Marengsterta með Villiketti

Dröfn Vilhjálmsdóttir bakaði þessa marengs-tertu á dögunum.
Dröfn Vilhjálmsdóttir bakaði þessa marengs-tertu á dögunum. Ljósmynd/Dröfn

Ef það er eitthvað sem undirrituð á erfitt með að standast þá er það marengs-tertur sem bráðna í munninum. Hér er ein sniðug frá Dröfn Vilhjálmsdóttur sem er með matarbloggið Eldhússögur úr Kleifarselinu.

Uppskrift:

  • 1 púðursykurs-marengsbotn
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 7 dl rjómi
  • 2 eggjarauður
  • 3 msk flórsykur
  • 3 stykki Villiköttur (súkkulaðistykki) eða annað gott súkkulaði (t.d. Nóa kropp)
  • ber og ávextir, t.d. jarðarber, bláber, vínber, rifsber, blæjuber, brómber og kíwí.

Aðferð:

Marengsbotninn er mulinn og dreift jafnt yfir botninn á eldföstu móti. Suðusúkkulaðið og 2 dl af rjóma er sett í pott og hitað við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðnað. Súkkulaðiblöndunni er svo dreift yfir marengsinn.

Því næst er restin af rjómanum (5 dl) þeytt. Eggjarauður og flórsykur eru þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós. Þessari blöndu er þá blandað saman við þeytta rjómann. Villiköttur, súkkulaðið, er saxað smátt og blandað út í rjómann.

Rjómablöndunni er því næst dreift yfir marengsinn.

Skreytt með berjum og ávöxtum að vild og geymt í ísskáp í 2-3 tíma áður en rétturinn er borinn fram.

Tertan var fallega skreytt.
Tertan var fallega skreytt. Ljósmynd/Dröfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert