Cemitas – mexíkósk hamborgarabrauð

Cemitas eru bollur frá Puebla í Mexíkó sem eru eins konar blanda af venjulegum brauðbollum og brioche sem njóta mikilla vinsælda ekki bara í heimalandinu heldur einnig í Bandaríkjunum. Cemitas-samlokur eru gjarnan með einhvers konar kjöti, t.d. kjúklingi eða svínakjöti, oft krydduðu með chilisósu og síðan sneiðum af avókadó. Í Bandaríkjunum hafa Cemitas ekki síður getið sér orð fyrir að vera einstaklega góð sem hamborgarabrauð og þau eru líka góð með Pulled Pork samlokum.

  • 11 dl hveiti
  • 3 dl súrmjólk
  • 1 bréf þurrger
  • 4 egg
  • 100 g smjör
  • 2 tsk sykur
  • 1 tsk salt
  • sesamfræ til skreytingar

Bræðið smjörið og leyfið að kólna. Hitið súrmjólkina aðeins, hún á að vera vel volg. Það er ágætt að gera allt í allt í hrærivél. Byrjið með pískinum og pískið eggin. Bætið smjöri og súrmjólk saman við. Blandið þurrefnunum saman sér fyrst og setjð síðan út í skálina með eggjablöndunni. Setjið hrærarann á vélina og hrærið saman í um 10-15 mínútur. Deigið á að vera vel rakt. Leyfið deginu að hefa sig undir viskustykki í að minnsta kosti klukkustund, Gjarnan lengur. Setjið hveiti á borð og veltið deiginu aðeins upp úr því. Mótið sívalning og skerið i 12 bita. Setjið bökunarpappír á tvær plötur og raðið bollunum á þær. Leyfið að hefa sig aftur í að minnsta kosti klukkustund. Penslið bollurnar með vatni og stráið sesamfræjum yfir. Bakið í um 15-20 mínútur við 225 gráður.

IMG 9922 200x200c Cemitas   mexíkósk hamborgarabrauð

Síðan er bara að velja sér einhvern góðan hamborgara til að gera með. Fullt af hugmyndum finnið þið hér.

Ef þið viljið baka klassísk hamborgarabrauð er uppskrift af þeim hér.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert