Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Macaroni Milanaise

6.10. Auguste Escoffier er einn frægasti ef ekki frægasti matreiðslumaður Frakka í gegnum tíðina. Escoffier, sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar, flokkaði og skráði margar af grunnuppskriftum franska eldhússins og byggði þar ekki síst á Meira »

Einfaldir Oreo-ostakökubitar

3.10. „Ótrúlega ljúffengir Oreo-ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun ... Meira »

Brauðstangir án hveiti og glúteins!

1.10. Þeir eða þær sem eru með hveiti og glútein-óþol geta svo sannarlega glaðst því María Krista Hreiðarsdóttir kann að búa til glúteinlausar brauðstangir. Það er eitthvað! Meira »

Rækjukokteill Ragnars Freys

1.10. „Þessi réttur varð til eftir minni þegar ég hafði smakkað líkan rétt í matarboði hjá vinafólki okkar. Hann var ferskur og safaríkur með ljúffengri sósu. – Svo ljúffengur að Snædís stakk upp á því að kannski myndi hann sóma sér vel í bókinni. Og það gerir hann svo sannarlega.“ Meira »

Haustsúpa Sollu og Hildar

29.9. „Haustsúpan verður til í allskonar útgáfum. Bara eftir því hvaða grænmeti er til í ísskápnum, eða lítur best og ferskast út í búðinni þann daginn. Í rauninni er hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Núna eru litlar bragðmiklar gulrætur, gulrófur, kartöflur og hvítkál í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hvítkálið kemur sérstaklega á óvart, strimlarnir eru svo mjúkir undir tönn í súpunni. Meira »

Fiski taco með lime og kóríander “Crema”

22.9. Íbúar vesturstrandar Mexíkó hafa líklega borðað fisk sem tortilla-pönnukökur hafa verið vafnar um í einhverjar aldir. Það var hins vegar fyrir um hálfri öld sem að fiski taco fór að slá í gegn í Baja California og litlir Meira »

Gómsæt pekanhnetu-hrákaka

15.9. Hér kemur uppskrift af gómsætri pekanhnetu-hráköku. Hana er ofureinfalt að útbúa og svo er hún meinholl og auðvitað ljúffeng. Uppskriftin kemur af vef MindBodyGreen. Meira »

Andarbringur með franskri grænpiparsósu

20.9. Frakkar kalla sósu sem þessa sauce au poivre vert og þær er hægt að gera á margan hátt, með og án rjóma. Grænpiparsósurnar eru vinsælar með nautakjöti en ekki síður er önd og grænpiparsósa klassísk samsetning. Ef þið viljið taka Meira »

Kálfasteik fyllt með parmaskinku og pecorino

14.9. Kálfakjötið er vinsælt í ítalska eldhúsinu. Hér er notuð svipuð hugmynd og í Cordon Bleue-kjúklingi þar sem skinka og ostur er settur á milli tveggja kjötsneiða. Í fyrsta skrefinu þurfum við: Kálfasneiðar Parmaskinku Pecorino-ost Meira »

Krúttlegar hrákökur fyrir krakka

13.9. „Engifer-hrákökur með bleiku rauðrófukremi, hollar og krúttlegar fyrir litla putta,“ segir á heimsíðu Heilsuhússins. Meðfylgjandi er uppskrift af þessum gómsætu kökum. Meira »

Geggjaðar „vegan“ vöfflur

7.9. „Hvað er betra en nýbakaðar vöfflur og heimalöguð sulta? Mmmm...“ Meðfylgjandi er uppskrift af „vegan“ vöfflum og rifsberjahlaupi. Meira »

Blómkálspopp í dulargervi ostapopps

5.9. „Hér er skemmtileg leið til að breyta fersku blómkáli í snarl. Við köllum þetta blómkálspopp því það líkist svolítið ostapoppi á disknum (allavega úr fjarlægð... og kannski með góðum skammti af ímyndunarafli...) en þetta er í alvöru talað mjög gott til að nasla á yfir góðri bók á fallegu síðsumars kvöldi,“ skrifa mæðgurnar Hildur og Solla á vefinn sinn, Mæðgurnar.is. Meðfylgjandi er uppskrift þeirra mæðgna. Meira »

Læknirinn í eldhúsinu útbýr fiskveislu feðganna

31.8. Hér kemur síðasti þátturinn í þáttaröð Læknisins í eldhúsinu sem sýndir voru á SkjáEinum. Hér er fiskur í forgrunni.   Meira »

Óreganó kryddað lambafile með Pilaf

30.8. Við Miðjarðarhafið hafa menn löngu uppgötvað að fátt á betur við lambakjöt en óreganó, sítróna og hvítlaukur. Við mælum með lambafile en það má líka nota aðra bita, s.s. kótilettur. Með þessu höfum við pilaf úr örlitlum Meira »

Marengsbomba með Daim kremi

30.8. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var búin að henda í eina marengsbombu eldsnemma í morgun.   Meira »

Heimsins besti hafragrautur

27.8. „Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Þessi grautur er eins og besti eftirréttur og svei mér þá ef hann væri ekki bara góður sem slíkur með vanilluís eða rjóma,“ segir Berg­lind Guðmunds­dótt­ir hjúkrunarfræðingur og mat­ar­blogg­ari á Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »
Meira píla