Grillaðar, sterkkryddaðar kjúklingabringur með grilluðum maís, rauðlauk og portobellosveppum

Fyrir 4

2 msk. olía
800 g kjúklingabringur
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. chili-flögur
1 tsk. broddkúmen
1 tsk. kanill
1 tsk. salt

Penslið bringurnar með olíu. Blandið kryddinu saman og kryddið bringurnar á öllum hliðum. Grillið á milliheitu grilli í 13-15 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Berið bringurnar fram með portobellosveppum og til dæmis grilluðum rauðlauk, maís og sætum kartöflum.

Grillaðir portobellosveppir

3 stórir portobellosveppir
Olía eða olíusprey
1 msk. timjanlauf
Salt og nýmalaður pipar
3 sneiðar Stóri Dímon

Penslið sveppina með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið í 2 mínútur á fan-hliðinni. Snúið sveppunum við og stráið timjanlaufum í hattana og leggið ostsneið yfir. Grillið í 5 mínútur í viðbót.

Uppskrift: holta.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert