Þetta eru kökurnar sem þú átt að baka

Guðdómlegar kökur úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur.
Guðdómlegar kökur úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt útbjó girnilegar brownies-kökur á dögunum. 


200 g valhnetur eða pekanhnetur
430 g döðlur, steinlausar og mjúkar
2 msk. hörfræ (nota stundum chia þá 1 msk.)
1 tsk. kanill
1 tsk. chilliduft
1/4 tsk. sjávarsalt
120 g hreint kakó frá Nóa Síríus

Súkkulaðikrem
60 ml kókosolía, fljótandi
65 g hreint kakó frá Nóa og Síríus
2  msk. hlynsíróp
1/2 tsk. chilliduft
1/2 tsk. kanill
1 tsk. chilliflögur (má sleppa)

  1. Látið döðlurnar í matvinnsluvél á „pulse-stillingu” og bætið síðan hnetum, hörfræjum, kanil, chillidufti og salti saman við þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið nokkuð mjúkt. Athugið að hér skiptir öllu máli að döðlurnar séu mjúkar og safaríkar, ef ekki  þurfið þið að leggja þær í bleyti í heitt vatn í um 15 mínútur. Bætið því næst kakódufti saman við og „pulsið” í um 10 sek. Nú ætti blandan að vera eins og deig, ef hún er ekki nægilega blaut bætið á smá (1-2 tsk.) möndlumjólk saman við. Setjið blönduna í mót (20×20 cm að stærð) hulið smjörpappír og þrýstið henni vel niður.
  2. Gerið súkkulaðikremið með því að blanda öllum hráefnunum (að undanskildum chilliflögunum) saman í skál. Setjið kremið á kökuna og stráið chilliflögunum yfir.
  3. Látið í stutta stund í kæli og skerið síðan niður í hæfilega bita.

Þeyttur kókosmjókurrjómi
1 dós kókosmjólk (ath. ekki fituskert)
1/2 tsk. vanilludropar

  1. Setjið dós af kókosmjólk í ísskáp í dágóða stund (helst yfir nótt).
  2. Opnið dósina og takið þykka hlutann úr en skiljið vatnið eftir.
  3. Setjið í hrærivélarskál ásamt vanilludropum og þeytið.
  4. Berið fram með chillibrownies og jarðarberjum.

*Fallega marmarabrettið og viskustykkið undir eru úr versluninni Snúran www.snuran.is

Þetta er hryllilega girnilegt.
Þetta er hryllilega girnilegt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert