Fiskréttur með kapers og sítrónurjómasósu

Girnilegur sunnudagsfiskur.
Girnilegur sunnudagsfiskur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi fiskréttur er alveg eins og á veitingastað, segir Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt.

Fyrir 4
800-900 g hvítur fiskur (t.d. þorskur eða ýsa)
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. laukduft (onion powder)
1/2 tsk. sykur
2 tsk. sjávarsalt
2 msk. smjör
safi úr 2 sítrónum
1 msk. hveiti
250 ml rjómi
50 g kapers

Aðferð:

  1. Blandið paprikudufti, laukdufti, sykri og sjávarsalti saman í skál og stráið yfir fiskinn. Grillið eða ofnbakið fiskinn í um 8 mínútur eða þar til fiskurinn er passlega eldaður (varist að ofelda hann).
  2. Bræðið smjörið á meðan í potti og hrærið síðan sítrónusafa og hveiti saman við.
  3. Bætið rjómanum smátt og smátt saman við og hrærið þar til sósan er byrjuð að þykkna en látið hana alls ekki sjóða. Bætið að lokum kapers út í sósuna og hellið yfir fiskinn.

Berið fram til dæmis með rótargrænmeti, kartöflumús og litríku salati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert