Kaffi með saltaðri karamellu ...

Kaffibollarnir gerast ekki mikið girnilegri.
Kaffibollarnir gerast ekki mikið girnilegri. Ljósmynd/Guðrún Veiga

Guðrún Veiga lofar að fara að útbúa meiri hollustu eftir páska en fyrst býður hún lesendum upp á saltaðan karamellu kaffibolla eða Salted Caramel Mocha eins og hún kallar hann. Á bloggsíðu sinni segir hún frá töfrunum. 

 

Fyrst þarf að úbúa karamellusíróp: 

1/2 bolli sykur 

3 matskeiðar smjör

1/4 bolli rjómi

Önnur innihaldsefni í þessum dásemdarbolla:

Bolli af nýlögðu kaffi

2 matskeiðar af ofangreindu karamellusírópi

Örlítið salt

2-3 teskeiðar kakó (sætt kakó - ekki það sem notað er í bakstur)

Þeyttur rjómi

Byrjum á því að bræða sykurinn við vægan hita. Þegar hann er kominn í fljótandi form hrærum við smjörinu vandlega saman við. Að lokum rjómanum. 

Hræra hrikalega vel. Voilá - sírópið er tilbúið.

Skellum kakói og dálitlu salti í stórt og gott glas.

Tvær vænar matskeiðar af karamellusírópi út í. Síðan hellum við rjúkandi heitum kaffibolla saman við og hrærum. Þarna má líka smakka sig aðeins til. Bæta jafnvel við kakói eða salti. Kannski örlitlu sírópi. Eða miklu. Helling helst. 

Dýrðin toppuð með rjóma. Jú og sírópi. Ferlega gott þetta síróp. Fáein korn af salti eru einnig vel við hæfi þarna ofan á.

Ég fór örlítið geyst í rjómann með frekar sóðalegum afleiðingum. 

Ég ryksugaði þetta af borðinu. Með vörunum. Notaði tunguna aðeins á tímabili líka. Hér fer ekki dropi til spillis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert