Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum

Litríkt kjúklingasalat frá Berglindi Guðmundsdóttur.
Litríkt kjúklingasalat frá Berglindi Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt matbjó litríkt kjúklingasalat á dögunum. Það er ekki bara fallegt á litinn heldur einnig súperbragðgott.


4 kjúklingabringur
kjúklingakrydd
bbq honey mustard sósa
1 poki klettasalat
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 rauðlaukur
1/2 agúrka
1 Avocadó og/eða 1 mangó
100 g Ristaðar furuhnetur
1/2-1 krukka fetaostur (ekki setja olíuna með)
1 askja jarðaber
tortilla flögur

Salatdressing
1 dl olía
1/2 dl balsamic edik
1/2 dl dijon sinnep
1 dl hlynsíróp
1 hvítlauksgeiri, pressaður

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla munnbita og steikið á pönnu. Kryddið með kjúklingakryddi og þegar kjötið hefur „lokast“ er bbq-sósunni hellt út á pönnuna og kjúklingurinn látinn malla í henni þar til hann er eldaður í gegn.
  2. Skerið grænmetið í hæfilega bita og raðið á disk.
  3. Hellið kjúklingum yfir og stráið ostinum og furuhnetunum yfir allt. Endið á muldum nachosflögum.
  4. Gerið sósuna með því að hræra öll hráefnin vel saman og berið hana fram með salatinu þannig að hver geti skammtað sér að vild.
  5. Tyggið vel og lengi og njótið matarins til hins ítrasta!
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert