Súkkulaðikaka á 1 mínútu

Súpergirnileg súkkulaðikaka.
Súpergirnileg súkkulaðikaka. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þegar löngunin í sætindi grípur fólk er gott að luma á uppskrift sem tekur ekki þrjá klukkutíma að matbúa. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt lumar á einni uppskrift sem tekur engan tíma. 


1 1/2 msk kakó
3 msk hveiti
1/8 tsk salt
1 1/2 msk sykur
1/4 tsk lyftiduft
2-3 tsk kókosolía, fljótandi
3 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar

  1. Blandið þurrefnunum vel saman. Bætið vökvanum saman við og hrærið vel. Setjið deigið í lítið form eða t.d. kaffibolla. Smyrjið formið með olíu ef þið ætlið að taka súkkulaðikökuna úr forminu áður en hún er borin fram.
  2. Látið í örbylgjuofn í 30-40 sek. og sjáið kraftaverk gerast á þeim tíma. Leyfið kökunni að kólna lítillega ef þið ætlið að taka hana úr forminu.
  3. Setjið súkkulaðikrem að eigin vali á kökuna (læt uppskrift að kreminu sem ég notaði fylgja), berið fram og njótið í botn!

Súkkulaðihnetusmjörkrem


2 msk (kúfaðar) hnetusmjör
6-8 tsk hlynsýróp
2 msk kakóduft
4 tsk mjólk
3/4 tsk vanilludropar

  1. Blandið öllu vel saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
  2. Þynnið með mjólk eftir smekk.
  3. Smyrjið kreminu á kökuna.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert