Svona býrðu til ekta makkarónukökur

Það er óendanleg stemning sem fylgir frönskum makkarónukökum. Þær eru ógurlega fallegar í laginu og svo bráðna þær í munninum og veita ákveðna alsælu á meðan þær eru borðaðar. Makkarónukökur eru dásamlega fallegar á veisluborð, í brunch-inn með vinunum, í saumaklúbbinn eða sem desert.

Smartland Mörtu Maríu elskar fallega hluti sem búa til stemningu og þess vegna eru makkarónukökur í miklu uppáhaldi. Í höfuðstöðvum Smartlands eru borðaðar makkarónukökur þegar vel gengur og þegar ástæða er til að fagna lífinu og tilverunni. Það væri óskandi að það væri hægt að halda því fram að það gerðist daglega en það er því miður ekki raunveruleikinn. Undirrituð mælir með því að ferðalangar hugsi út fyrir rammann og taki makkarónukökur með sér í ferðalagið. Þegar margir ferðast saman er góður siður að hver og einn komi með óvæntan glaðning í ferðalagið. Óvænti glaðningurinn er tekinn upp þegar enginn á von á neinu og skapar þetta dásamlega stemningu.

Makkarónukökur eru frábær leið til að slá í gegn í ferðalaginu. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Hornströndum þar sem mjólkin er búin og nestið orðið pínulítið sjúskað eftir nokkurra daga gönguferð þegar einn í hópnum dregur upp box með makkarónukökum.

Svona bakar þú þínar eigin makkarónukökur:

150 g möndlumjöl (möndlur hakkaðar í matvinnsluvél eða Vitamix-blandara)
150 g flórsykur
2 eggjahvítur

150 g sykur
100 g vatn
2 eggjahvítur
20 g sykur

Möndlumjölinu er blandað saman við flórsykur og eggjahvítur og hrært er vel í á meðan eða þangað til deigið er orðið að flottum massa. Ef þú vilt hafa makkarónurnar í fallegum litum skaltu setja duftmatarlit út í massann á þessu stigi málsins. (Fljótandi matarlitur er afleitur í þessar kökur).

Sykur og vatn er sett saman í pott og soðið í síróp. Sírópið þarf að verða 113 gráðu heitt og því er gott að hafa hitamæli við höndina. Gott ráð er að sjóða sírópið þangað til gufa hættir að koma upp úr pottinum.

Eggjahvítuskammtur tvö er þeyttur saman við sykurinn í hrærivél. Síðan er sírópinu blandað hægt út í deigið og það þeytt þangað til marensinn verður kaldur.

Þá er marens og möndlumassa blandað saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í litlar makkarónukökur og setjið á bökunarpappír.

Látið makkarónurnar þorna í um það bil 30 mínútur, áður en þær eru bakaðar í forhituðum ofni í 12 til 16 mínútur við 140°C.

Fylling í makkarónur:

100 g rjómi
25 g glúkósi
215 g hreint hvítt súkkulaði

95 g ávaxtamauk (niðursoðnir ávextir með 10 prósent sykri; nota má hvaða ávöxt sem er)

Rjómi og glúkósi eru sett saman í pott og suðan látin koma upp. Síðan er því hellt yfir súkkulaðið og hrært saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þá er ávaxtamaukinu blandað saman við. Það er góð hugmynd að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman.

Látið kremið kólna inni í kæli þar til það fer að taka sig. Þá er hægt að smyrja fyllingunni á milli makkarónanna.

Verði ykkur að góðu!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bjarni Ben gerði Línu Langsokk-köku

í gær Bjarni Benediktsson er flinkur í höndunum eins og sannaðist um helgina þegar hann gerði Línu Langsokk-köku fyrir 3 ára dóttur sína. Meira »

Prófaðu þennan þeyting í staðinn fyrir ís

21.9. Þessi þeytingur er meinhollur og bragðgóður en hann minnir helst á rjómaís. Þeytingurinn hentar vel í morgunmat þar sem hann er saðsamur og tekur stuttan tíma að útbúa. Meira »

Fáránlega girnileg döðlu- og karamellukaka

19.9. Þessi kaka er tiltölulega holl en alveg hrikalega girnileg. Kakan er þriggja laga en botninn inniheldur meðal annars möndlur, kókosflögur, döðlur og annað gómsætt. Þessi myndi slá í gegn í hvaða veislu sem væri. Meira »

Smákökur í morgunmat - það má

18.9. Í þættinum í dag ætla ég að sýna ykkur hvernig ég útbý morgunverðarkökur sem innihalda afbragðsgóða næringu.   Meira »

Smákökudeig í hollari kantinum

18.9. Raunveruleikastjarnan Lauren Conrad er mikill sælkeri og hefur gaman af að útbúa mat og kökur. Nýverið deildi hún með lesendum sínum uppskrift að hollu smákökudeigi. Meira »

Ítalskar kálfasteikur í sítrónusósu

17.9. Kálfasneiðar í sítrónu eða Vitello alla lemone er einn af þessum dæmigerðu ítölsku réttum sem að hefur þróast áfram víða um heim ekki síst í Bandaríkjunum. Okkar útgáfa hér er á ítölskum grunni en við mýkjum sítrónu Meira »

Fullkomin “græn“ kvöldverðarsamloka

13.9. Hver elskar ekki grillaða samloku með bráðnum osti? Hér kemur einstaklega girnileg uppskrift af „grænni“ samloku sem fær fólk til að fá vatn í munninn. Meira »

Mettandi tortellini-súpa með spínati

14.9. Hérna kemur uppskrift að mettandi og hollri tortellini-súpu sem hentar vel á kvöldverðarborðið á köldu haustkvöldi.  Meira »

Hinar fullkomnu franskar

13.9. Hérna kemur uppskrift af hinum fullkomnu frönsku kartöflum sem bragðast dásamlega vel með til dæmis hamborgara eða samloku.  Meira »

Hollt og heimilislegt

11.9. Valentína Björnsdóttir kann svo sannarlega að meta haustið því þá er gósentíð í eldhúsinu þegar grænmetisuppskeran kemur í hús. Meira »

Frosin bleik ostakaka frá Alberti

11.9. Albert Eiríksson kann svo sannarlega að heilla samferðafólk sitt með góðum mat. Hér er hann með uppskrift að ostaköku sem gerir kvenpeninginn trylltan. Meira »

Matreiðsluþáttur Mörtu Maríu - Haustsalat

9.9. Haustið er tíminn til að hafa eins mikið grænmeti í matinn og mann lystir. Hér er salatið eldað og borið fram heitt.   Meira »

Gratíneraður kjúklingaréttur með beikoni, döðlum og hvítlauk

9.9. Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt, eldaði girnilegan kjúklingarétt á dögunum sem hún gratíneraði. Meira »

Dásamleg döðlukaka

6.9. „Þessa döðluköku baka ég oft á mínu heimili og hún slær alltaf í gegn og með betri kökum sem ég hef smakkað. Ég nota hana ýmist sem eftirrétt í matarboðum eða þegar gesti ber að í góðu kaffiboði.“ Meira »

Nautalund með gorgonzola-sósu

7.9. „Þó að sumarið og mesta grilltíðin sé yfirstaðin er óþarfi að sniðganga nautalundina góðu. Í þessu tilfelli má sjálfsagt grilla lundina, en í tilefni nýkomins hausts, ofnbakaði ég þessa ... Meira »

Kræsileg pítsa með camembert-osti

5.9. Hérna kemur ein einföld en hrikalega girnileg uppskrift að flatböku sem myndi henta vel í kvöldmatinn um helgina. Þessi er alvöru! Meira »
Meira píla