Rabarbaragrautur án hvíts sykurs

Rabbabaragrautur án hvíts sykurs.
Rabbabaragrautur án hvíts sykurs. mbl.is/Marta María

Þessi árstími kallar á alls konar rabarbaramatreiðslu þar sem fyrsti skammturinn af uppskerunni er að detta í hús. Þegar mamma gaf mér rabrabara á dögunum ákvað ég að athuga hvort það væri hægt að búa til graut úr honum án þess að dæla í hann hvítum sykri. Og viti menn - það er hægt. Það sem 40 döðlur geta ekki gert fyrir eina góða uppskrift!

600 g niðurskorinn rabarbari

40 döðlur

600 ml vatn

Setjið vatnið í pott og látið suðuna koma upp. Þá er rabarbaranum bætt út í ásamt döðlunum og þetta er látið sjóða saman. Ég var svo spennt yfir grautargerðinni að ég stóð yfir pottinum allan tímann og hrærði í. Ég get fullyrt að það tók innan við hálftíma að gera grautinn í heild sinni, skera niður rabarbarann, handtelja döðlurnar og láta þetta allt sjóða saman. Og ég get staðfest að grauturinn vakti lukku. „Þetta er bara alveg eins og í sveitinni,“ sagði sá sem smakkaði grautinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert