Sumarsalat Valentínu

Valentína Björnsdóttir eigandi Krúsku og Móður náttúru útbjó girnilegt sumarsalat.
Valentína Björnsdóttir eigandi Krúsku og Móður náttúru útbjó girnilegt sumarsalat. Ljósmynd/Ingi R

Valentína Björnsdóttir, eigandi Krúsku og Móður náttúru, matbjó girnilegt sumarsalat þar sem bragðlaukarnir eru sendir í sannkallaða helgarferð. Ef þig langar að tríta þig með hollustu þá er þetta salat svarið en það sem gerir salatið svo sérstaklega gott er grillaða grænmetið sem er í því. Valentína notaði hefðbundna grillpönnu til þess að grilla grænmetið. 

Sumarsalat  Fyrir  2-4

2-3 Gulrætur  skornar í strimla og bakaðar í ofni í 20 mínútur

1 Rauð paprika skorin í strimla og grilluð

½ Kúrbítur skorinn í sneiðar og grillaður

2 Nektarínur skornar í báta og grillaðar

Lambhaga salatblanda

1 dl Frosnar grænar baunir þýdda í heitu vatni 1 mínútu

Öllu raðað fallega saman á disk og dressingunni hellt yfir.

Engifer soja dressing

½  bolli olífuolia

1 msk. sesamolía

3 msk. góð sojasósa

½ bolli eplasafi

4 cm engifer

½ hvítlauksrif

3 msk. ferskt kóríander

½ tsk.  ferskt chilli

3 msk. sítrónusafi

salt og svartur pipar

Allt sett í mixer og þeytt vel saman.

Girnilegt salat frá Valentínu Björnsdóttur á Krúsku.
Girnilegt salat frá Valentínu Björnsdóttur á Krúsku. Ljósmynd/Ingi R
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert