Twixsmákökur - nammi namm ...

Hryllilega girnilegar Twixsmákökur.
Hryllilega girnilegar Twixsmákökur. Ljósmynd/Guðrún Veiga

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er flink í eldhúsinu og býr til heimsins bestu smákökur. Hér gefur hún uppskrift að Trixsmákökum sem smakkast fáránlega vel. Uppskriftina birti hún á Smartlandsblogginu sínu.


1 og 1/2 bolli af mjúku ósöltuðu smjöri

3/4 bolli púðursykur

1/4 bolli sykur

1 stórt egg

2 teskeiðar vanilludropar

2 bollar af hveiti

2 teskeiðar maizenamjöl

1 teskeið matarsódi

Fáein korn af salti

1 og 1/2 bolli saxað Twix

3/4 bolli dökkir súkkulaðidropar

Aðferð:

<span>Byrjum á því að hræra saman smjör, púðursykur, sykur, egg og vanilludropa. Þetta er hrært í góðar fimm mínútur - þangað til mixtúran er létt og ljós. <br/></span> <span><span>Þegar eggja- og sykurblandan er vel hrærð og fín bætum við restinni af hráefnunum saman við. Fyrir utan Twixið og súkkulaðið. Sú dýrð fer síðast ofan í skálina.</span></span> <div><span>Hrærum súkkulaðið varlega saman við. Síðan þarf deigið að hvíla í ísskáp í góða tvo tíma eða svo. Ömurlegir tveir tímar það. Ég hefði ekki einu sinni lagt í þessa uppskrift ef ég hefði lesið hana til enda áður en ég hófst handa. Ég las bara </span><em>Twix </em><span>og var ósjálfrátt komin með bölvaða hrærivélina upp á borð.</span></div><div>

Jæja. Tveimur erfiðum tímum síðar.

<span>Feita barnið sem ég var yfirgefur mig auðvitað aldrei. Þess vegna bætti ég aukabitum af Twixi ofan á kökurnar áður en þær fóru inn í ofninn. </span>

<div><span>Kökurnar fara inn í heitan ofn á 175° og dúsa þar í sirka átta mínútur. Það þarf svo að leyfa þeim að kólna vel eftir að þær koma út.</span></div> </div>
Þessar kökur eru ekkert eðlilega girnilegar.
Þessar kökur eru ekkert eðlilega girnilegar. Ljósmynd/Guðrún Veiga
Svona leit deigið út í hrærivélaskálinni.
Svona leit deigið út í hrærivélaskálinni. Ljósmynd/Guðrún Veiga
Twixið komið í bita.
Twixið komið í bita. Ljósmynd/Guðrún Veiga
Smákökurnar komnar á bökunarpappír.
Smákökurnar komnar á bökunarpappír. Ljósmynd/Guðrún Veiga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert