Bananakaka með hnetusmjöri og súkkulaði

Þetta er hin fullkomna helgarkaka.
Þetta er hin fullkomna helgarkaka. Ljósmynd/Dröfn

Það er ávísun á gott partí þegar bananar hitta súkkulaði og hnetusmjör. Í þessari köku Drafnar Vilhjálmsdóttur matarbloggara á Eldhússögum úr Kleifarselinu er þessum þremur hráefnum blandað saman á girnilegan hátt.

Uppskrift: 

  • 3 stórir bananar, vel þroskaðir
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 1 dl AB mjólk eða súrmjólk
  • 100 g smjör, brætt
  • 2 egg
  • 5 dl Kornax hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1/2 tsk. salt
  • 150 g Siríus konsum suðusúkkulaðidropar (1 poki)

Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. 24 cm form er smurt að innan. Bananar eru stappaðir og settir í hrærivélaskál. Hnetusmjöri, sykri, púðursykri, AB mjólk, bræddu smjöri og eggjum bætt út í og öllu hrært saman þar til deigið verður slétt. Þá er hveiti, matarsóda og salti hrært saman við. Að síðustu er súkklaðidropunum hrært saman við deigið. Deiginu er að lokum hellt í bökunarformið og bakað við 175 gráður í um það bil 50-60 mínútur. Kakan er góð borin fram volg en ekki síðri eftir að hún er orðin köld.

IMG_6038

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert