Þetta er sunnudagsdesert dagsins

Desert úr eldhúsi Maríu Bjargar Sigurðardóttur.
Desert úr eldhúsi Maríu Bjargar Sigurðardóttur. Ljósmynd/María Björg

„Zabaione heitir einnig zabaglione og á rætur sínar að rekja til Piedamont. Þessi klassíski ítalski eftirréttur er útbúinn með því að láta eggjarauður þykkna í „Bain Marie” eða skál yfir vatnsbaði ásamt sykri og Marsala-víni. Til eru uppskriftir þar sem Marsala er skipt út fyrir önnur sæt vín eins og Vin Santo, Moscato, Prosecco, Madeira og Malaga. Litur og bragð breytist eftir tegundinni af sætu víni sem notast er við,“ segir María Björg Sigurðardóttir fatahönnuður sem heldur úti matarblogginu Krydda eftir smekk. 

„Ég bý oft til þennan eftirrétt og þá ber ég hann fram með ferskum berjum og jafnvel brotnum makkarónum eða marengs, súkkulaðispæni og þeyttum rjóma. Eins er hægt að notast við Zabaione sem grunn í heimagerðan ís, fyllingu í kökur svo eitthvað sé nefnt. Ef þetta er gert fyrir litla krakka má skipta víninu út fyrir mjólk.“

image

ZABAIONE

  • 4 stór egg
  • 1/3 bolli strá sykur
  • 1/3 bolli Marsala vín (fæst í ríkinu)/serrí/prosecco/Vin Santo o.s.frv.
  • ögn af salti
 

Hellið vatni í meðal stórann pott, vatnið á að vera um 4 cm djúpt og látið væga suðu koma upp.

Þeytið saman eggjarauður, Marsala víni og salti í stóra skál helst úr stáli. Setjið skálina yfir pottinn með sjóðandi vatninu og þeytið stanslaust og rösklega svo að eggið eldist ekki um of, þangað til blandan er orðin þykk, silkimjúk, froðukennd og hefur sirka þrefaldað sig en þetta getur tekið allt að 8 mínútur. Takið skálina af hitanum og þeytið í um hálfa mínútu í viðbót. Berið fram annaðhvort volgt eða kalt með berjum, súkkulaðispæni og/eða brotnum marengs eða makkarónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert