Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Saltfiskinn má ekki vanta

10:00 Getur tekið allt að tvo sólarhringa að útvatna saltfiskinn. Þegar fiskurinn er klár tekur matreiðslan hins vegar ekki langan tíma • Bento á Tapas Barnum segir gott að drekka kælt og bragðmikið rauðvín með þessum sígilda spænska og portúgalska jólamat Meira »

Eldar fyrir gesti Hjálpræðishersins

15.12. Andrés Kolbeinsson, kokkur á Hereford steikhús, mun elda fyrir gesti Hjálpræðishersins í Tapashúsinu á aðfangadagskvöld. En hvað verður í matinn?. Meira »

Sykurlausar súkkulaðismákökur

15.12. Það eru ef til vill einhverjir sem eru að streitast á móti sykurmarineringu desembermánaðar og þá koma kökur eins og þessar eins og himnasending. Meira »

Gómsætt kakó- og kasjúnammi

14.12. Þessu gómsæta kakó- og kasjúnammi er tilvalið að gæða sér á í desember. Þetta nammi inniheldur ekkert súkkulaði né mjólk og hentar því þeir sem eru vegan vel. Meira »

Ítalskur hátíðarkjúklingur

14.12. Þótt að rautt kjöt tengist oft okkar hátíðarhefðum á það sama ekki við alls staðar. Á Ítalíu er t.d. algengt að bera á borð fisk eða kjúklingarétti í tengslum við kristilegar hátíðir á borð við jól og páska. Hér er Meira »

Jólalegar hráfæðiskúlur með „rommi“ og kókos

13.12. „Þessar hrákúlur eru hættulega bragðgóðar. Þær er tilvaldar fyrir þá sem vilja fá sér eitthvað sætt yfir hátíðirnar en á sama tíma passa upp á línurnar og vellíðunina,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til fulls. Meira »

Meinhollt carob-konfekt að hætti Þorbjargar

7.12. Súkkulaði er í uppáhaldi hjá mörgum en vandamálið er að súkkulaði er ekki beint það hollasta sem við látum ofan í okkur. En hérna kemur uppskrift af meinhollu „súkkulaði-konfekti“...án súkkulaðis! Meira »

Snickers-smákökur

9.12. Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt bakaði girnilegustu smákökur norðan Alpafjalla á dögunum. Í þeim voru sætindin ekki spöruð. Meira »

Rósakál með parmesan og hvítlauk

7.12. Rósakál er vinsælt vetrargrænmeti og hentar vel sem meðlæti með margskonar réttum. Það á vel við margskonar kjötrétti, hvort sem er lambakjöt eða villibráð á borð við gæs og hreindýr. rósakál hvítlaukur rifinn parmesanostur Meira »

Heitt „súkkulaði“ án mjólkurafurða

6.12. Nú þegar desember er genginn í garð er freistandi að fá sér heitt súkkulaði. Þessi uppskrift að heitu „súkkulaði“ inniheldur ekki súkkulaði heldur kakó og hentar því þeim sem ekki neyta mjólkurafurða. Meira »

Dúnmjúkar bananamúffur

5.12. Þessar bananamúffur er auðvelt að útbúa og þær eru tilvaldar á morgunverðarborðið á sunnudögum. Múffurnar bragðast ótrúlega vel með smá hnetusmjöri. Meira »

Kornhænur með jólalegum brag

3.12. Kornhænur eru afskaplega vinsæll matur víða í Evrópu. Bretar kalla þessa fugla quail, Frakkar nefna þá caille og Ítalír tala um quaglia. Kornhænur eru ansi matarmiklar miðað við stærð og afskaplega bragðgóðar. Þær má elda með Meira »

Salat með gæsabringu og hindberjasósu

2.12. Þegar gæsabringur komast í partí með hindberjasósu, salati, ofnbökuðum lauk og tómötum þá gerast töfrarnir.   Meira »

Andarbringur með hunangsgljáa

30.11. Andarbringur eru alltaf vinsælar og hér berum við þær fram með  ótrúlega fljótlegum hunangs- og balsamikgljáa. Það er hægt að fá frosnar franskar andarbringur í flestum stórmörkuðum og það er miklu minna mál að elda þær en Meira »

Kjarngóð osta- og spínatbaka

30.11. Þessi gómsæta osta- og spínatbaka hentar grænmetisætum og öllum sem kunna góðan mat að meta. Bakan er staðgóð og bragðmikil en hana tekur um 10 mínútur að undirbúa og 30 mínútur að elda. Meira »

Fáránlega girnilegt „snickers“ nammi

29.11. Þetta „snickers“ sælgæti er fyrir alvöru sælkera. Það er alveg þess virði að eyða smá púðri í undirbúninginn því þetta nammi er svo sannarlega gómsætt. Meira »