn í munninn bara við þá tilhugsun að hugsa um franska sælkeraeldhúsið. Sölt karamella, smjör, dijon-sinnep og tauservéttur eiga það sameiginlegt að gera lífið betra. Meira »

Troðfyllt pastabaka - úr kvikmyndinni Big night

17.6. „Hugmyndina að þessari uppskrift fékk ég úr bíómyndinni Big night sem er óður til ítalskrar matargerðar og fjallar um tvo bræður sem reka veitingastað sem er að syngja sitt síðasta.“ Meira »

Bláberjaterta með hvítu súkkulaði

20.6. „Óskaplega bragðgóð og mjúk,“ segir Albert Eiríksson um tertuna sem hann bakaði fyrir þjóðhátíðardaginn. „Við megum ekki gleyma hvíta súkkulaðinu, það er gott líka. Já, og það hverfur líka úr súkkulaðiskúffunni minni.“ Meira »

Einfaldasti Oreo-eftirréttur í heimi

17.6. Hérna kemur uppskrift af geggjuðum Oreo-eftirrétt sem er fáránlega einfalt að búa til. Enginn bakstur, ekkert uppvask, ekkert vesen. Þessi eftirréttur slær í gegn. Meira »