Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Eurovision er okkar HM

Í gær, 15:00 „Ég hef meira að segja farið til útlanda með vinkonunum til að horfa á Eurovision,“ segir Berglind þegar hún er innt nánar eftir því hversu alvarlega hún tekur áhugann. Meira »

Verður þú Grillmeistari Íslands 2015?

í fyrradag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun stýra þættinum Grillsumarið mikla sem sýndir verða á mbl.is.   Meira »

Hið fullkomna Eurovision-salat

í fyrradag Að nota íslenskt lambakjöt út á Eurovision-salatið er góð leið til að lifa ennþá heilsusamlegra lífi. Hér er uppskriftin að salatinu sem sló í gegn. Meira »

Hildigunnur bloggar: Indversk kúrbítsbuff

19.5. Svona þegar fólk langar í léttan en bragðmikinn og hollan rétt. 1 stór kúrbítur, rifinn og vökvi kreistur úr ef hann er mjög blautur 1 lítill laukur, smátt saxaður 1 bolli gott rasp 2 miðlungsstór egg 30 g smjör, brætt 1/2 tsk cumin Meira »

New York-stemningin sló í gegn

18.5. Ylfa Helgadóttir kokkur og einn af eigendum Kopar fagnar 2 ára afmæli staðarins um þessar mundir. Af því tilefni er boðið upp á sérstakan afmælismatseðil til 24. maí. Meira »

Einfaldasta súkkulaðikaramella allra tíma

17.5. „Þetta er einfaldasta súkkulaðikaramella allra tíma, í henni eru aðeins þrjú hráefni,“ segir á heimasíðunni Veggie and the Beast en þaðan kemur þessi girnilega uppskrift. Þessa karamella mun slá í gegn hvar og hvenær sem er. Meira »

Límónukaka með rjómaostakremi

11.5. Sumarið kallar á krúttlegar fiðrildakökur með límónubragði. Rjómaostakremið setur punktinn yfir i-ið en það er gert út lakósafríum rjómaosti. Meira »

Ostakaka með karamellu sem slær í gegn

16.5. „Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn,“ skrifar Berglind sem heldur úti matarblogginu Gulur Rauður Grænn og Salt. Meira »

Einfaldasta bananakex í heimi

10.5. Hérna kemur uppskrift af einfaldasta kexi í heimi. Kexið inniheldur aðeins tvö hráefni og er meinhollt.  Meira »

Æðislegar döðlukúlur með kókos

9.5. Þessar gómsætu döðlukúlur með kókos eru meinhollar og tilvalið snakk til að fá sér rétt fyrir ræktina. Þær er sniðugt að eiga til inni í ísskáp. Meira »

Röbb á Porterhouse og T-Bone

2.5. Sumar grillsteikur eru gott að marinera. Aðrar þurfa ekkert slíkt svo sem góðar T-Bone og Portherhouse-steikur. Þær þarf einungis að krydda, þess vegna einungis með salti og pipar. Til að auka bragðið enn frekar má líka þyrrkrydda Meira »

Bakaður rauðlaukur með valhnetusalsa

30.4. Valdís Sigurgeirsdóttir flugfreyja og matarbloggari á Ljómandi.is útbjó girnilegt salat á dögunum úr bökuðum rauðlauk.   Meira »

Steinseljuaioli…nú eða basil

28.4. Aioli er suður-evrópsk sósa sem oft er tengd við Provence í Frakklandi en er líka algeng í Katalóníu og raunar alveg niður til Valencia. Heitið kemur úr katalónsku orðunum all e oli, hvítlaukur og olía og þetta er í raun Meira »

Rósmarínkartöflur

27.4. Þetta eru fantagóðar kartöflur með grillsteikinni og afskaplega fljótlegt og einfalt að undirbúa þær. Það sem þarf í þessar rósmarínkartöflur er: 1 kg kartöflur væn lúka rósmarín 3-4 hvítlauksrif, pressuð safi úr hálfri Meira »

Ommeletta íþróttaálfsins

27.4. Dýri Kristjánsson íþróttaálfur og fimleikastjarna hugsar vel um heilsuna og er ákaflega flinkur að búa til ommelettur eins og sést á þessari uppskrift. Alfreð Ómar Alfreðsson meistarakokkur kenndi Dýra að gera þessa ommelettu sem er dálítið frönsk. Meira »

Heimagerðar danskar Flødeboller

26.4. „Það er langt síðan ég hef verið jafn spennt að deila með ykkur uppskrift og ég er einmitt nú. Hver kannast ekki við danskar flødeboller, þessar sem maður þorir ekki að kaupa nema til að deila með öðrum því annars er maður búinn með kassann áður en maður veit af. Meira »