Kenna smökkun jólabjóra á YouTube

Stefán Pálsson og Valgeir Valgeirsson.
Stefán Pálsson og Valgeir Valgeirsson. Skjáskot/Youtube

Bjórskólinn hefur fært út kvíarnar og birtast nú kennslustundir á myndbandavefnum YouTube. Meðal annars kennir bjórskólakennarinn Stefán Pálsson og bruggmeistarinn Valgeir Valgeirsson í hvaða röð smakka skal jólabjóra.

„Það er fínt að taka þann veikasta fyrst og fara svo yfir í þá sterkari. Það er fín regla en ekki algild regla,“ segir Stefán meðal annars í kennslumyndbandinu.

Hugmyndin á bak við kennslustundirnar á YouTube er að mjög hefur aukist að vinahópar taki sig saman og smakki alla jólabjóra sem í boði eru í Vínbúðum. Víða er hins vegar pottur brotinn í þessu samkomuhaldi og þá sérstaklega þegar kemur að röðun og undirbúningi bjóranna. Drekki til dæmis einhver Giljagaur fyrst, sem er mjög áfengisríkur, er ljóst að næstu bjórar njóta sín ekki sem skyldi.

Jólabjórarnir eru margir hverjir komnir á ölhús en fara í almenna sölu í Vínbúðunum eftir rúma viku, föstudaginn 15. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert