Jarðarberjaís með chia-fræjum og rjóma

Bókin Dískukökur geymir sykur - og hveitilausar uppskriftir.
Bókin Dískukökur geymir sykur - og hveitilausar uppskriftir.

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sérhæfir sig í uppskriftum sem eru lausar við hveiti og sykur og henta því þeim sem eru sykursjúkir, á lágkolvetnafæði eða langar einfaldlega að prófa eitthvað nýtt og hollara. 

Hafdís var að enda við að gefa út fallegan bækling með fjórtán uppskriftum án sykurs og hveitis sem henta vel í jólabaksturinn. Bæklingurinn kostar 990 krónur og hægt er að kaupa hann á vefsíðu bókarinnar.  Bestu fréttirnar eru þær að allur ágóði af bóksölunni rennur til neyðarsöfnunar Unicef fyrir börn á Filippseyjum.

Hér fyrir neðan er uppskrift að sykurlausum jarðarberjaís.

1 bolli jarðarber

350 ml rjómi

3 msk. chia-fræ

10 msk. vatn

1/2 bolli sukrin melis (strásæta)

Aðferð:

Chia-fræin eru sett í vatn og látin liggja í um það bil 30 mínútur. Þar á eftir eru chia-fræin sett í skál og maukuð smá með töfrasprota. Öllu hráefninu blandað saman og maukað þar til ásættanleg áferð fyrir hvern og einn er komin. Geymt í frysti í nokkrar klst. Gott að hræra í ísnum nokkrum sinnum. Tekið úr frysti og settur í kæli 20-30 mín. áður en borið er fram.

Hægt er að borða ísinn strax eftir að hann er maukaður og hafa sem búðing.

Chia-jarðarberjaís.
Chia-jarðarberjaís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert