Brownies með saltkringlum og karamellu

Súpergirnilegt hjá Guðrúnu Veigu.
Súpergirnilegt hjá Guðrúnu Veigu. Ljósmynd/Guðrún Veiga

Guðrún Veiga var í miklu stuði um helgina og bakaði brownies með saltkringlum og karamellu. Það er mjög gáuflegt því það gerist eitthvað tryllt þegar karamella mætir salti ...

 

Betty Crocker browniemix

Saltkringlur

Karamellusósa

Bæði er hægt að kaupa karamellusósu eða búa til sína eigin. Ég bjó til sósuna og notaðist við þessa uppskrift.

Browniedeigið er útbúið samkvæmt leiðbeiningum á kassa. Ég bætti við tveimur matskeiðum af vatni og einni af olíu til þess að gera það örlítið blautara. 

Hálfberi sleikjarinn minn alltaf á vaktinni.

Setjið bökunarpappír í meðalstórt eldfast mót og skellið sirka helmingnum af deiginu í það. 

Raðið tvöföldu lagi af saltkringlum ofan á.

Afgangurinn af deiginu fer síðan þar yfir. Inn í ofn með þetta á 180° í sirka 22 mínútur. 

 Vænu magni af karamellusósu sullað ofan á kökuna.

Fáeinum kornum af salti stráð yfir. Af því salt gerir allt betra. 

Úff. Það er varla að ég nái að ropa á milli máltíða þegar ég er stödd hérna fyrir austan. Breiðholtið mun reyndar heilsa mér á nýjan leik eftir tæpan sólarhring. Þá get ég snúið mér aftur að núðlum og niðursuðudósum.  

Jæja, ég ætla að fara að faðma afkvæmi mitt. Heitt, fast og innilega. Svona áður en við kveðjumst enn eina ferðina í fyrramálið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert