Kjötbollur úr kálfakjöti með sítrónu

Ítalskar kjötbollur eru hvað bestar ef í þær er notað kálfakjöt. Kálfahakk er sjaldséð í íslenskum kjötborðum en það er hægt að nota hvaða kálfakjöt sem er og hakka niður sjálfur. Það tekur ekki margar mínútur. Þessar ítölsku kjötbollur eru bragðbættar með smá sítrónuberki, parmesan og steinselja.

  • 750 g kálfakjöt
  • rifinn börkur af einni sítrónu
  • 4 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 4 brauðsneiðar
  • 2,5 dl mjólk
  • 1 egg
  • 3 dl rifinn parmesan
  • 1 væn lúka fínt söxuð flatlaufa steinselja
  • chiliflögur
  • salt og pipar

Setjið brauðsneiðarnar í skál ásamt mjólkinni. Hakkið kjötið.

Setjið hakkið í stóra skál og blandið saman við eggið, hvítlaukinn, steinseljuna og parmesanostin. Takið brauðið upp úr mjólkinni og pressið mjólkinni að mestu úr. Myljið brauðið niður í litla bita og blandið saman við. Kryddið með salti pipar og smá chiliflögum.

Mótið kjötbollur með höndunum, þær eiga að vera svipaðar og golfkúlur að stærð. Það er gott að geyma þær í ísskáp áður en þær eru steikar.

Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bollurnar. Þegar þær hafa verið vel brúnaðar allan hringinn eru þær settar á fat og inn í 200 gráðu heitan ofn í um 10 minútur.

Berið fram með t.d. ítalskri tómatasósu og pasta.

Þið finnið svo fjölmargar gómsætar uppskriftir að kjötbollum með því að smella hér.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert