Mexíkósk súpa sem keyrir upp stemninguna

Mexíkósk súpa með heimatilbúnum tortllum og salsasósu.
Mexíkósk súpa með heimatilbúnum tortllum og salsasósu. Ljósmynd/María Björg

María Björg Sigurðardóttir hönnuður og matarbloggari á síðunni Krydda eftir smekk gerði ansi lekkera mexíkóska súpu á dögunum.

  • 1 rauðlaukar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 ferskur rauður chilli
  • 1 msk. oregano
  • 1 tsk. reykt paprika
  • 1 tsk. brodd kúmen
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 kúfuð tsk. púðursykur
  • 1 msk. tómat paste
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 dós nýrnabaunir
  • kjúklingasoð sirka 1 lítri
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Mýkið lauk, hvítlauk, chilli og kryddið í ólífuolíu, Bætið svo út i tómat paste og steikið það aðeins með hinu. Afgangurinn fer svo út í pottinn og látið malla í a.m.k hálftíma.

Fljótlegar hálfheimagerðar nachos

  • Tilbúnar hveiti tortillur
  • paprikuduft
  • ólífuolía
  • smávegis salt (má sleppa)

Aðferð:

Skerið tortillurnar í sirka 6 hluta og nuddið aðra hliðina með olíu, kryddinu og örlitlu salti. Ég sleppi saltinu þegar ég geri þetta með súpunni þar sem hún er töluvert bragðmikil og sölt. Næst skellið þessu í heitann ofn (180°) í um 7 minútur.

Heimagerð tómat salsa

  • 2 þroskaðir tómatar
  • hálfur grænn chilli
  • hálfur rauðlaukur
  • 1 vorlaukur (má sleppa)
  • handfylli af fersku kóríander
  • Safi úr einni límónu
  • skvetta af ólífuolíu
  • svartur pipar og örlítið salt

Aðferð:

Blandið mjúklega saman og berið fram strax.

„Mér finnst best að borða súpuna þannig að ég set hana í skál fyrir hvern og einn, rifinn ost ofan á, sýrðan rjóma, lárperu og salsa. Síðan dýfi ég nachos ofan í af og til. Hreinn og beinn unaður,“ segir listakokkurinn María.

Mexíkósk súpa sem bragð er af.
Mexíkósk súpa sem bragð er af. Ljósmynd/María Björg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert