Rósmarínkjúklingur í parmaskinku

Kjúklingur vafinn inn í parmaskinku er sko aldeilis fljótlegt og …
Kjúklingur vafinn inn í parmaskinku er sko aldeilis fljótlegt og girnilegt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt útbjó girnilegan rósmarínkjúkling á dögunum sem hún vafði inn í parmaskinku. Þetta er alveg ekta föstudagsréttur - ljúffengur og einfaldur. 


60 ml ólífuolía
3 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
rósmarín, fersk
10 kjúklingalæri, úrbeinuð
salt og pipar
10 sneiðar parmaskinka
2 sítrónur, skornar í báta/sneiðar
balsamedik

  1. Látið ólífuolíu og hvítlauk saman í skál. Saxið um 1-2 msk af fersku rósmaríni og látið saman við.
  2. Saltið og piprið kjúklingalærin og bætið þeim út í marineringuna. Ef þið hafið tíma er gott að leyfa þessu að liggja í smástund.
  3. Vefjið kjúklinginn í hráskinkuna og látið litla rósmarín grein í miðjuna.
  4. Dreypið smáolíu á kjúklinginn og grillið í um 12-15 mínútur eða látið kjúklinginn inn í 180°c heitan ofn í 35-40 mínútur. Varist að ofelda hann.
  5. Kreistið sítrónu yfir hvern kjúklingabita og hellið smábalsamediki yfir áður en þið gæðið ykkur á þessari dásemd. Berið fram með góðu salati og t.d. kartöflumús.
Girnilegur kjúklingur áður en hann fór inn í ofn.
Girnilegur kjúklingur áður en hann fór inn í ofn. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert