Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Manchego-gratínerað brokkólí

í gær Manchego er spænskur ostur frá héraðinu La Mancha á spænsku hásléttunni. Þetta er afbragðs góður ostur og það er líka tilvalið að nota hann í gratín sem þetta. Spánverjar nota oft Manchego í staðinn fyrir Parmesan og því má Meira »

Mús sem gerir hverja máltíð að veislu

22.10. Þegar sellerí er soðið í potti og sett í blandara með vænni smjörklípu gerast töfrarnir. Sumir segja að þetta sé hinn fullkomni kvöldmatur fyrir einn. Meira »

Lostæt hnetusmjörs-próteinstykki

19.10. Hérna kemur uppskrift að gómsætum hnetusmjörs-próteinstykkjum sem eru stútfull af orku. Stykkin eru þakin dökku súkkulaði og ættu því að henta öllum þeim sem kunna vel að meta súkkulaði. Meira »

Gómsæt hveitilaus súkkulaðikaka

18.10. Þessi ljúffenga súkkulaðikaka er dökk og djúsí, hún inniheldur ekkert hveiti. Þessi girnilega kaka ætti að henta vel í næsta kaffiboð. Meira »

Pasta með sveppum og beikoni

18.10. Pasta með sveppum og beikoni í rjómasósu er auðvitað klassík. Fljótlegt og einfalt og alltaf jafngott. Með því að nota einnig hvítvín í sósuna, hvítlauk og chiliflögur fær hún meiri dýpt og bragð. Langbest er að nota ítalskt Meira »

Morgungrautur sem enginn fær leiða á

17.10. Það eru ekki margir grautar sem hægt er að borða dag eftir dag eftir dag án þess að fá leiða. Þessi hefur því sérstöðu.   Meira »

Úlfur meðal runna

14.10. Bjóráhugamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir að lítil brugghús spruttu víða upp en með þeim auðgaðist framboðið af gæða bjórtegundum. Ein þeirra er fyrsti IPA bjór Íslands, Úlfur, sem nefndur er eftir humlaplöntunni, lupus salictarius. Meira »

Stir fry-nautakjöt í chilisósu

14.10. Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt hefur dálæti á taílenskum mat. Hér er hún búin að útbúa girnilegan pottrétt sem fær bragðlaukana til að hoppa af kæti. Meira »

Mjólkurvörur draga úr líkum á offitu

14.10. Mjólkurvörur eða ekki? Þetta virðist vera algeng spurning hjá þeim sem vilja halda sér í kjörþyngd eða jafnvel missa nokkur kíló, en hvert er rétta svarið? Meira »

Geggjaðar Oreo-hrákökur

10.10. Þessi uppskrift kemur úr bókinni Rawsome Vegan Baking eftir Emily von Euw. Kökurnar minna á Oreo-kexið vinsæla en þessar smákökur eru mun hollari heldur en klassíska Oreo-kexið. Meira »

Hjartalaga lostæti

9.10. Valdís Sigurgeirsdóttir flugfreyja hjá Icelandair heldur úti matarblogginu Ljómandi.is. Á blogginu deilir hún hugmyndum sínum um hollt mataræði og girnilegum uppskriftum. Meira »

Kjúklingur í appelsínukarrýsósu

8.10. Kjúklingur í karrý hefur löngum verið vinsæll. Hér er á ferðinni svolítið öðruvísi karrýsósa, full af spennandi framandi kryddum og með ferskum appelsínusafa og grísku jógúrti. 1 heill kjúklingur, bútaður niður 1 dós grísk Meira »

Lostafull lúða með nigella fræjum

7.10. Nútímafólk er allt of óduglegt við að borða fisk og þess vegna kemur dúnduruppskrift að lúðu sem slær alltaf í gegn heima hjá mér. Meira »

Girnilegt rauðrófu-pestó

27.9. Rauðrófur eru meinhollar en þær innihalda til dæmis ríkulegt magn af járni og andoxunarefnum. Hérna kemur uppskrift að gómsætu pestói þar sem rauðrófan er í aðalhlutverki. Meira »

Saltimbocca-kjúklingur

28.9. Saltimbocca alla Romana er heitið á þekktum ítölskum rétti þar sem þunnar kálfasneiðar eru eldaðar með Parmaskinku og salvíu. Stundum eru sneiðunum rúllað upp, stundum ekki. (V ið erum með uppskrift af þessum klassíska rétti hér .) Meira »

Smartlands-snakkið er svona

25.9. Handfylli ef Smartlands-snakkinu gerir hvern dag ljúfan, góðan og innihaldsríkan.   Meira »